Alþýðuhelgin - 11.03.1950, Síða 8
84
ALÞÝÐUHELGIN
Ægi við hefur enginn þrótt,
eftir gamanxo verður hljótt,
sín til dregur sjórinn flest,
sér góðan hver leyfir bezt,
að eiga þræl fyrir einkavin er allra
verst.
Margur dó, ,sem björgin brást,
brigðul er mörgum kvenna ást,
enginn vinnur allt í senn,
ei eru börn sem nokkrir menn,
eitthver brann, ef eru í eldi járnin
þrenn.
Metin er gjöf við hálfa hlý,
hrís má fella vindi í,
öll er veiðin safi hjá sel,
sá ég rjúka hið dimma él,
ánnarra sjaldan úlfur rekur erindið
vel.
Hjarta-gleði er gáfan mest,
guði að treysta heillin bezt,
öllu betra er æðstur guð,
enginn iifir af sínum auð,
drottins ótti er dýrsta lán og daglegt
brauð.
SMÆLK!
IIÓLK-VÍSURNAK.
í Alþýðuhelgimú 10. des. s.l., þar
sem gerð var nokkur grein fyrir
Birni skáldi Sturlusyni á Þorkótlu-
stöðum í Grindavík (d. 1621), voru
birtar vísur tvær, önnur eftir Björn,
en hin eftir síra Ámunda Ormsson á
Kálfatjörn. Voru vísurnar teknar
eftir „Mönnum menntum! Pals
E. Ólasonar. i'Uöggur maður og
vísnafróður hefur bent blaðinu á, að
vísurnar muni ekki vera réttar, eins
og þær eru þarna prentaðar, heldur
séu þær á þessa leiö:
Vísa Björns:
Eydd eru kol og efni spillt
elds af hita bráðum,
hafðu nú, prestur minn, hvorn þú vi-t
af hólkunum þessum báðum.
Vísa síra Ámunda:
Klerkurinn á Káifatjörn
kveðju sendir búna:
Hafðu þökk fyrir hólkinn, Björn,
hins þarf ég' ekki núna.
Eru vísurnar óneitanlega betri
þannig, hver svo sem vera kann hm
upprunalega mynd þeirra
Ritstjóri:
Stefán Pjetursson.
Alþýðuprentsmiðjan.