Morgunblaðið - 24.12.2011, Qupperneq 1
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Persónulega finnst mér þetta vera besta ár lands-
liðsins. Einu vonbrigðin voru jafnteflið á móti
Belgíu en við náðum að leggja mjög sterkar þjóðir
að velli í fyrsta inn þegar við unnum Dani og Svía á
Algarve-mótinu sem og Kína og þá náðum við að
vinna Norðmenn í mótsleik sem var mjög mik-
ilvægt og setti okkur í kjörstöðu í riðlinum. Eini
leikurinn sem tapaðist á árinu var á móti Banda-
ríkjunum, besta liði heims, í úrslitaleik á mótinu í
Algarve. Það var samt hörkuleikur og ég get ekki
annað en verið virkilega ánægður með árið,“ sagði
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvenna-
landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið.
Stelpurnar hans Sigurðar Ragnars eru í 15. sæti
á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í
gær. Það er sama sæti og liðið var í á haustdögum,
besta staða þess frá upphafi, en Ísland hefur fært
sig upp um tvö sæti frá því á sama tíma í fyrra.
Íslenska liðið lék níu landsleiki á árinu 2011. Það
vann sjö þeirra, gerði eitt jafntefli og tapaði ein-
um, umræddum úrslitaleik gegn Bandaríkjunum,
2:4. Liðið skoraði 19 mörk gegn 7 í þessum níu
leikjum.
Miklu fleiri lið orðin góð
„Þegar maður skoðar heimslistann núna og ber
hann saman við listann fyrir nokkrum árum sér
maður að það eru miklu fleiri lið orðin góð. Stóru
liðin hafa verið að misstíga sig og í dag er orðið lít-
ið um einhverja létta leiki,“ sagði Sigurður.
Framundan er spennandi ár hjá kvennalands-
liðinu en líkt og undanfarin ár tekur það þátt í Alg-
arve-mótinu í febrúar og tekur síðan upp þráðinn í
undankeppni EM í apríl en Ísland trónir á toppi
riðilsins, er með þriggja stiga forskot á Belga en
þjóðirnar mætast í Belgíu í byrjun apríl.
„Ég hef boðað 40 manna hóp á milli jóla og ný-
árs sem gæti orðið framtíð landsliðsins næstu þrjú
árin. Auðvitað geta fleiri leikmenn dottið inn, við
ætlum að fara yfir framtíðarmarkmiðin og dag-
skrá landsliðsins. Við ætlum að halda áfram að
bæta okkur og stefnum hærra. Framtíð landsliðs-
ins er björt. Það eru ungir og efnilegir leikmenn að
koma og okkar bestu leikmenn að gera enn betri
hluti.“
Þrjár í átta liða úrslitum Meistaradeildar
„Við erum til að mynda með þrjá leikmenn í átta
liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það er
greinilegt að okkar leikmenn eru orðnir mjög eft-
irsóttir. Íslenskir leikmenn hafa skapað sér orð-
spor. Þeir eru duglegir, vinnusamir, góðir í fót-
bolta og hafa náð góðum árangri,“ sagði Sigurður
og er ekki í nokkrum vafa um að fjölgun atvinnu-
manna hefur gert landsliðið enn betra.
„Stór hluti af því að liðinu gengur vel er að við
erum komnir með marga atvinnumenn sem geta
einbeitt sér að íþróttinni allt árið,“ sagði Sigurður.
„Besta ár landsliðsins“
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, bjartsýnn
fyrir hönd liðsins Ísland endar árið í 15. sæti heimslistans og í 9. sæti í Evrópu
Ljósmynd/Algarvephotopress
Fagnað Íslenska kvennalandsliðið lagði nokkrar af sterkustu þjóðum heims á árinu og hér fagna Katrín Ómarsdóttir og fleiri marki í sigurleik gegn Svíum.
LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 2011
íþróttir
Landsliðið Guðmundur Þ. Guðmundsson er bjartsýnn fyrir Evrópumótið í Serbíu þrátt fyrir fjar-
veru Ólafs Stefánssonar. Vel mannaðir í þeirri stöðu. Ánægður með dagskrána fram að EM 4
Íþróttir
mbl.is
Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið hefur ákveðið að veita Hand-
knattleikssambandi Íslands þriggja
milljóna króna styrk til að standa
straum af kostnaði við þátttöku
kvennalandsliðsins í heimsmeist-
aramótinu í Brasilíu fyrr í þessum
mánuði.
Frá þessu er skýrt á vef HSÍ en
þar kemur fram að sambandið hafi
fengið bréf frá ráðuneytinu þar
sem liðinu er óskað til hamingju
með frábæran árangur á HM í
Brasilíu. Hann gefi fyrirheit um
framtíðina og sé mikil hvatning fyr-
ir afreksíþróttir kvenna. vs@mbl.is
Þriggja millj-
óna styrkur til
HSÍ vegna HM
Ryan Giggs,
velska goðsögnin
í liði Englands-
meistara Man-
chester United,
komst á marka-
listann í úrvals-
deildinni þetta
tímabilið með því
að skora gegn
Fulham á Craven
Cottage í vik-
unni. Honum hefur þar með tekist
að skora öll 22 tímabilin sem hann
hefur leikið með Manchester Unit-
ed í efstu deild. „Ég var að byrja að
verða áhyggjufullur að ná ekki að
skora á þessu tímabili. Á síðustu
leiktíð skoraði ég í einum af fyrstu
leikjum okkar svo ég hafði engar
áhyggjur eftir það,“ sagði Giggs við
MUTV-sjónvarpið. gummih@mbl.is
Var orðinn
áhyggjufullur
Ryan
Giggs
Knattspyrnu-
maðurinn Hann-
es Þ. Sigurðsson
verður ekki
áfram í her-
búðum rússneska
liðsins Spartak
Nalchik. Samn-
ingur Hannesar
við félagið rann
út á dögunum en
hann yfirgaf FH í
ágúst og gerði samning við liðið
sem gilti til 15. desember. Hannes
lék sex leiki með liðinu í rússnesku
úrvalsdeildinni en það er frá borg-
inni Nalchik, skammt frá landa-
mærum Rússlands og Georgíu í
Kákasusfjöllum.
„Það fer vonandi allt í gang hjá
mér í janúar. Ég stefni á að spila
áfram erlendis en hvar er ekki ljóst
ennþá,“ sagði Hannes við Morgun-
blaðið í gær. gummih@mbl.is
Hannes yfir-
gefur Kákas-
usfjöllin
Hannes Þ.
Sigurðsson