Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1938, Page 27
27
2. Sjúkratryggingar.
B. Ríkisframfærsla sjúkra manna og örkumla,
(Lög nr. 78 frá 1936).
Rétt á að koma til greina við úrskurðun styrkveitinga
samkvæmt ákvæðum laga þessara eiga:
1. Sjúklingar, sem haldnir eru berklaveiki, holdsveiki,
kynsjúkdómi, geðveiki (þar með taldir fávitar), eða öðr-
Um alvarlegum, langvinnum sjúkd. (þar með taldir of-
drykkjumenn og aðrir eiturlyfjaneytendur).
2. Daufdumb og alvarlega málhölt, svo og blind og mjög
sjóndöpur eða á annan hátt örkumla börn og unglingar.
3. Orkumla menn, er þarfnast gerfilima, umbúða og
^nnara þessháttar tækja.
Sjúkl., sem hafa verið úrskurðaðir styrkhæfir samkv.
lögum þessum, eiga þá rétt á styrk úr ríkissjóði til greiðslu
% hluta kostnaðar við nauðsynlega og hæfilega langa
úvöl á sjúkrahúsi eða hæli við þeirra hæfi, þar með talin
^auðsynleg læknishjálp og lyf, enda sé um að ræða sjúkra-
hús eða hæli, sem rekið er af ríkinu eða ráðherra hefur
samið við um vist og greiðslur fyrir slíka sjúkl.
Sé um sjúkrahús eða hæli að ræða, sem eigi er rekið
af rikinu né samið hefur verið við, en vista hefur þurft
sJúkl. þar til bráðabirgða, er heimilt að úrskurða hann
styrkhæfan til greiðslu allt að % hlutum kostnaðarins.
^pphæð styrksins ákveðst þá með tilliti til gildandi samn-
lnga við sjúkrahús eða hæli, sem samið hefur verið við.
Rvelji sjúkl. eigi á sjúkrahúsi, en þarfnist mikilsháttar
e<5a langvarandi læknishjálpar, svo sem ljóslækninga
(berklasjúklingar), nudd og rafmagnsaðgerða (mænu-
sottarsjúklingar), geitnalækninga o. s. frv., er heimilt að
Urskurða hann styrkhæfan til greiðslu allt að % hlutum
kostnaðarins. Upphæð styrksins ákveðst eftir gildandi
læknagjaldskrám.
Daufdumb, málhölt, blind eða á annan hátt örkumla
l*örn og unglingar, sem úrskurðuð hafa verið styrkhæf
samkv. þessum lögum, eiga þá rétt á styrk úr ríkissjóði