Hús & Búnaður - 01.08.1970, Blaðsíða 7

Hús & Búnaður - 01.08.1970, Blaðsíða 7
skipulagðar einu sinni til tvisvar í viku, yfirleitt á sunnudögum og fimmtudagskvöldum. Á þessum tíma voru 50—60 sjúklingar í Arnarholti, aðallega geðsjúkir, en einnig nokkr- ir vangefnir og 3—4 drykkjusjúk- lingar. í byrjun voru heimsóknir TENGLA fremur stuttar, aðallega ætlaðartil þess að kynnast sjúkling- unum og venja þá við utanaðkom- andi aðila. Síðan urðu heimsóknirn- ar lengri, og tókum við þá með okk- ur handavinnukennara, og hófum föndurkennslu. Varð hún brátt til- hlökkunarefni margra, bæði vist- manna og okkar hinna, sem aðstoð- uðum þá við handavinnuna. Á sunnudagseftirmiðdögum í Arnar- holti urðu til margir fallegir munir, smíðaðir, saumaðir og prjónaðir og var sköpunargáfa afar rík í sumum. Kvöldvökurnar voru samt það bezta. Þær voru haldnar einu sinni á mánaðar fresti, og var þá oft glatt á hjalla. Þá veittu okkur lið margir góðir menn, sérstaklega voru har- mónikkuleikararnir vinsælir. Þeir voru alltaf til staðar, og einnig kom fyrir að aðrir skemmtikraftar, t. d. Ómar Ragnarsson o. fl. glöddu sjúklingana með gríni og söng. Kvikmyndir voru sýndar og svo var dansað og sungið til miðnættis, með kaffihléi, þar sem fínar kökur voru á boðstólum. Ég má víst með sanni segja, að heimsóknir TENGLA hafi lífgað upp á tilbreytingarlaust líf sjúklinganna, og er það vissulega mikilvægt að finna árangur af starfi sínu, þó ekki sé nema í einu brosi. TENGLAR munu starfa áfram, og vonandi mun hópurinn, sem vill taka þátt í þessu mikilvæga starfi, halda áfram að stækka, unz allir eru unn- ir og enginn lifir lengur í þeirri trú, að geðsjúklingar séu ekki mann- eskjur, heldur dýr, sem beri að ein- angra frá umheiminum. Það hefur einmitt starfað nokkurs konar klúbb- ur á vegum TENGLA um nokkurt skeið, sem ætlaður er til þess að hjálpa fyrrverandi geðsjúklingum að endurnýja þau tengsl við um- heiminn, er áður voru rofin. Þar er spilað, leikin tónlist og rabbað, og þar fá menn tækifæri til að venjast að nýju því sem áður var. TENGL- AR hafa nú fengið eigin skrifstofu að Fríkirkjuvegi 11 fyrir nokkuð löngu, og þangað geta menn leitað upplýsinga og ráðlegginga, ef ósk- að er, og helzt af öllu komið til starfa. Og von mín er sú, að fljótt vakni allir þeir til umhugsunar, er nú sofa sælir. BJÖRG ÍSAKSDÓTTIR Hettukjóll Hettukjólar eru mikið í tizku núna, enda eru þeir mjög heppilegir fyrir okkar eilífa rok, sem ekki er lengi að rugla á okkur hárinu. Hægt er að nota þá eina sér, og eins eru þeir skemmtilegir við síðbuxur. Þeir geta verið úr allskonar efnum, eftir því við hvaða tækifæri á að nota þá Við í Bjargarbúð höfum þá úr prjónaefni, sem er frekar gróft. Einnig úr trisalon, sem skylt er terylene, en lítur út eins og prjóna- silki. Eins úr 100% rayon, sem er ódýrara, en ber sig mjög vel. Og svo úr ýmsum öðrum efnum. Þær sem þess óska, geta fengið kjólana sniðna og saumað þá sjálfar og sparað sér saumalaun. Einnig höf- um við þá tilbúna fyrir þær, sem það vilja. Á þessum kjól er stór hetta, rennilás og vasar að framan. Hettan er fóðruð með sama efni og uppslögin og vasalokin eru úr. Ef keyptur er sniðinn kjóll, er bezt að byrja á brjóstsaumum, sem merkt er fyrir. Fyrst er betra að leggja framstykkið við sig og at- huga, hvort brjósthæðin er rétt, því Ijótt er þegar saumarnir eru á skökkum stað. Ef þeir eru ekki rétt- ir, þá má hækka þá eða lækka eftir þörfum. Ef hafðir eru vasar, eru þeir saumaðir á, áður en kjóllinn er saumaður saman. Þá er rennilásinn festur í, síðan eru axlasaumar saum- aðir saman, ermarnar settar í, og þá eru ermar og bolur saumuð saman í einu lagi. Ef hettan er tvöföld, sem oft er, þá er báðum helmingum hvolft saman áður en hún er fest við. Ef skreyta á kjólinn með legg- ingum, eru þær ýmist stungnar á í vél eða handsaumaðar. Síðan er kjóllinn faldaðurog pressaður. Þið sem búið úti á landi og óskið eftir frekari upplýsingum, getið hringt eða skrifað til okkar. Munum við þá gera okkar bezta til að verða ykkur að liði. Síminn hjá okkur er 25760. En utanáskrift er Bjargarbúð, Ingólfsstræti 6, Reykjavík. Sendum í póstkröfu um land allt.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.