Baldursbrá - 11.03.1935, Blaðsíða 3
BALD UKSBRA
S.
“Þetta á að vera til þess að
minna þig á mig,” sagði hún: “þú
átt að skoða þennan lokk á hverj-
um degi; þú ætt að skoða hann
á hverjum morgni og muna það að
honum fylgja blessunaróskir til þín
á hverjum byrjandi degi. Og þú átt
að skoða hann á hverju kveldi og
minnast þess að sú sem lokkinn gaf
þér gleymir því aldrei að biðja fyrir
þér áður en hún fer að sofa.”
“Hvert sem eg fer og hvar ssm
eg verð, hvernig sem alt gengur
hvað sem fyrir kemur skal eg altaf
muna eftir þér,” sagði Giunnlaugur.
Og ef eg skyldi deyja þá er það víst
að lokkurinn skal finnast þar sem
eg geymi hann í hjartastað.”
Þegar Gunnlaugur reið af stað
horfði Helga grátandi á eftir hon-
um. Hún reyndi að sjá hann sem
lengst þegar hann var að hverfa í
fjarlægðinni.
“Þrjú ár! heil þrjú ár!” sagði
Helga við sjálfa sig: “Hvílík eilífð!
þrjú ár!”
Svo settisí liún á annan tvíbura-
steininn og horfði á hinn sem var
auður. Þar hafði Gunnlaugur oft
setið á móti henni þegar þau vor;?
að tefla. Og hún ryfjaði upp í huga
sínum allar sælustundirnar, sem
þau höfðu átt saman. Og húir
hugsaði um nöfnin á þessum tveim-
ur steinum — tvíburasteinunum;
henni fanst alveg eins og sín eigin
sál og sál Gunnlaugs væri nokkurs
konar tvíburasálir — sem aldrei
gætu skilið.
Og svo raulaði hún þe~sar vísur
í hálfum hljóðum.
Sem augnablik liðu árin þrjú;
Já, árin þrjú á Borg
á meðan Gunnlaugur gisti hér;
þá gleðinnar himinn brosti mér
og sál mín þekti ekki sorg.
Er horfin er sæla sú,
er sýndi þau árin þrjú.
Sem eilífð verða mér árin þrjú;
Já árin þrjú á Borg
á meðan Gunnlaugur utan er;
sá einhverntínia þjakar mér
og sál nn'na skyggir sorg. — -
Hún blöskrar mér biðin sú,
—þá bíð eg lians árin þrjú.
Frli.
Galsi 03 Gletta
Frh.
XXII.
Mangi verður h'issa
Manga þótti gaman að fuglum.
Honum þótti gaman að sjá þá
flúga.
Hornum þótti gaman að lieyra þá
syngja.
Og honum þótti gaman að sjá þá
búa til hreiðrin sín.
Manga þótti gaman að liorfa á
litlu rauðbrystingana í litla trénu.
I-Ireiðrið þeirra var nú fullbygt.
Mangi gat horft á það út um
gluggann.
Mangi horfði á hverjum degi á
hreiður rauðbrystinganna í trénu.
Á hverjum degi sá hann að
kvennfuglinn sat í hreiðrinu.
Svo var það einn dag að Mangi
ieit upp í hreiðrið.
Hann gat ekki séð kvennfuglin.
Kvennfuglin var ekki í hreiðr-
inu.
En Mangi sá nokkuð annað í
hreiðrinu.
L.