Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Qupperneq 3

Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Qupperneq 3
ALÞÝÐUHELGIN 79 Snæbjörn fór utan og var á tírim- arhólmi eða í haldi í Kaupmanna- höfn í 1 eða 2 ár, að því er dr. Hann- es Þorsteinsson telur. Kom hann svo inn aftur, og kærði þá til Alþingis yfir meðferð Markúsar á sér. Amt- •ttaður dró heldur taum Snæbjarnar. Segir hann (sjálfsagt efir Snæbirnil, að Markús hafi haft ókeypis vist hjá Snæbirni áður er hann varð sýslu- ^naður, þá mjög fátækur, en síðan hafi Markús verið aðalákærandi hans í Arvfedsönsmálunum, vitnað þar gegn Snæbirni, og síðar gerzt dómari í aukamáli, er út af því reis. — Mætti líka bæta því við, að Snæ- hjörn hefur sennilega haft bygging- arráð Ögurs, er Markús settist þar að. Snæbjörn fékk ekki mál sitt tek- ið upp á Alþingi, en slapp þó við frekari aðgerðir. Dómi Markúsar var aldrei fullnægt, að því er Espólín telur. Ekki var furða, þótt embættis- störf Markúsar sýslumanns væru nokkuð illvíg, þegar jafnharðir dóm- ar voru felldir og hér hefur verið drepið á. — Mála-Snæbjörn mun jafnan hafa verið talinn mektar- maður í héraði, en óeirinn mála- fylgjumaður. Á þessum dögum töldu menn sér trú um það, dómarar ekki sízt, að allar yfirsjónir manna ætti að af- plána og lækna með nógu þungum refsingum. Markús var harðduglegur embætt- ismaður, einbeittur og kappgjarn. Bogi sagnaritari á Staðarfelli lýkur lofsorði á dugnað hans, og segir hann líka hafa verið menntaðan, en getur þess jafnframt, að hann hafi verið „breytinn í mörgu“. Og úr því amtmaðurinn kvartaði um ónæði og umsvif af dómum Markúsar, þá hef- ur hann sjálfur sízt haft minna arg og þvarg út af dómaraverkum sín- Um; hefur líka sjálfsagt átt það skil1 ið. Markús var talinn fjársýslumað- Uf allmikill. Hann keypti hálfan Hól ásamt Grundárhóli af Árna Sæ- uiundssyni og hálfa Geirastaði árið 1726. Kona Markúsar sýslumanns var Elín, dóttir Hjaltá prófasts Þor- steinssonar í Vatnsfirði, hins nafn- kunna myndlistarmanns. Síra Hjalti uiálaði mynd af Markúsi; var hún longi í ögurkirkju, en er fyrir löngu komin á Þjóðminjasafnið. Börn þeirra hjóna voru: Björn lögmaður, einn af fremstu og mest virtu em- bættismönnum landsins í lok 18. aldar; hann var barnlaus. Annar son- ur þeirra héf Sigurður. Sonur hans var Bergur timburmaður, en ein dóttir Bergs var Guðfinna, kona síra Ólafs Hjaltasonar Thorbergs, og voru meðal barna þeirra Bergur landshöfðingi. Hjalti bóndi í Ytri-Ey (faðir Sigriðar, konu Jóns yfirdóm- ara Jenssonar) og Kristín, kona Ein- ars hreppstjóra Háldanssonar í Hvítanesi. Er ættbogi þeirra Hvíta- nesshjóna orðinn ærið stór hér við Djúp og víðar. — Enn voru prestarn- ir sr. Bjarni á Álftamýri og IJjalti að1 stoðarprestur í Holti. Loks voru svo dætur tvær; önnur þeirra, Elín, giftist síra Sigurði Sigurðssyni (Jónssonar prófasts Arasonar) í Holti, en hin var Ingibjörg, kona Sveinn lati. Sveinn hét maður og var Ög- mundsson, ættaður af Vesturlandi. Hann var kallaður Sveinn lati, og hafði nokkurn tíma viðurnefni átt við, þá var það hér. Hann var aíar stór og luralegur í vexti. Hann gekk ekki, heldur mjakaðist áfram. Sem dæmi um leti Sveins, er sögð eftir- farandi saga: Það bar til eitt kvöld í rökkrinu um vetur milli 1850 og 60, að maður hljóp inn í Fischersbúð, vatt sér upp á borðið og greip þar hatt, sem hékk niður úr loftinu, þeyttist því næst út og upp Fischersund. Varð þetta með svo skjótri svipan, að búðar- menn gátu eigi borið kennsl á mann- inn eða stöðvað hann. Var þjófnað- urinn síðan kærður fyrir bæjar- fógeta, sem þá var Vilhjálmur Fin- sen. Vitni voru yfirheyrð, og bar eitt þeirra, sem kom að í því er þjóf- urinn hljóp út úr búðinni, að sér hefði sýnst það vera Sveinn lati. Hann var nú kallaður fyrir rétt, og þegar hann heyrði, að hann hefði átt Magnúsar prófasts Teitssonar í Vatnsfirði. Þeirra börn voru meðal annarra: Síra Markús stiftprófastur í Görðum og Ástríður, er giftist Ólafi Erlendssyni ( sýslumanns Ól- afssonar). — Herdís hét og laundótt- ir Markúsar. Hún giftist Jóni nokkr- um Guðmundssyni og fluttu þau suður áland. Markús Bergsson lét af sýslu- mannsembætti í ársbyrjun 1741, og lézt í Ögri 24. apríl 1741, að því er dr. Hannes Þorsteinsson segir. Þeir Bogi Benediktsson og Espólín telja hins vegar dánarár hans 1742, en vafalaust hefur dr. Hannes réttara fyrir sér. Myndin, sem grein þessari fylg- ir, er mynd sú af Markúsi sýslu- manni, er Hjalti Þorsteinsson tengda- faðir hans málaði og um er getið hér að framan. að hlaupa út úr búðinni, varð honum að, orði: „Guð minn góður, ég sem aldrei hleyp.“ Þetta þótti svo ör- Ugg sönnun fyrir sakleysi hans, að honum var strax sleppt. * * * Hallgrímur ,,læknir“ Jónsson var hagyrðingur ágætur og er til margt lausavísna eftir hann. Einhverju sinni hrökk upp af karl nokkur, alls ómerkur. Gísli sagnfræðingur Kon- ráðsson var beðinn að yrkja eftir- mæli eftir karlinn, en afsakaði sig með því, að hann gæti ekkert um hinn framliðna sagt, því að hann hefði hvorki gert af sér gott né illt. Hallgrímur frétti orð Gísla og kast- aði þá fram þessari eftirmælastöku: Satt um manninn segja ber. Sjálfs að efnum bjó hann. Engum gerði illt af sér eða gott; svo dó hann.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.