Stormur - 01.02.1945, Blaðsíða 2

Stormur - 01.02.1945, Blaðsíða 2
2 STORMTJR aldrei orðið mettir. En ekki er að furða þótt ein nefnd verði dýr, þegar mennirnir, sem í hana eru skipaðir með tugþús- unda launum hver, vinna ekkert að verkinu sjálfir, en taka flokksmenn sína til að leysa þau störf, sem þeir sjálfir áttu að inna af höndum, og launa þeim ríkmannlega af fé ríkissjóðsins. Er þetta í raun og veru verra en þjófnaður og svívirðilegast er, þegar þingmenn og trúnaðarmenn þjóðar- innar fara svona að ráði sínu. En þótt þetta sé eitthvert ljótasta dæmið um óráðvendni og trúnaðarbrot, þá er þó því miður ekki um undantekningu að ræða. Hér hafa starf- að og starfa enn margar nefndir, sem skeyta lítið um ann- að en að hirða laun sín og féfletta ríkissjóðinn, og margur maðurinn er það líka í föstu opinberu starfi, sem fer og farið hefur eins að ráði sínu og einn velþekktur Alþ(ðu- flokksbroddborgari hér í Reykjavík. Það var spurt eftir hon- um hjá hinu opinbera fyrirtæki, sem hann átti að vinna hjá og þáði há laun frá, en starf&mennirnir við fyrirtækið ráku upp stór -augu framan í hinn einfalda spyrjanda og sögðu, að þar sæist hann aldrei, nema þegar hann kæmi til að hirða launin sín. En svo mikið er sinnuleysi almennings eða meðvitundin orðin sljó fyrir því, hversu trúnaðarmennirnir haga sér, að þei.m getur haldist þetta uppi í áratug eftir áratug, og jafnvel vaxið að virðingu og áliti því blygðunarlausari sem þeir verða að taka hlut sinn á þurru landi og svíkjast undan þeim störfum sem þeim hefur verið trúað fyrir. Jónas vor ber sig hetjulega í einstæðingsskap sinum. Lætur hann Ófeigshnefann óspart ríða á hjálmunkletti kom- múnista, en hann er þvælinn fyrir eins og á ögmundi heitnum Flóka. öllu þunglegri eru þó högg þau sem hann greiðir þeim Hermanni og Eysteini og ýmsum öðrum flokksmönnum sínum þótt ekki séu þau eins hátt reidd, enda bera þeir sig ámátlega og hafa nú beðið um grið og vopnahlé. í 5. tbl. Ófeigs í nóv. ’44, kemst hann meðal annars svo að orði um þá Hermann og Eystein: „.... Þeir höfðu fyrir atbeina og úrræði samflokksmanna sinna setið samfellt átta ár í stjórn landsins, þessi óvanalega langa stjórnarseta hafi haft áhrif á dómgreind þessara tiltölulega lítt reyndu manna. Þeir höfðu komist á þá skoðun, að þeim væri svo að segja áskapað að vera ráðherrar á íslandi. Og þegar þeim þótti ekki opin leið í ráðherrastólana í félagi við Sjálfstæðismenn, sneru þeir sér með miklum áhuga að því að komast aftur í ríkisstjórn með atfylgi kommúnista“. f sama blaði sýnir hann fram á, hversu höllum fæti þeir Hermann og Eysteinn standa, er þeir reyna að áfella og tortryggja Ólaf Thors og þingflolck Sjálfstæðismanna vegna samstarfsins við kommúnista. Um þessa vesaldarlegu sókn þeirra segir hann meðal annars: „.... Þeir (þ. e. Herm. og Eysteinn) gátu ekki áfellt Ólaf fyrir að taka höndum saman við kommúnista, því að sjálfir höfðu þeir um tveggja ára skeið einskis fremur óskað en að komast í þessa aðstöðu. Þeir gátu ekki heldur áfellt kommúnista fyrirfélagsskap þeirra um stjórn við Morgun- blaðsmenn, því að Framsóknarflokkurinn hafði eftir ósk þess ara leiðtoga sinna, samþykkt að biðja um samstjórn með þeim. Þeir gátu ekki heldur áfellt Ólaf svo mjög fyrir starfs- skrá hans, því að meginhluti hennar hafði verið sameigin- leg, andleg fæða í tólf manna nefndinni allt síðastl. sumar. Ekki gátu þeir heldur áfellt Ólaf fyrir undanhald hans varð- andi dýrtíðaruppbót bændanna, því að það var engu síður þeirra verk en hans Og niðurstða Jónasar af þessum hugleiðingum er þessi: „ .... Þegar borinn er saman linleiki andstöðunnar bæði við vantraustið á Alþingi og á fundum víða úti um land, kemur hið sanna í ljós. Flokksstjórn Framsóknar- manna hefur mjög óhæga aðstöðu gagnvart kommúnistum, Ólafi Thors og búnaðarþingi svo að baráttuþróttinn vantar til'átaka við hina nýju ríkisstjórn ....“. Og í desemberblaði Ófeigs kemst Jónas svo að orði, er hann ræðir um vináttuhót Hermanns við kommúnista: „.... í Framsóknarflokknum gerðist jafnaldri Ólafs Thors, Hermann Jónasson, fús til stefnubreytingar og þokaðist í áttina til kommúnista, mjög á móti ráðum eldri samherja í flokknum. í öllum þremur borgaralegu flokkunum taka nýir leiðtogar við stjórninni um stefnu og störf. Jafnframt hófu þessir menn innbyrðis samkeppni um völd og metnað og leituðu í því efni hver um sig stuðnings kommúnista- flokksins. 1 yfirboðum og sviptingum þessara leiðsögumanna hafði hin raunverulegu landamerki borgaraflokkanna þurk- ast út að mestu. Nú var ekki lengur spurt um stefnur og áhugamál þessara flokka, heldur hitt, hvernig hægt væri að raða þjóðfulltrúunum á taflborð stjórnmálanna, þannig að unnt ýrði að ná tilteknum eftirsóttum vegtyllum með stuðn- ingi meiri hluta Alþingis". — Jónas er meistarinn og læri- faðirinn allra stjórnmálabraskara og valdastreytumanna síð- ustu 25—30 árin. Um rekstur þann sem kommúnista reru færir um að reka, segir Jónas þetta: „... . Að tilhlutun þessa flokks eru þar (þ. e. í Vestmannaeyjum) nú um 40 „bæjarkýr“. Þar er kúnum gefið morgunfóður í næturvinnu og á kvöldin eru þær mjólkaðar í eftirvinnu og á sunnudögum er hlynt að þeim með sérkaupi í sunnudagavinnu ....“. — Lýsingin er snjöll, en var ekki bæjarreksturinn í Hafnarfirði og á ísafirði mjög áþekkur þessu fyrir styrjöldina, en hvað sagði Jónas Jónsson þá? Nú er Sigurjón á Álafossi að verða þjóðnýtasti og fræg- asti maður þessa lands. En meðal annara orði: Mundi hann ekki vilja hella Ála sínum ofan í eða inn í karakúl sauðkind- ur Framsóknarflokksins. Þær eru nú þær skepnur sem mest þjást á þessu landi og helzt þurfa hjúkrunar við? En hvað er það annars mikið sem Sæmundur Friðrilísson og collegar hans hafa greitt töfralækninum fyrir Skarphéðins-lyfið og hversu lengi ætla þeir að halda áfram að greiða fyrir það. Þinn eirilægur Jeremias. Endurminningar Indriða Einarssonar Þeir Indriði Einarsson og Sigurður Vigfússon fornfræð- ingur voru vinir. Eitt sinn ætlaði Sigurður að koma til hans þegar hann væri búinn að koma Toppi á Haga, en Toppur var átrúnaðargoð Sigurðar og var hinn viltasti fjörhestur, sem nokkur maður þekkti í Reykjavík. Eg var ekki bindind- ismaður þá; fékk mér flösku af góðu koníaki og beið Sig- urðar. Hann kom ekki. Eg fór til nágranna míns og bauð honum, en hann vildi ekki koma. Úrkula vonar um komu Sigurðar settist eg við flöskuna og bjó til þetta kvæði um hann: GULLSMIÐURINN I. Gullsmiðurinn okkar er gamall heiðinn örn; hann á hvorki hrisþak, hlandkoppa né börn. Hann einangrast á Toppi út um lönd og bý. og öllu, sem er hundgamalt róðar hann í. Hann tíundar sín hrossbein og tekur fram spjót en Theódór þykja gullin hans ljót. Hann nálgast ótal hauskúpur heiðnum af, val frá heiðarlegri Bergþóru skyrinu hann stal. II. Svo fór hann á dómsdag forlegur að sjá, með forngripasafnið herðum sér á. Lykla Pétur spyr hann: „Hvað heíur þú hér, heyrðu mér, er eyrað af Malkusi hjá þér?“ „Eyrað af Malkusi? Ertu vitlaus? Hvað? Árbókin hefir ei rannsakað það. En trafakefli milljón herðum hefi eg á og hundrað þúsund rúmfjalir, viljið þér sjá?

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.