Stormur - 23.04.1942, Blaðsíða 3

Stormur - 23.04.1942, Blaðsíða 3
STORMUR 3 aftrað því, að Paríarnir hlytu takmörkuð kosningar rétt- indi. Hann elskar Paríana sina og vill láta þá verða allra gæða aðnjótandi nema þeirra, að losna undan kredduoki Hindúatrúarinnar, sem útskúfun og bölvun þeirra veldur. En Gandhi er í fleiru en þessu öfganna og andstæðn- anna maður. Hann fyrirlítur vísindi vorra tíma og tækni, en samt gengur hann með gleraugu og notar hitamælir. Plann berst fyrir einingu Hindúa og Múhameðstrúarmanna «n þó mundi honum vera það mjög á móti skapi, ef einhver í f jölskyldu hans t'æki Múhameðstrú. Hann er lífið og sálin í indverska þjóðemisflokknum og þó er hann ekki í flokkn- um. Allt starf hans mótast af trúarkennd hans, og þó er mjög erfitt að segja hverrar trúar hann er. En þrátt fyrir allar þessar andstæður, er Gandhj mikil- menni, sem hefir leyst af hendi geysi merkilegt og mikið ævistarf. Þessi litli og skorpni maður, sem vegur aðeins 112 pund, gengur með mittisskýlu og þeytir rokkinn sinn tím- unum saman, hefir skorað mesta heimsveldið, sem sagan þekkir, á hólm, heimsveldi, sem ræður yfir hundruðum miljónum manna og geysilegum auðæfum. Heimsveldi, er styðst við ævafornar erfðavenjur, er þaulvant öllum stjórnarháttum og kann prýðilega að koma ár sinni vel fyrir borð. Og þetta heimsveldi — brezka alríkið — hefir orðið að beygja sig fyrir viljaorku þessa manns. Gandhi er nú orðinn aldraður maður, og ýmsir halda, að áhrifa hans gæti lítið í Indlandi nú. En þetta er alger misskilningur. Enn er hann langsamlega voldugasti mað- ur Indlands. Það þarf ekki að dvelja nema tvo tíma í Ind- landi til þess að verða þess var, að indverski þjóðernis- flokkurinn lýtur boði hans og banni. Sumum af yngri þjóðernissinnunum finnst lítið til um dulhyggju hans, og ýmsir eru gramir út af duttlungum hans, og enn þykir mörgum hann vera alltof leiðitamur Bretum. En vald hans yfir fjöldanum er jafn mikið sem fyrr. Hann er einskonar einræðisherfa, en það er kær- leikurinn, sem stjórnar athöfnum hans. Þjóðin dáir hann og tilbiður. Mynd af honum er heilagur dómur fjölda manna, -og börn og sjúkir menn eru látnir snerta við henni, til þess að hljóta þroska og heilsu. Þegar hann er á ferð, koma bændurnir langt að, til þess að horfa á lestina, sem hann ferðast í, jafnvel þótt þeir viti, að þeir sjái hann ekki. I augum hinna „þögulu, hungruðu milljóna“, eins og hann stundum kallar almúgann, er hann undramaðurinn. Eg tók eftir því, hvernig glaðnaði yfir svip allra, þegar nafn hans var nefnt. Hann er eini maðurinn í Indlandi, sem með einu orði gæti hrundið af stað nýrri þjóðernis- byltingu, látið 350 milljónir manna — nálega fimmta hluta allt mannkynsins — rísa upp í mótþróa og vonlausri bar- áttu gegn drottnurum sínum. En hvernig stendur á þessu mikla valdi mannsins? — Hvað hefir hann unnið fyrir Indland? Allir þekkja ævi- feril hans í stórum dráttum, en vér skulum þó rekja hann lítilsháttar, ef vera mætti, að vér þekktum þenna einkenni- lega mann nokkuru betur eftir en áður. Framh. Smekklegasf úrval af karlmannaskóm fáið þér sem fyr hjá Lárus G. Lúðvígsson - . . —Skóverslun zz Kaupmenn og kaupfélagsstj órar Við höfum á lager og höfum tryggt okkur í Englandi talsvert af vefnaðarvörum, búsáhöldum, ritföngum, pappírsvörum, leðurvörum, smávörum o. s. frv. Þessar birgðir verða ef til vill seinustu birgðirnar, sem fáanlega verða frá Englandi, þareð algert útflutningsbann er þegar komið á fjölda á þeim vörutegundum, sem við eigum á lager, eða er- um að fá. Við bjóðum yður að tryggja yður hluta af birgðum okkar, gegn hagkvæmum greiðsluskil- málum, ef þér óskið, og meðan birgðir okkar end- Sölumenn okkar og afgreiðslufólk mun aðstoða ast. yður við innkaupin. Heildv. Guðm. H. Þórðarsonar Símar: Skrifstofa 5815 — Lager 5369. Símanúmer okkar er 4051 Erl, Blandon & Co. h.f. Umboðs- og heildverslun, Suðnrgðtu 4. PUDLO- valnsþélllefai f •lelnaleypn BINDILYKKJUR á steypujára. Nýjar birgðir komnar. Sögin h.t. Sími 5652. EINHOLT 2.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.