Morgunblaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.2012, Blaðsíða 10
10 finnur.is 22. mars 2012 É g er eins og alltaf að skrifa nokkur kvikmyndahandrit en starfa jafnframt við hina dásamlegu Djöflaeyju á RÚV þar sem ég er einn fjögurra þátta- stjórnenda,“ segir Vera Sölvadóttir leikstjóri. „Þar að auki er ég að vinna að tónlistar- myndbandi sem ég leikstýri fyrir einstaka söngkonu og tónlistarmann, vinkonu mína Jarþrúði Karlsdóttur, sem á eftir að láta að sér kveða hér á landi í nánustu framtíð.“ Ekki er allt upptalið; Vera lætur líka að sér kveða á tónlistarsviðinu. „Ég ætla að syngja inn á norska plötu; verð gestasöngvari ásamt Jarþrúði vinkonu minni. Við höfum áður sung- ið inn á safnplötu fyrir sama aðila, Thomas Robsahm, og nú vill hann fá okkur til að syngja inn á nýjustu afurð sína. Við tökum því að sjálf- sögðu fagnandi. Upptökur, útsetning og hljóð- blöndun fara fram í Noregi en við munum syngja inn á lögin hér heima. Meðal annarra gestasöngvara á plötunni má nefna Anneli Drecker sem meðal annars er þekkt fyrir að syngja með Röksopp, A-ha og Bel Canto.“ Duglegri að elda í Frakklandi Vera hefur margt á sinni könnu og segir eldamennskuna sitja á hakanum í augnablik- inu. „Ég er mjög ódugleg við að elda þessa dagana. Þegar ég bjó í Frakklandi var ég miklu duglegri. Þá fannst mér líka gaman að fara út í búð eða á markaði að kaupa í matinn. Það er einhvern veginn ekki alveg sami sjarminn hér heima að kaupa inn.“ Hún segist helst elda fisk, en líka kjöt og grænmeti. „Ég er með æði fyrir rótargrænmeti þessa stundina en það gæti breyst á morgun. Hér heima er gott að matreiða fisk. Það er erf- iðara að finna annað hráefni eftir árstíðum en maður getur verið viss um að fá alltaf góðan fisk. Svo er íslenskur saltfiskur alveg eðal. Ég slæ í gegn á sumrin þegar ég elda fyrir túrist- ana en ég vinn stundum sem leiðsögumaður með franska ferðamenn og útbý þá saltfisk á portúgalskan máta.“ Margt undarlegt í gangi Aðspurð kveðst hún hugsa um hollustuna. „Ég held að ég borði frekar hollan mat. Ég forðast allt sem ég veit ekki hvað er. Til dæmis kjöt sem ég get ekki greint eða skærbláa drykki! Það er margt mjög undarlegt í gangi í sambandi við mat og ég tel að maður verði að fara varlega. Matarvenjur mínar breytast og taka mið af því hvar ég er stödd í heiminum en ég held að ég hafi orðið meðvitaðri með ár- unum. Ég fer langoftast í mína hverfisbúð sem er Melabúðin. Ef ég er í stórinnkaupum fer ég kannski í stórmarkaði en það er sjaldan. Það eru nokkrar fiskbúðir í borginni sem eru frá- bærar, mér finnst samt að það mætti bæta við einni í Kvosina. Mér finnst gott að fara út borða en ég bý í miðbænum og fer því sjaldn- ast langt. Það eru ansi margir mjög fram- bærilegir veitingastaðir í bænum. Fiskmark- aðurinn er frábær, Grillmarkaðurinn sömuleiðis. Svo hef ég alltaf verið hrifin af Horninu sem aldrei breytist.“ beggo@mbl.is Vera Sölvadóttir dagskrárgerðarkona, leikstjóri, og söngkona Forðast skærbláa drykki Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vera Sölvadóttir eldar helst fisk og henni finnst vanta fiskbúð í Kvosina. Vera Sölvadóttir stýrir Djöflaeyjunni, skrifar kvikmynda- handrit og syngur innan tíðar inn á norska plötu. Saltfiskur að hætti Portúgala 600-800 g vel útvatnaður saltfiskur (lundir eða „loins“) 1 kg kartöflur 10 vel þroskaðir tómatar, eða 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 græn paprika, skorin í ræmur fersk basilíka 1 stór laukur 5-8 hvítlauksrif 12-15 svartar ólífur ólífuolía kjúklingasoð hveiti salt og pipar Veltið saltfiskbitunum upp úr hveiti og snögg- steikið þá á báðum hliðum á pönnu í heitri olíu. Tómatsósa Skerið laukinn í bita og steikið við vægan hita þar til hann er orðinn glær. Bætið við hvítlauknum og paprikunni og látið malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið nú við tóm- ötum og einum bolla af kjúklingasoði og látið sjóða í 15-20 mínútur. Ólífunum er síðast bætt út í og einni matskeið af niðurskorinni basilíku. Skvetta af bal- samik-ediki skemmir ekki og loks er piprað vel. Skerið kartöflurnar í þunnar skífur og setjið í ofnfast mót sem búið er að smyrja með ólífuolíu. Stráið örlitlu salti og pipar yfir. Hellið nú tómatsósunni yfir kartöflurnar og setjið salt- fiskinn efst, þannig að roðið snúi upp. Bakist í ofni við 200 °C í 30-40 mín. Gott að bera fram með heimalagaðri aioli-sósu og grófu brauði. 12. þáttur Fylgstu með í MBL sjónvarpi alla miðvikudaga. Grænmetissúpa með linsum Þessa súpu er einfalt að mauka fyrir litla munna. Þessa súpu má svo sannarlega frysta í glerkrukku til að nota síðar (ég tek alltaf úr frysti kvöldið áður en ég ætla að nota súpuna og læt hana þiðna inni í ísskáp). Rauðar linsur þarf aðeins að sjóða í 20 mínútur og koma þær í staðinn fyrir kjöt í máltíð hvað varðar prótein og eru fremur ódýr matur og því sérlega hentugar í grænmetissúpur á veturna til dæmis! 2. Á meðan laukurinn og kryddið mýkist skuluð þið þvo paprikuna, kjarnhreinsa hana og skera í munnbita og bæta út í pottinn. 3. Næst skuluð þið þvo sætu kartöfluna og afhýða (til dæmis með kartöfluflysjara), skera svo í munnbita og setja út í pottinn. 4. Þvoið kúrbítinn og skerið í munnbita og bætið út í pottinn. 5. Skolið linsubaunirnar í sigti og setjið svo í pottinn ásamt vatni, tómötum, kókosmjólk og grænmetiskrafti. 6. Látið súpuna sjóða við lágan hita í um 20mínútur og ef þið eigið kombu þara er gott að setja smá ræmu (3 cm) út í en það dregur úr loftmyndandi áhrifum baunanna og gefur kraft einnig. Ég skola ræmuna fyrst og set hana svo út í. 1 laukur (og má nota blaðlauk) 1 msk. paprikukrydd 1 lárviðarlauf 2-3 hvítlauksrif 1 rauð paprika 1 sæt kartafla 1 kúrbítur 2 dl rauðar linsur 1 L. vatn 1 dós eða um 400 g niðursoðnir tómatar (eða lífrænt tómat pass- ata) eða ferskir tómatar skornir 1 dós eða um 400 g kókosmjólk 3 lífrænir, msg- og gerlausir græn- metisteningar (eða 3 msk.) 1. Skerið laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið í smá vatni (notið vatn í staðinn fyrir olíu) í sæmilega stórum potti ásamt kryddinu við lágan hita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.