Baldursbrá - 15.04.1939, Page 2

Baldursbrá - 15.04.1939, Page 2
2 UNOMENNABLAÐ pjOÐRÆKNISFELAGSINS BALDURSBRÁ Ungmennablað pjóörœknisfélagsíns Ritstjóri: SIG. JÚL. JÓHANNESSON Ste. 4 Thelma Apts., Home St. RáðsmaCur: B. E. JOHNSON 1016 Dominion St., Winnipeg, Man. Draumurinn hennar Baldursbrár Síðast ykkur sagt var að segja skyldi þetta blað meira er dreymdi Baldursbrá; bezt er nú að hlusta á. Allar landsins baldursbrár bjantar eins og livítur snjár; dönsuðu eins og engilbörn alt í kring um stóra tjörn. Mynduðu stóran — stóran hring, stigu dansinn alt í kring; dönsuðu lengi, dönsuðu fljótt — dönsuðu fram á rauðanótt. Stjörnum voru ljósin lík langs og þvers nm Reykjavík:, ótal mörg og yndisleg eins og hérna í Winnipeg. Vaknaði loksins Baldursbrá, brosti, og alveg hissa lá, komin yfir óraveg alla leið til Winnipeg. ■ --------i “Hœ og hó!” (Framh.) “Kantu nokkra fleiri leiki, Steini?” spurði Magga. “ Já, ” svaraði Steini borgin- mannlega. “Segðu okkur fleiri,” sagði Gunna. “Hlustið þið þá á mig og takið vel eftir,” sagði Steini og var nú á bóðum buxunum! Hann sá það og lieyrði að allir krakkarnir litu upp til hans, því liann kunni svo mikið og vissi svo margt sem hinir kraldiarnir hvorki kunnu né vissu. “Eg skal kenna ykkur leik, sem lieitir “Fangaleikur,” sagði hann. “Takið þið nú eftir og lilustið á: Það er markaður leikvöllur á sléttu túni eða engi eða flöt eða sléttu. Leilwöllurinn á að vera ferhyrndur, en heldur lengri en hann er breiður, til dæmis svona.” Og svo markaði Steini leikvöllinn á sléttuna eins og hérna er sýnt. Fangelsi Fangelsi A’s B’s • Fangi Heimili Heimili B’s A’s Ferhyrningur er afmarkaður í liverju liomi, og merktur eins og sýnt er hérna. Tveir hornkafl- arnir heita fangelsi og heyra til A og B; hinir tveir heita heimili og lieyra til B og A. 1 miðjunni er depill, sem táknar fanga. Fjar- læðgirnar á milli fangelsanna og heimilanna. ættu ekki að vera minni en 60 fet. Börnin, sem leika skifta sér í tvo flokka og kalla sig A og B. Floklvarnir velja sér leiðtoga. síðan fer livor flokkurinn til síns heimilis og leiðtogi A flokksins sendir mann frá sér út á völlinn, þangað sem depillinn er og kallar hátt: “Stríð! Stríð!”

x

Baldursbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.