Skákfélagsblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 2

Skákfélagsblaðið - 16.12.1937, Blaðsíða 2
2 SKÁKFÉLAGSBLAÐIÐ Skákfélagsblaðið. Útgefið af Skákfélagi Akureyrar. Ábyrgðarmaður: Guömuudur Guðiaugsson. Prentverk Odds Björnssonar. lasinn? Ekki á nokkurn hátt. Hann sýndi engin merki vanstill- ingar, þótt á bjátaði. Vissulega hafði A. teflt sterkt og frumlega, en E. hefir einnig reynt að losna við þann galla á taflmennsku sinni, að eyða of miklum tíma í óþarfa bollaleggingar um smá- vægilega hluti og missa við það sjónar á aðalatriðunum og komast í tímaþröng. Upp að 15 skákum hélzt svo þessi munur hinn sami, en úr því fór A. aftur að sækja á og bætti 2 skákum við mismuninn. Og er nú svo komið, að sigur hans er viss, þótt fyrir siða sakir eigi að tefla einvígið (30 skákir alls) til lykta. Það er almennt talið, að Alje- chin eigi þenna sigur sinn að þakka bættu líferni sínu frá því er hann tapaði titlinum fyrir Euwe fyrir 2 árum. Hann hefir unnt sér meiri hvíldar og varazt áfengið. Það er líka ljóst af skák- unum, sem hingað hafa borizt frá þessu einvígi, að A. teflir nú iniklu sterkar en í hinu fyrra ein- vígi, en E. virðist tefla engu lakar. Þetta er í fyrsta skipti í skák- sögunni, að heimsmeistari vinnur aftur titil, er hann hefir misst og sýnir þetta dásamlega þrautseigju Aljechins auk hinnar ótvíræðu snilldar. —Nú stendur fyrir dyrum ný keppni þeirra A. og Capa- blanca, sem hyggur á hefndir frá því fyrir 10 árum, að hann missti heimsmeistaratignina í hendur Aljechins. Enn eru töggur í Capa- blanca og frægt yrði það, ef hann ætti eftir að vinna tignina á ný og yrði þá kynleg röð heimsmeistar- anna á tímabilinu frá 1927. Hvað sem líður líkum fyrir þessu, bíða menn með óþreyju þessarar næstu heimsmeistara- keppni. EÍÍl er ‘eUcUL - Mm Mctar Vera Simillon w. SNYRTIV0RUR Heildsölubirgðir: Valgarður Stefdnsson. Sími 332. — Akureyri. Dr. Alexander Aljechin, núverandi heimsmeistari er land- flótta Rússi, og er nú franskur ríkisborgari. Hann er maður á fimmtugsaldri, og þykir eitt hið mesta glæsimenni. Hann er af mörgum talinn einn hinn snjall- asti skákmaður, er nokkru sinni hefir lifað, og eru sumar skákir hans afar djúpt hugsaðar, og ýmsar „kombinationir“ hans þær flóknustu og glæsilegustu sem sést hafa. Hann er fjölskáka- og blindskákamaður með afbrigðum og hefir heimsmet í blindskák. Hann er og snjall rithöfundur. u oT ^cö MO 8 '01 § .s tí 'O £ V s u • r*~5 rC cö ód) 3! c 8 u ctf ?H cti :ð kO • 1—4 ‘ð n ’?h >> «4H >o -o ÖO S» (U -cö cð u u 8 • Íh ’5 no *& 8 •rH & s 3 s kO cö u ’$h d> 8 •rH 'Cö *4H >0 So « S • rH A * >o cö A =+H 0) ‘ð A fl m o en Baldvin Ryel Símskák milli Akureyringa og Húsvíkinga. Aðfaranótt s.I. sunnudags var háð símakappskák milli Skákfélags Akur- eyrar og Taflfélags Húsavíkur. Teflt var á 10 borðum og hlutu Akureyringar 6>/2 vinning gegn 3'/2 vinning Húsvíkinga. Vinningar skiptust þannig: Borð 1. Guðmundur Arnlaugsson 1 Guðbjartur Vigfússon 0 Borð 2. Haukur Snorrason 1 Óli Hermannsson 0 Borð 3. Guðmundur Guðlaugsson 0 Kristján Theodórsson 1 Borð 4. Júlíus Bogason 0 Kristinn Jónsson 1 Borð 5. Jón Ingimarsson 1 Sigm. Halldórsson 0 Borð 6. Unnsteinn Stefánsson 1 Ben. Jónsson 0 Borð 7. Björn Halldórsson 0 Stefán Pétursson 1 Borð 8. Jóhann Snorrason 1 Sv. Júlíusson 0 Borð 9. Arnljótur Ólafsson >/2 Albert Jónsson >/2 Borð 10. Björn Axfjörð 1 Ingvar Pórarinsson 0 Akureyri 6V2 Húsavík 3V2 Dr. Max Euwe er hollenzkur háskólakennari, maður á bezta aldri, og er einn þeirra fáu, sem framarlega standa í skáklífinu, sem ekki hefir gerzt atvinnuskákmaður, og fyrsti heimsmeistari sem áhugamenn hafa eignast. Eftir að hann varð heimsmeistari stundaði hann kennslu áfram eins og ekkert hefði í skorist, enda þótt honum stæðu opnar leiðir til fjár, og veð- fé það, er hann vann í fyrra ein- vígi sínu við Aljechin, gaf hann hollenzka skáksambandinu, og skyldi því varið til eflingar skáklist þar í landi. Dr Euwe hef- ir nokkuð annan skákstíl en Aljechin. Skákir Euwe eru þyngri og ekki eins fjörugar og glæsileg- ar og skákir Aljechin, en þær þykja meistaraverk fyrir rökrétta hugsun, einfaldleik og mikinn lærdóm. Dr Euwe hefir hlotið alheims lof fyrir prúðmannlega íram- komu, réttsýni og fyrir það, að heiður og efling skáklistarinnar hefir alltaf verið honum hjart- fólgnara, en nokkur upphefð fyrir sjálfan hann. Hann var strax fús til að keppa við Aljechin í annað sinn, enda þótt honum bæri ekki lagaleg skylda til þess. Dr Euwe er einnig ágætur rithöfundur og liggja eftir hann margar bækur um skáklist og önnur efni. Hér á eftir fer skák frá síð- asta einvígi þessara skákjöfra: SLAFNESK VÖRN. Sjötta skák. Hvítt: Dr. A. Aljechin. Svart: Dr. M. Euwe. 1. d2—d4, d7—d5. 2 c2—c4, c7—c6. 3. Rbl—c3, d5—c4. 4. e2—e4, e?— e5. 5. Bfl—c4: e5—d4: 6. Rgl—13! b7—b5.* 7. Rc3—b5:! Bc8—a6. 8. Ddl—b3, Dd8—e7. 9. 0—0! Ba6— b5: 10. Bc4—b5: Rg8—f6. 11. Bb5 —c4, Rb8—d7. 12. Rf3—dr:! Ha8— b8.. 13. Db3—c2,. De7—c5. 14. Rd4 —f5, Rd7—e5. 15. Bcl—f4! Rf6— h5. 16. Bc4—f7+! Ke8—f7: 17. Dc2 —c5: Bf8—c5: 18. Bf4—e5: Hb8— b5. 19. Be5—d6! Bc5—b6. 20. b2— b4, Hh8—d8. 21. Hal—dl, c6—c5. 22. b4—c5: Bb6—c5: 23. Hdl—d5! Svartur gaf taflið. * Ef pxR þá Bxf7 + Ke7, Db3 með sqkn Skákir frá símskákkeppni Húsvíkinga og Akur- eyringa 12. 13. þ.m. ÍTALSKUR LEIKUR. Teflt á borð nr. 5. Hvítt: Sigm. Halldórsson, Húsav. Svart: Jón Ingimarsson, Akureyri. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d4 exd4 6. cxd4 Bb4 skák 7. Rc3 Rxe4 8. 0—0 Bxc3 9. d5 (Möllers bragðið alkunna) Bf6 (bezt)10. Hfel Rce7 11. Hxe4 d6 (Hingað til hafa báðir leikið eins og skákfræðin telur bezt upp úr þessari byrjun) 12. g4 (Hér er venju. að leika Bg5) 0—0 13. g5 Be5 14. Rxe5 dxe5 15. .Hxe5 Rg6 16. He4 Bf5 17. Hd4 Dd6 18. Df3 Bd7 19. Bf4 Rxf4 20. Hxf4 De5 21. h4 Hae8—! 22. Habl He7 23. b3 b5 24. Bd3 f5 25. Hbcl a6 26. Hc2 g6 27. Hce2 Dal skák 28. Kg2 IIxH 29. Dxe2 He8 30. Dd2 Hel 31. Hf3 Hgl skák 32. Kh2 Hhl skák 33. Kg3 f4 skák! og hvítur gafst upp þar sem hann er óum- flýjanlega mát í næstu leikjum. CARO-KANN. Teflt á borð nr. 6. Hvítt: Unnst. Stefánss., Akureyri. Svart: Ben. Jónsson, Húsavík. 1. e4 c6 2. Re2 d5 3. e5 Bf5 4. Rg3 Bg6 5. h4 h6 6. h5 Bh7 7. e6! fxe6 8. d4 Rf6 9. Bd3 Dd6 10. BxB RxB 11. Dg4 Rd7 12. Dg6 skák Kd8 13. f4 Rhf6 14. Hh4 Kc7 15. Rd2 c5 16. Rf3 cxd 17. Rxd4 Db6 18. Dd3 Hc8 19. Rb3 Dgl skák 20, Rfl Dxg2 21. Be3 Kb8 22. Rbd2 d4 23. Dxd4 b6 24. 0—0—0 Dd5 25. Rb3 DxD 26. RxD Rd5 27. Rxe6 RxB 28. RxR Rc5 29. f5 RxR 30. fxR g5 31. hxg6 Hg8 32. Hgl Hc6 33. Rf5 og svartur gafst upp. DROTTNIN GARPEÐSLEIKUR Teflt á borð nr. 2. Hvítt: Haukur Snorras., Akureyri. Svart: Óli Hermannsson ,Húsavík. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. Rbd2 d5 6. 0—0 Rbd7 7. De2 Be7 8. b3 0—0 9. Bb2 Re4 10. Re5 f6 11. Rxd? Dxd7 12. Hadl a6 13. f3 Rxd2 14. Hxd2 Bd6 15. f4 Hfe8 16. Dh5 g6 17. Dh4 f5 18. g4 Df7 19. Hg2 Had8 20. Dg3 Kf8 21. h4 Ke7 22. Hh2 Hg8 23. c4 dxc4 24. b3xc4 Hd7 25. He2 Kd8 26. e4 c5? 27. e5 Bf8 28. d5 h6 (Ef peð drepur d5 þá e6) 29. Hfel fxg4 30. Dxg4 h5 31. dxe6 hxg4 32. pxD Hxf7 33. e6 Hh7 34. f5 Bf3 35. e7+ Bxe7 36. Hxe7 HxH 37. B—f6 og svartur gafst upp. SjiasaÉg Akureyrar. Afgreiðslutími: Mánudaga, þriðjud., miðvikud. og fimmíud. kl. 10-12 og 4-6 Föstudaga kl. 10-12 og 4-7 Laugardaga kl. 10-12 og 1-3. Kröfur samlagsins eru: Full skil iðgjalda fyrir áramót. Gjaldkerinn.

x

Skákfélagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skákfélagsblaðið
https://timarit.is/publication/1029

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.