Baldursbrá - 15.04.1939, Blaðsíða 3

Baldursbrá - 15.04.1939, Blaðsíða 3
BA.LDURBBRÁ 1 Þá sendir foringi B flokksins mann frá sér og hann á aÖ ná manninum frá A áÖur en liann kemst heim aftur. Þegar þessi leikur bvrjar sendir A annan mann, sem í að ná í liinn og svo gengur þetta koll af kolli þangað til allir era komnir út á völlinn. En enginn úr A flokknum má reyna að ná í neinn frá B, nema þann, sem fór næst- ur á undan honum; og enginn frá B flokknum nema þann, sem næst- ur honurn fór (á undan). Leikur- inn verður því svona: Fyrst fer No. 1 fi'á A, á eftir honum fer No. 1 frá B; No. 2 frá A eltir hann og No. 2 frá B eltir liann aftur, og svo koll af kolli. Það er áríðandi að liver leik- andi muni eftir því að hann er bæði að reyna að ná einum vissum manni og gleymi því heldur ekki að annar maður er að reyna að ná lionum. Þetta gerir leikinn ákaflega spennandi og fjörugan. Ekki þarf annað en að snerta þann sem maður eltir og segja: “Náður! ” Þá verður hann að stöðvast og þá fer maðurinn sem náði fanganum í fangelsið og enginn má revna að ná lionum fyr en hann kemur aftur, þá má hann fara í friði og bíða eftir að leiðtoginn sendi hann út aftur. Ef einhver getur snert fanga, sem heyrir til hans flokki, þegar liann er á gangi hjá fangelsinu, þá er fanginn laus og ef margir eru í fangelsinu mega þeir taka saman höndum og mynda röð þangað til þeir ná til sinna manna; en sá seinasti vei'ður þó altaf að hafa annan fótinn inni í fangelsinu, Sá flokkurinn, sem nær öllum í hinum flokknxxm sem föngum, vinnur leikinn; en það þarf ákaflega snjallan leiðtoga til þess að segja vel fyrir í leiknum.” “Þetta lxlýtur að vera skemti- legur leikur,” sagði Doddi: “Hvort við skulum ekki leika hann hjá barnaheimilinu á Hnaus- um í sumar!” “ Já, það verður gaman!” sögðu allir krakkarnir: “Við förum strax norður að Hnausum þegar skólinn er búinn! Ilæ og hó!” Breiðavík Þegar þessi nákvæma kynnisför um þorpið var á enda, þóttist Óli Palli hafa fi’æðst mikið og mann- ast. Hann var svo upp með sér af öllum þeim vísdómi, sem hann hafði aflað sér þama á svo skömmum tíma að iionum varð að oi’ði við Gunnu á leiðinni heim að gestgjafaliúsinu. “Eg held það sé ekki stór vandi að verða mikill maður ef maður fer nógu víða og festir vel í minni sínu það sem maður sér og kann- ar. ’ ’ Gunna. sagði ekkert, en liún gaf Óla Palla hornauga um leið og hún liugsaði með sér: “Hann hugsar sér víst liátt, þessi dreng- ur.” Og það var ekki laust við að hún öfundaði hann af því að fá að ferðst og læra. A meðan Óli Palli og Gunna vora að skoða sig um úti, sátu konurnar á í’ökstólum heima í stofunni í gistihúsinu og sögðu hvor annari undan og ofan af um liagi sína og ráðagerðir. En þeg-

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.