SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 2
2 11. desember 2011
Bergljót Arnalds gaf út nýja barnabókfyrir tveimur vikum sem nefnist Ís-lensku húsdýrin og Trölli og hefurverið á topp tíu metsölulistanum fyrir
barna- og unglingabækur síðan þá. Bergljót er
annars nýkomin heim af stórri hátíð í Noregi
sem nefnist Hjertefred. Á þessa hátíð, sem er
haldin til að minnast fallinna ástvina, var henni
boðið til að syngja frumsamið lag fyrir þær þús-
undir sem mættu á hátíðina. En Bergljót er ekki
aðeins kunn af bókum sínum heldur einnig fyrir
þá árlegu hvatningarhátíð sem hún heldur hér í
Reykjavík og nefnist Kærleikar.
Eftir að Bergljót kom heim frá hátíðinni fór
hún strax að kynna bókina sína en lenti þá í
óhappi. Í myndatöku þarsem hún var að lesa úr
bók uppi á hesti fældist hann og jós þannig að
hún flaug upp í loftið og skall á bakinu í götunni
og hryggbrotnaði. Brotið varð rétt fyrir neðan
banakringluna og hún segist hafa verið mjög
heppin að brotið skyldi ekki hafa komið aðeins
hærra því þá hefði hættan á lömun eða andláti
verið mikil.
Bergljót er nýkomin heim af spítalanum en
þarf að vera rúmföst. Aðspurð hvernig hún hafi
það segir hún að sér finnist þetta ganga mjög vel
miðað við aðstæður.„Það eru miklir verkir en á
vissan hátt er gott að vera með verki, því það
segir mér að ég sé með skynjun og þær mik-
ilvægu taugar hafi ekki skaddast verulega. Ég fer
ekkert út að árita en ég get fylgt bókinni eftir
með símtölum héðan úr rúminu, til dæmis
með því að hringja í þig,“ segir hún og hlær.
Aðspurð um hvað nýjasta bókin hennar fjalli
segir hún að sagan segi frá litlum tröllastrák
sem hefur villst af leið. „Hann ratar ekki heim
og rekst á bóndabæ þar sem hann hittir fullt af
furðuverum sem segjast vera íslensku hús-
dýrin,“ segir Bergljót. „Hann kynnist þeim og
saman hjálpa þau honum að finna aftur leiðina
heim. Hvert og eitt þeirra notar sinn hæfileika
eða sitt einkenni til þess að hjálpa honum. Til
dæmis þefar hundurinn leiðina aftur, kýrin
gefur honum mjólk að drekka. Hesturinn ber
hann þegar hann er þreyttur. Kindin veitir
honum hlýju þegar honum er kalt. Þannig læra
börnin um húsdýrin á meðan þau lesa bókina.
Inn í söguna flétta ég leiki þannig að þau
geta upp á hver er með tagl, hver er með stél
og hver með skott. Svo fela hænuungarnir sig á
síðum bókarinnar og krakkarnir geta dundað
sér við að finna þá.
Síðan er boðskapur til þjóðfélagsins alls, sem
er að allir hafa eitthvað fram að færa. Þegar við
vinnum saman að ákveðnu markmiði er miklu
líklegra að það náist. Kötturinn kemst að því
að þótt hundurinn fari voðalega í taugarnar á
honum hefði þeim aldrei tekist að bjarga
tröllastráknum nema með því að vinna sam-
an.“
Jólabækur
Inntak nýrrar barnabókar Bergljótar Arnalds um Trölla tröllastrák og íslensku húsdýrin er sá boðskapur til þjóð-
félagsins alls að allir hafa eitthvað fram að færa.
Húsdýrin koma
til barnanna
Bergljót Arnalds gefur út barnabók um lítinn tröllastrák
sem villst hefur af leið nú fyrir jólin en hún lenti í alvarlegu
slysi í síðustu viku við kynningu á bókinni þegar hestur jós
henni af baki.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Barnabækur
Bónusstelpan
Ragna Sigurðardóttir
Mál og menning
Viðfangsefni sögunnar eru sótt í
okkar nánasta veruleika. Þarna
eru helgarpabbinn og lyklabarnið,
ömurlegar aðstæður andlega
sjúkra einstaklinga sem sumir
hverjir eru heimilislausir, anda- og
kraftaverkatrúin, sem alltaf virðist svo grunnt á
með Íslendinga, og myndlistarsköpun ungs
fólks í dag, sem á stundum vill verða meira um
yfirborð en djúphugsuð viðbrögð við umhverfi
og samfélagi. Allt þetta blandast á snarpan og
forvitnilegan hátt í Bónusstelpunni, sem er án
efa besta skáldsaga Rögnu til þessa.
Einar Falur Ingólfsson
Farandskuggar
Úlfar Þormóðsson
Veröld
Þetta er stutt og knöpp bók en segir
þó furðu mikla sögu; sögu
einstaklings en um leið sögu
íslensks alþýðufólks á öldinni sem
leið, þetta er saga um erfiða
lífsbaráttu en líka um það það hvað tengsl
náinnaættmenna geta verið flókin, og jafnvel full
af leyndarmálum sem erfitt er að komast að.
Einar Falur Ingólfsson
Fimm þjófar
Jónn Páll Björnsson
Tindur
Sveitapilturinn Atli Oddgeirsson
kemur til borgarinnar Lyos í leit að
hamingjunni með dularfullan
hamar í mal á bakinu. Þar kemst
hann í kynni við bófaflokk með
sérkennilegan leiðtoga,
vellauðugan furðufugl sem virðist stunda glæpi
til þess helst að upplifa spennu, þó að auðurinn
sé líka freistandi. Samhliða því sem Atli hinn
ungi kemst í tæri við lífið í borginni miklu og
dularfullu leitar norn að töfragrip sem stefnt
getur heiminum í voða. Árni Matthíasson
Gestakomur í Sauðlauksdal
Sölvi Björn Sigurðsson
Sögur
Bók Sölva Björns er
bráðskemmtileg. Sá stíll sem menn
skrifuðu á 18. öld var
þunglamalegur og stundum
uppskrúfaður. Sölvi Björn tekst á við
þennan stíl og býr til fínan texta. Hann nær vel
andblæ þess tíma sem hann lýsir. Það kann að
vera að sumum sem aldrei hafa lesið texta frá
18. öld og þekkja lítið sögu þessa tímabils þyki
stundum erfitt að ná sambandi við bókina, en að
lesa bók á að vera áskorun. Þegar saman fer
skemmtun og áskorun, eins og í þessari bók,
hefur sannarlega vel tekist til. Egill Ólafsson
Hjarta mannsins
Jón Kalman Stefánsson
Bjartur
Það gerist mikið í þessari bók og
það koma margir við sögu. Textinn
er ljóðrænn og afskaplega
myndrænn, sagan rann eins og
kvikmyndafilma í gegnum hausinn
á mér við lesturinn. Hún er full af fallegum
orðum og stórkostlegum setningum, sagan er
sterk og svo áhrifamikil að stundum þurfti að
leggja frá sér bókina til að ná andanum, átta sig
á lífinu. Bókin heitir Hjarta mannsins og líklega
ekki að ástæðulausu, held ég að enginn
skáldskapur hafi komist eins nálægt því og
þessi. Jón Kalman leikur á alla lífsins strengi af
mikilli list og skapar stórkostlegt verk. Bókin er
eins og lífið; sorgir og sigrar, draumar, ást og
hamingja, örvænting og hin venjulega
lífsbarátta en þó fyrst og fremst gangur
hjartans sem er undirstaða alls.
Ingveldur Geirsdóttir
Jarðnæði
Oddný Eir Ævarsdóttir
Bjartur
Sjálfsæviskrif Þórbergs
Þórðarsonar koma einna helst
upp í hugann við lestur Jarðnæðis.
Yfir skrifunum svífur sama
einlægnin og hnyttnin, andinn
svolítið barnslegur þannig að
minnir nokkuð á Ofvitann. Oddný er algerlega
laus við allt sem heitir tilgerð, textinn er sannur
og meitlaður og gríðarlega fyndinn á köflum.
Hér er engu ofaukið og einskis vant og í
heildina er þetta einlæg og bráðskemmtileg
bók, sneisafull af skemmtilegum pælingum og
fallegum setningum. Anna Lilja Þórisdóttir
Lygarinn
Óttar M. Norðfjörð
Sögur
Styrkur bókarinnar liggur fyrst og
fremst í hraðri, spennandi og
skemmtilegri atburðarás. Hún er
nokkuð flókin á köflum, en Óttar
byggir hana þannig upp að
lesandinn stendur sig aldrei að því að vita ekki
hvað er að gerast. Til að geta haldið svona
mörgum þráðum í einu þarf rithöfundur að búa
yfir mikilli leikni og það er gaman að sjá þetta
takast svona vel. Gáturnar í bókinni eru
skemmtilegt uppbrot og Óttari tekst vel að
halda þræðinum í þeim. Á köflum hefði mátt
huga betur að stíl og orðalagi, en kannski hefði
einn yfirlestur í viðbót náð að bæta úr því?
Anna Lilja Þórisdóttir
Meistari hinna blindu
Elí Freysson
Sögur
Það er mikið myrkur í bókinni, allir
litir myrkir, gráir og brúnir og svartir,
en líka fullt af rauðu, blóðrauðu.
Þetta er ævintýrasaga eins og þær
gerast bestar í útlandinu, ill öfl,
myrkir galdrar og endalausir bardagar. Ég kann
líka vel að meta bækur sem enda, ef svo má
segja, því lokaorrusta bókarinnar hnýtir söguna
saman á skemmtilegan hátt þó að ýmislegt sé
enn ósagt, enda er hér aðeins komið fyrsta
bindið af þríleik. Kom þægilega á óvart. Árni
Matthíasson
Myrknætti
Ragnar Jónasson
Veröld
Ragnar Jónasson sýnir í þessari
bók að hann er efnilegur
höfundur. Hann byggir söguna
upp af vandvirkni og býr til ágæta
fléttu. Honum liggur hins
Með heiminn í vasanum
Margrét Örnólfsdóttir
Bjartur
Ég ætla að koma mér beint að
efninu og segja að Með heiminn í
vasanum er stórskemmtileg bók,
bæði spennandi og fyndin ...
Undirrituð stóð sig að því að
vonast eftir hinum fullkomna góða endi þar
sem allir verða vinir til æviloka, en Margrét er
raunsærri en svo. Án þess að predika tekst
henni að vekja lesandann til umhugsunar um
eigin ábyrgð sem þátttakandi í þessu
neyslusamfélagi. Mér þætti gaman að heyra
meira af Ara og Kötlu næstu jól.
Una Sighvatsdóttir
Ljóð
Blindir fiskar
Magnús Sigurðsson
Uppheimar
Í þessari annarri ljóðabók
Magnúsar á ljóðmælandinn oft í
baráttu við hvort tveggja, ljóðin
sjálf og orðin sem sýnilega eru
tálguð til og skorin niður áður en
þeim er hleypt á síðurnar – hér
birtist meitlaður og lærður kveðskapur og
Magnús sýnir, rétt eins og í frumraun sinni,
Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu, sem hlaut
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar
fyrir þremur árum, að hann er efnilegt skáld –
og gott skáld þegar honum tekst best upp.
Einar Falur Ingólfsson
Söknuður
Matthías Johannessen
Veröld
Sjaldan hef ég hrifist eins af
ljóðabók við fyrsta lestur og
nýútkominni bók Matthíasar
Johannessen, Söknuði. Hún er ort
í kjölfar mikils áfalls höfundar í
skugga láts eiginkonu hans og sá missir, sorgin
og söknuðurinn setja mark sitt á þessa bók.
Matthías er einn af brautryðjendum hins opna
ljóðs og í þessari ljóðabók eru ljóðin ekki
eingöngu opin heldur eru þau mörg hver eins
og opið hjartasár ... Það er ekki síst opinská
einlægni Matthíasar sem hrífur mig í þessari
bók og hæfileiki hans til að miðla tilfinningum
sínum og hugrenningum í ljóðrænum búningi. Í
mínum huga er þetta einhver besta bók hans.
Skafti Þ. Halldórsson
Skáldskapur