Baldursbrá - 15.04.1939, Síða 4
UNOMENNABLAÐ pJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
1
ar bömin komu inn, viku þær tal-
inu til þeirra.
“A-ha! Þarna komið þið þá
litlu lijúin. Hvar hafið þið
veriðf” spurði frúin.
“Við vorum að skoða kaup-
staðinn, ’ ’ sagði óli Palli spekings-
lega.
“Skoðum til. Var Gunna að
sýna, þér hami ?” spurði frúin.
“Já, ” sagði Óli Palli.
“Það var fallegt af henni að
g ra það,” sagði frúin.
“0g hvernig leizt þér á kaup-
sitaðinn, góð'i minn ? Sástu margt
fallegt?” spurði móðir hans.
“Já, já. Eg sá margt og er bú-
inn að vita um alt, sem aðrir vita
hér, ” sagði Óli Palli borginmann-
lega. Svo skýrði hann fyrir þeim
öll einstök atriði svo skýrt og
greinilega að frúin varð alveg
undrandi. Hún virti drenginn
fyrir sér. Hún gat varla trúað
því að þessi litli drengur, sem
aldrei liafði komið í kaupstað fyr,
: yldi vera orðinn svona kunnug-
i x' á svo stuttum itíma. Henni
duldist elvki að hanu var skýr og'
greinilegur, fullur brennandi á-
huga og framsóknarþrár. Þegar
svo Óli Palli lauk máli sínu, sagði
frúin hljóðlega við móður lians.
“Eg er alveg sannfærð um að
það verður einhvern tíma mildð
í þennan dreng varið ef liann fær
að njóta sín. Þú ert lánsmann-
eskja að eiga svona efnilegan
dreng, góða mín.”
Móðir Óla Palla roðnaði af
gleði við þessi orð vinkonu sinn-
rsem hún vissi að voru í hjart-
ans einlægni töluð.
“Já, það er líka hjartans ósk
mín og von að drengurinn minn
verði einhverntíma dugandi og
nýtur maður,” sagði liún.
Síðari hluta. dagsins sást til
skipsins bruna inn fjörðinn. Og
efifár stutta stund var það lagst
við festar úti á liöfninni. mörgum
smábátum var lirint fram úr vör-
inni og sjómennirnir settust undir
árar og bátarnir lögðu frá landi
hoppandi á öldubrjóstunum í átt-
ina til skipsins.
Upp og framskipunin gekk
greiðlega, því það var logn og
ládeyða, heiðskýrt og tært veður
svo gamli ægir var rúðusléttur og
hávaðalaus.
Gegnum þrumandi fyrirskipan-
ir yfirmanna, barst til lands
skröltið og hávaðinn í vinduvél-
um skipsins, blandað áraglamri
ræðaranna, sem strituðust við að
flytja vörurnar á land og afurðir
bændanna affur fram í skipið.
Auk alls þessa áberandi hávaða,
barst til eyrna fólks ofurlítill
gjálfrandi, ljúfur og þýður niður,
sem átti upptök sín hjá glettnum
og gasprandi ölduboðum, sem
féllu og' brotnuðu létt við strönd-
ina. Það var andardráttur ægis,
hann brosti í blundi.
(Framli.)