Baldursbrá - 06.11.1937, Blaðsíða 2

Baldursbrá - 06.11.1937, Blaðsíða 2
i UNGMENNABLAÐ PJÓÐRÆKNISFÉLA GSINS BALDURSBRÁ Ungmennablaö pjáOrœknisfélagsins Ritstjóri: SIG. JÚL. JÓHANNESSON 218 Sherburn St., Winnipeg, Man. Ráðsmaður: B. E. JOHNSON 1016 Dominion St., Winnipeg, Man. sér einhversstaðar. Mamma lians og pabbi vissu ekkert um þetta. En svo voru þau einu sinni í kirkju og mættu þar kennaranum hans Badda. Það var stúlka, sem var ósköp góð við börnin, og þótti það leiðinlegt þegar þau svikust um að læra; því þá var eins og hún væri ónýtur kennari. Iiún sagði þeim að það væri leið- inleg't með liann Badda litla; hann væri svo fallegur og góður dreng- ur, en hann hlyti að vera ósköp einfaldur, auminginn; hann kynni aldrei neitt; lionum væri víst ó- mög'ulegt að læra. Hún sagði að sér þætti vænt um hann og héldi að' hann væri ósköp góður; en samt hefði liann nú stol- ist burt úr skólanum einu sinni hérna um dag'inn. Baddi hát-taði snemma þetta sunnudagskveld; en þegar hann hafði sofnað stundarkorn, vaknaði liann aftur og var alveg liissa á því að pabbi hans og' mamma voru ekki háttuð. Hann settist upp, fór ofan úr rúminu, læddist niðtir stigann og' að framherbergis dyrunum. Þær voru aftur; en liann heyrði að ein- hverjir voru þar inni að tala sam- an. Baddi horfði í gegnum skráar- gatið og sá að pabbi lians og mamma sátu þar sitt á hvorum stóli hvort á móti öðru og voru að tala saman: ‘ ‘ Elg veit ekki hvað við eigum að gera við aumingjann hann Badda Kennarinn talar við mömmu hans Badda litla,” heyrði hann mömmu sína segja: “Eg' hafði hlakkað svo dæmalaust mikið til þess þegar hann færi að ganga á skóla, en svo segir kennarinn að hann geti ekk- ert lært. Hvernig eigum við að fara með liann, góði minn?” “Eg veit ekki,” svaraði pabbi hans. “Eg er búinn að bið'ja liann eins vel og eg get, að herða sig nú; en það hefir enga þýðingu. Eg sé ekki annað en við verðum að senda hann eitthvað í burt. ’ ’ Og Baddi sá að mamma hans var að gráta. Þá lcomu tár fram í aug- un á honum líka; lionum lá við að fara inn í stofuna, lilaupa upp í fangið' á mömmu sinni, kyssa hana og segja henni, að hann skyldi aldrei vera latur aftur, heldur vera duglegur að læra. En hann gerði það samt ekki. Hann læddist frá liurðinni og' upp stigann aftur, fór upp í rúmið sitt, breiddi upp fyrir höfuð, las bæn- irnar sínar og lá svo grafkyr, en glaðvakandi. Hann gat ekki sofn- að. Hann var að hugsa um pabha sinn og mömmu sína. Þau gátu ekki farið að sofa

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.