Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1938, Side 38
34
fleiri ára en eins, ef slíkt þykir hagkvæmt. Umsóknir
sendast háskólaráði.
Yms fróðleikur.
Intoxicationes acutae.
Ekki er ávallt létt að ákveða, að um bráða eitrun sé að
ræða. Sjúklingarnir hafa oft tekið inn eitrið til þess að
stytta sér aldur, og er því lítt mark takandi á framburði
þeirra, þó við meðvitund séu, og gfefið gætu upplýsingar.
Auk þess hafa þeir oft falið eða eyðilagt glös eða hylki,
sem eitrið var í, til þess að villa aðstandendum og lækni
sýn.
Sumar eitranir gefa allskýr klinisk einkenni (strychnin,
morphin), og svo má auðvitað grípa til efnarannsókna á
magavökva eða þvagi.
En ef um eitrun er að ræða, ríður mjög á að eyða ekki
tímanum í óþarfar rannsóknir, heldur hefjast þegar handa,
jafnvel þó aðeins sé við grun að styðjast.
Venjulega hefur eitrið verið tekið pr. os, og má því bú-
ast við, að nokkuð af því sé enn óbreytt í maganum, jafn-
vel þó að nokkrar stundir séu liðnar. Er því fyrst og
fremst gripið til magaskolunar. Skola skal með miklu af
volgu vatni (10—15 lítrum), og jafnvel endurtaka skolun-
ina, ef t. d. um morfineitrun er að ræða, vegna þess að
morfin, sem hefur resorberast, útskilst að nokkru aftur í
maganum. Ef tæki vanta til útskolunar, má reyna að láta
sjúklinginn kasta upp. Uppsölumeðal, sem allsstaðar má
ná í, er grænsápa — 1 teskeið i pela af volgu vatni. Auk
þess má framkalla uppköst með því að kitla kokið með
fingri eða fjöður. Stöku sinnum er magainnihaldið þann-
ig, að það stýflar slönguna og er þá nauðsynlegt að láta
sjúklinginn kasta upp. Onnur uppsölulyf eru Apomorfini
chloridum 0,01—0,02 subcutant, rad. ipec. pulv. gr. 1—-2
eða sol. cupr. sulf. 1—50, 1 teskeið hvað eftir annað, ef
með þarf.
Ef sjúkl. er í coma, er mjög hæpið að emetica verki, og