Nútíminn - 20.05.1961, Side 6

Nútíminn - 20.05.1961, Side 6
6 NÚTÍMINN —-=í5^'X^snEfa. :J^*aCOTS9s^éC ~:4nvllK / ALBERTO MORAVIA: Hjchalíý Framhaldssaga Þýdandi, Sverrfr Haraldsson 0 sínum beztu hæfileikum, til sigurs fyrir aðra og sem aldrei fær að sjá sitt nafn í auglýsingunum, þar sem nöfn leikstjór- ans, leikaranna og framleiðandans eru prentuð, enda þótt tveir þriðju hlutar af örlögum kvikmyndarinnar séu undir honum komnir. Hann getur fengið mjög rausnarlega borgun fyrir starf sitt, en hann getur aldrei sagt: „Það var ég sem gerði þessa mynd ... þessi kvikmynd er ég“. Þetta getur leikstjórinn aðeins sagt, sem er í rauninni sá eini, sem skráir nafn sitt á myndina. Handritaskrifarinn verð- ur hinsvegar að gera sig ánægðan með peningana, sem hann fær, og þeir verða að lokum, hvort sem honum líkar það vel eða illa, hinn raunverulegi og eini tilgangur vinnu hans. Þannig er handritaskrifaranum það eitt eftir skilið, að njóta lífsins, ef hann er fær um það, fyrir þá peninga, sem eru eini árangurinn af erfiði hans og hverfa frá einu handriti til ann- ars, frá gamanleik til harmleiks, frá ævintýramynd til við- kvæmrar tilfinningamyndar, án hvíldar, án hlés, líkast kennslukonu, sem fer frá einu barninu til annar og hefur aldrei tíma til að fá mætur á einu, áður en hún yfirgefur það og snýr sér að öðru. Og að lokum nýtur enginn ávaxtanna af striti hennar og erfiði nema móðirin, sem ein hefur rétt til þess að kalla barnið sitt barn. En auk þessarra ókosta, sem við getum kallað óbreytanlega höfuðgalla, eru líka aðrir í starfi handritaskrifarans, sem eru ekki síður gremjulegir og skapraunandi. Gagnstætt kvik- myndatökustjóranum, sem nýtur talsverðs frelsis og sjálf- stæðis í viðskiptum sínum við framleiðandann, getur hand- ritaskrifarinn aðeins þegið það starf, sem honum býðst, eða hafnað því, en þegar hann hefur einu sinni tekið því, fær hann engu ráðið um val á samstarfsmönnum sínum. Hann er sjálfur valinn, en velur ekki sjálfur. Og þannig verður það, að vegna persónulegrar velþóknunar eða vanþóknunar, henti- semi eða duttlunga framleiðandans.eða einfaldlega vegna til- viljunar, að handritaskrifarinn finnur sig neyddan til að vinna með fólki, sem honum geðjast ekki að, fólki, sem er hon- um ógeðfellt. Að vinna saman við handrit, er ekki eins og að vinna saman á skrifstofu, eða í verksmiðju, þar sem hver maöur hefur sitt eigið starf og þar sem hægt er að draga úr persónulegu sambandi eða jafnvel eyða því algerlega. Að vinna saman að handriti táknar að lifa saman frá morgni til kvölds. Það táknar að hræra sinn eigin skilning, sínar eigin tilfinningar, sinn eigin anda saman við skilning, tilfinning- ar og anda hinna samverkamannanna. Það táknar, í fáum orðum sköpun á ósönnu, tilbúnu sambandi, þessa tvo eða þrjá mánuði, sem verkið tekur, sambandi, sem hefur það eina markmið að búa til kvikmyndina og þar með afla peninga. Þetta samband er þar að auki eitt það versta.sem hugsazt get- ur, mest þreytandi, mest veiklandi og leiðinlegast, vegna þess að það grundvallast, ekki á verki sem unnið er í þögn, eins og störf vísindamanna, sem vinna saman að einhverri tilraun, heldur á hinu talaða orði. Framkvæmdastjórinn kallar sam- verkamenn sina venjulega saman snemma um morrguninn, þvi að það er nauðsynlegt vegna þess stutta tíma sem verk- inu er ætlað. Og frá þvi árla morguns og langt fram á nótt, gera handritaskrifaramir svo ekkert annað en tala, oftast um eitthvað viðkomandi starfinu, en líka oft um eitt og annað, sem ekkert kemur því við. Einn segir kannske sorpritasögur, annar útskýrir gjarnan stjórnmálaskoðanir sínar, sá þriðji sálgreinir eínhvem kunningja sinn, sumir tala um leikara og leikkonur, aðrir leysa frá skjóðunni og segja frá persónu- legum kringumstæðum sínum og einkamálum og á meðan er loftið í vinnustofunni orðið mettað af vindlingareyk, stórir haugar af kaffibollum komnir á borðin innan um handrita- blöffin. Og handritaskrifararnir sjálfir, sem höfffu komið um morguninn vel tilhafðir, snyrtir og vel greiddir, eru um kvöld- ið úfnir, sveittir og óhreinir, á milliskyrtunúm, ver útlltandi en þótt þeir hefðu verið að reyna að nauöga fjörlausri, þrjózkri konu. Auðvitað getur það líka komið fyrir, að mynd- in sé sérstaklega góð og efnismikil, að framkvæmdastjórinn og samverkamenn hans séu fyrirfram tengdir saman af gagn- kvæmri virðingu og vináttu, og að verkið sé raunverulega framkvæmt við hin ákjósanlegustu skilyrði. En slíkt er sjald- gæft — eins og góðar myndir eru sjaldgæfar. Það var eftir að ég hafði gert samning um annað kvik- mynda-handrit — í þetta skipti ekki við Battista, heldur ann- an framleiðanda — að kjarkurinn og einbeitnin yfirgáfu mig skyndilega og ég byrjaði, með vaxandi viðbjóði og gremju, að firrtast við alla þessa ókosti, sem ég hef nú þegar nefnt. Hver dagur líktist þurri eyðimörk, með engar vinjar um- hugsunar eða næðis. Jafnskjótt og ég kom inn í hús fram- kvæmdastjórans og hann tók á móti mér í vinnustofu sinni með setningu eins og: „Jæja, hugsaðirðu um þetta í gær- kvöldi?“ eða „Fannstu nokkra lausn?“ — varð ég gripinn leiðindum og uppreisnaranda. Svo, meðan við vorum að vinna, virtist allt sýkt af óþolinmæði og viðbjóði — útúr- dúrarnir, sem allir starfsmennirnir reyna, eins og ég hef þegar minnzt á, að nota til þess að stytta hinar löngu um- ræðustundir með; skilningsleysið, sljóleikurinn eða einfald- lega skoðanamunur meðal samstarfsmanna minna, jafnvel hrós framkvæmdastjórans fyrir hverja uppfyndningu mína eða ákvörðun, hrós, sem var mér beiskjublandið, vegna þess að mér fannst, eins og ég hef áður sagt, ég vera að helga alla mína krafta og hæfileika einhverju sem snerti mig raunverulega alls ekki neitt og sem ég tók ekki þátt í af fús- um vilja. Þessi síðasti ókostur virtist mér raunverulega þó óbærilegastur þeirra allra, og í hvert skipti sem fram- kvæmdastjórinn stökk upp úr stólnum sínum og hrópaði: „Ágætt! Fyrirtak! Þú ert snillingur!“ þá gat ég ekki varizt því að hugsa, með fyrirlitningu: „Ég hefði getað sett þessa hugmynd í einhvern harm- eða gamanleik eftir sjálfan mig“. Ennfremur tókst mér aldrei, vegna einhverrar undarlegr- ar og biturrar mótsagnar, að bregðast skyldu minni, sem handrita-skrifari. Kvikmyndahandrit eru einna líkust gömlu fereykisvögnunum, þar sem það voru sumir hestarnir, — sterkustu og viljugustu — sem raunverulega drógu vagninn, en hinir þóttust toga og toga, enda þótt þeir létu bara fé- laga sína draga sig áfram. Jæja, þrátt fyrir alla mína and- úð og óþolinmæði, þá var ég alltaf sá hesturinn, sem dró vagninn. Hinir tveir, framkvæmdastjórinn og hinn hand- ritaskrifarinn, starfsbróðir minn, biðu ávallt — eins og ég gerði mér brátt grein fyrir — þegar þeir mættu einhverjum eriðleikum, eftir því að ég kæmi fram með mína lausn. Og enda þótt ég formælti með sjálfum mér bæði samvizkusemi minni og undanlátssemi, þá hikaði ég ekki, heldur benti á hina umbeðnu lausn. Ég var ekki knúinn til þess af einhverj- um samkeppnisanda, heldur einskærri ráðvendni og sam- vizkusemi, sem var sterkari öllum gagnstæðum löngunum mínum:: Mér var borgað, þefes vegna varð ég að vinna. En i hvert skipti blygðaðist ég mín fyrir sjálfan mig og fann bæði til iðrunar og ágirndar eins og ég hefði eyðilagt eitt- hvað ómetanlegt fyrir litla peninga, eitthvað sem ég hefði getað notfært mér miklu, miklu betur. Eins og ég sagði, þá gerði ég mér ekki ljósa alla þessa ó- kosti fyrr en tveimur mánuðum eftir að ég hafði undirrit- að fyrsta samninginn við Battista. Og i fyrstu skildi ég ekki, hversvegna þeir höfðu ekki verið mér augljósir frá byrjun og hversvegna það hafði tekið mig svo langan tíma að verða þeirra var. En, þegar þessar tilfinningar viðbjóðs og misheppnunar vöknuðu í huga mér, við það starf, sem ég hafði áður þráð svo ákaflega, þá gat ég ekki varizt því að setja þær að einhverju leyti i samband viö sambúð okkar Emilíu. Og að lokum varð mér það ljóst, að ég hafði and- styggð á starfinu, vegna þess að Emilía elskaði mig ekki lengur, eða virtist a. m. k. ekki elska mig lengnr. Og, að ég hafði unnið verk mitt með kjarki og trúnaði svo lengi sem ég var viss um ást Emiliu. Nú, þegar ég var ekki lengur viss um hana, hafði kjarkurinn og traustiff yfirgefið mig og mér virtist vinnan engu betri en ánauð, hæfileikasóun og tíma- tap. Ég fór þvi aö lifa eins og maður, sem ber með sér veikleika yfirvofandi sjúkdóms, en getur ekki tekið þá ákvörðun að leita til læknis. Með öffrum orðum, þá reyndi ég að hugsa ekki of mikið um framkomu Emiliu gagnvart mér, eða um starf mitt. Ég vissi að sá dagur kæmi, þegar ég kæmist ekki lengur hjá að hugsa um það, en einungis vegna þess, að ég vissi að það var óhjákvæmilegt, reyndi ég að fresta því eins lengi og hægt væri. Og þannig hélt ég áfram að lifa í þessu sambandi viff Emlliu, sem mér hafði í byrjun virzt óbæri- legt og sem ég reyndi nú árangurslaust að telja sjálfum mér Hvað líður handritahúsinu? Handritamálið er nú aftur á dagskrá. Sumir eru m.a.s. svo bjartsýnir nú, að þeir vænta þess, að þjóðardýrgripir vorir verði fengnir oss í hendur inn- an skamms tíma. En erum vér þá menn til að veita þeim við- töku og varðveita þá? Hvað liður lmmlritahúsinu? B. Anægjuleg hátíðahöld (Framhald af 8. síðu). komi einmitt frá barnastúk- unum. — Var eitthvað fleira gert í sambandi við afmœlið? — Jú, eins og áður segir, var barnatími í ríkisútvarpinu á vegum Unglingareglunar og sunnudaginn 14. þ. m. var fjölbreytt skemmtun í Aust- urbæjarbíói fyrir stúkubörn og gesti þeirra. Unglingaregl- an gekkst fyrir þessari skemmtun undir umsjá Ingi- mars Jóhannessonar, stór- gæzlumanns ungtemplara, og Finnboga Júlíussonar, þing- gæzlumanns ungtemplara. — Þarna sáu börn úr barna- stúkum bæjarins um ýmis skemmtiatriði, svo sem skrautsýningar, leikþætti, tónlist og dans. — Húsið var alveg fullskipað áhorfendum, sem skemmtu sér hið bezta. — Viltu segja eitthvað sér- stakt að lokum? — Ég vil bera fram þá ósk, að við þyrftum ekki að leggja barnastarfið alveg niður að sumrinu. Væri ekki hægt að tengja Jaðar enn meira starf- inu en gert er? Þetta er spurning, sem ég vil að ráða- menn reglunnar íhugi. Nútíminn þakkar Ólafi kœr- lega fyrir viðtalið. E. Unglingareglan . . . (Framhald af 5. síðu.) sem Stórstúka íslands stofn- aði blaöið 1898 og hefur gefið það út síðan. Nú flytur Æsk- an reglulega fréttir og frá- sagnir af starfi bamastúkn- anna, en hún hefur alltaf verið ötull málsvari bindind- ismálsins og flutt skemmti- legt og fræðandi lesefni við barna hæfi. Bókaútgáfa á vegum Æskunnar hófst 1930 og hefur aukizt jafnt og þétt síðan. Hefur hún geflð út fjölda góðra barna- og ungl- ingabóka.

x

Nútíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.