Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Qupperneq 4

Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Qupperneq 4
30 ALÞÝÐUHELGIN G U V D E MAUPASSANT: Það var langt liðið á samkvæm- ið: Eiginmenn, gamlir vinir, sem komu saman stöku sinnum frúarlaus- ir, eins og á yngissveinsdögunum. Það var setið lengi yfir borðum, drukkið mikið, spjallað um allt milli himins og jarðar, gamlar og góðar minningar rifjaðar upp, hjartfólgn- ar minningar, sem löðuðu bros fram á varirnar og vöktu ólgu í blóði. Einhver sagði: — Georg, manstu eftir skemmti- ferðinni til Saint Germain með stúlkunum tveim frá Montmartre? — Já, hvort ég man. Og svo voru einstök atvik rifjuð upp, bæði þetta og hitt, þúsund smá- atriðj, sem enn vöktu kæti. Talið barst að hjónabandinu, og allir sögðu þeir einum munni: „Æ, bara maður gæti byrjað lífið að nýju! . . Georg Duportin bætti við: — Það er. merkilegt hvað maður er fljótur að ánetjast. Maður hafði heitið því að gifta sig aldrei, og síö- an fór maður upp í sveit e;tt vorið, það er hlýtt í veori, sumarið tjald- ar sínu fegursta, grasið grær, maour kynnist ur.gri stúlku á heimili vinar síns . . . pang. Og allt er komiö i kring. Maður snýr kvæntur heim aftur, Pétur Létoile hrópaði: — Hárrétt! Þannig fór fyrir mér, þó að í smáat- riðum . . . Ýinur hans greip fram í: — En þú þarft ekki að kvarta. Þú átt beztu konu í heimi, fallega, elskulega, full- komna; þú ert sjálfsagt hamingju- samastur af okkur öllum. Hinn áréttaði: — Það er ekki mér að þakka. — Hvað áttu við? — Það er satt, að ég er vel giftur, en ég geftist konunni minni nauðug- ur. — Segðu okkur frá því! — Já . . . það var þannig. Ég var hálffertugur, og ég hugsaði jafnlít- ið um að kvænast og að hengja mig. í maí var mér boðið til brúðkaups Símonar d'Erabels frænda míns í Normandie. Það var ósvikið Nor- mandie-brúðkaup. Við settumst að borðum klukkan fimm, og klukkan ellefu vorum við enn að éta. Mér var af tilviljun fengið sæíi við hlið ung- frú Dumoulin ofurstadóttur. Hún var ljóshærð, vel vaxin, lagleg og mál- gefin. Hún hékk utan í mér allan daginn, dró mig með sér út í garð- inn, neyddi mig til að dansa við sig, og gerði mer lííið grábölvað. Ég hugsaði: Ég verð að sætta mig við það í dag. En á morgun hypja ég mig. Mælirinn er fullur. Klukkan ellefu fór kvenfólkið til herbergja sinna, en við karlmenn- irnir héldum áfram að drekka og reykja. Gegnum opna gluggana sást bændafólkið dansa. Sveitakarlarnir valhoppuðu frani og aftur og öskr- uðu illimannlegt danslag, sem berg- málaði veikt frá tveim fiðlum og klarinetti, en hljómlistarmennirnir stóðu uppi á eldhúsborði er flutt hafði verið á vettvang í þessu skvni. Öðru hverju yfirgnæfði öskrið í bændunum hljóðfærasláttinn gjör- samlega, og veik og sundurslitin tón- listin virtist falla af himnum ofan eins og rifrildi úr flík, eins og hrat. Úr tveim gríðarstórum ámum, í rjóðri brennandi kyndla, rann vínið í straumum. Tveir karlar höfðu þann starfa að skola glös og könnur í þvottabala og setja þær síðan undir vínbogann úr ámunum. Og þyrst dansfólkið, karlmennirnir rólegii, stúlkurnar sveittar og móðar, rétti fram hendurnar og beið eftir færi á að grípa vínkönnurnar. Og það setti þær á munn sér, kerrti Höfuðið og svalg rautt vínið stórum teygum. Á einu borðinu var brauð, smjör, ostur og brauðhnúðar. Allir fengu sér bita eftir vild. Og undir stjörnubjörtum himninum vai’ þessi heilbrigða og þróttmikla veizlugleði dýrleg sýn og vakti hjá manni löngun að taka þátt í henni og kneifa af miðinum og éta gróft brauð með smjöri og hráum lauk. Ég var kannski dálítið ölvaður, það hlýt ég að viourkenna, en brátt varð ég fullur. Ég hafði náð taki á hendinni á þrekvaxinni bóndakonu, og ég sveifl- aði henni í kringum mig með tryll- ingslegum hraða, þar til ég stóð a öndinni. Svo drakk ég glás af víni og náði mér í aðra skessu. Á eftir svalg.ég úr fullri könnu af eplámiði mér til hreásingar, og byrjaði svo aftur að ærslast eins og vitfirringur. Það var á mér berserksgangur. Piltarnir horfðu á mig með hrifn- ingu, allar stúlkurnar vildu dansa við mig og skokkuðu ^iunglamalega í kringurn mig eins og forvitnar kýr. I.oks um tvöleytið, þegar ég hafði hringsnúist þannig lengi vel og hvolft í ipig úr óteljandi vínkönnum, var ég orðinn svo drukkinn, að ég gat ekki staðið á löppunum. Ég fann hvað mér leið og lagði af stað í bólið. Höllin svaf, hljóð og myrk. Ég hafði engar eldspýtur, og allir voru sofnaðir. Ég var ekki fyrr kom- inn inn í forsalinn, en allt tók að hringsnúast inni í hausnum á mér. Ég ætlaði aldrei að finna stigahand- riðið, en einhvernveginn rambaði ég þó á það að lokum, og ég settist í neðstu tröppuna og reyndi að koma skipulagi á heilastarfsemina. Ég þurfti að ganga upp einn stiga til herbergis míns: þriðju dyr til vinstri. Þvílík heppni, að ég skyldi muna það. Mér óx kjarkur, og ég fór að skreiðast upp stigann tröppa af tröppu, ég ríghélt mér í járn- rimlana til að halda jafnvæginu og ég þrástagaðist á því við sjálfan mig. að ég mætti ekki gera neinn hávaða. Mér skrikaði ekki fótur nema eitt- hvað þrisvar eða fjórum sinnum, en krafturinn í arminum og snarræði viljans björguðu mér frá slysum og tortímingu. Loks komst ég upp á aðra hæð og og staúlaðist með veggnum innar eftir ganginum. Hér eru dyr, cg taldi: ,, Ein“; en allt í einu svimaði ip'g svo ákaft, að ég slöngvaðist í stórum sveig yfir að hinum veggn- um. Mér þótti sú för taka óhugnan- lega langan tíma. Loks fann ég aftur vegginn, þar sem dyrnar voru, og hélt áfram að fikra mig-meðfram honum- Ég kom að öðrum dyrum. Til að koma í veg fyrir mistök, ,hélt ég áfram að telja upphátt: „Tvær“, og lagði svo aftur af stað. Loks kom ég að þriðju dyrunum. Ég sagði: „Þrjár, hér bý ég“ og stakk lyklinum í skrána. Dyrnar opnuðust. Ég hugsaði: „Það eru mínaf, úr því lykillinn gengur

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.