Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Í GRINDAVÍK Stefán Stefánsson ste@mbl.is „Ég get alveg vanist því í hverjum leik,“ sagði Atli Jóhannsson, sem skor- aði tvö mörk, jafnvel þrjú, fyrir Stjörn- una í 4:1 sigri Garðbæinga á Grindavík suður með sjó í gærkvöldi þegar leikið var í 4. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildar. Grindvíkingar fengu óskabyrjun með marki Gavin Morrison eftir 27 sekúndur en það tók Garðbæinga að- eins rúmar 7 mínútur að jafna. Töl- urnar segja til um hvernig liðin stóðu sig í heildina því þær eiga aðeins við um seinni hálfleikinn. Sá fyrri var jafn og bæði lið spiluðu vel á vellinum, börðust og byggðu upp ágætar sóknir. Fljótlega eftir hlé hrundi síðan vörn Grindvíkinga þegar þrautreyndir leikmenn gerðu kæruleysisleg mis- tök, sem kostuðu hvert markið á fæt- ur öðru og það verður að segja gest- unum til hróss að þeir nýttu sér færin vel. Atli markaskorari sagði sitt lið alltaf hafa haft undirtökin. „Ég veit ekki hvort hægt sé að segja að við höfum verið í ströggli fyrir hlé, að vísu skora Grindvíkingar og við björgum á línu en að öðru leyti skapa þeir ekki mikið. Við skorum og eigum skot í slá en í heildina fannst mér við samt betra liðið í fyrri hálfleik og mun betri í seinni hálfleik,“ bætti Atli við og taldi liðið á góðu skriði. „Við erum komnir með átta stig og höfum ekki tapað leik ennþá, við munum byggja á því og nóg eftir svo það verður að halda dampi og fjölga sig- urleikjunum“. G g þ f h s Garðbæingar  Atli Jóhannsson með tvö eða þrjú í 4:1 sig umferðir í deildinni  Grindvíkingar sitja á b 1 1:0 1. Grindavík byrjaði meðboltann, lék upp vinstri kant- inn, gefið var fyrir inn í miðjan vítateig þar sem varnarmanni tókst ekki að hreinsa frá markinu nema að víta- teigslínu. Þar mætti Gavin Morrison og skaut í vinstra hornið eftir aðeins 27 sekúndur. 1:1 8. Daníel Laxdal komst upphægri kantinn og gaf fyrir á miðja markteigslínu þar sem Atli Jó- hannsson var mættur og mokaði bolt- anum í mitt markið. SLÁ 23. Garðar Jóhannssonfékk sendingu frá hægri kanti inn í miðjan vítateig Grindavíkur, náði boltanum glæsilega niður en skaut í þverslána upp við vinstra horn- ið og út af. FÆRI 41. Fyrirgjöf Ray Ant-hony frá vinstri kom niður á markteigslínu og Tomi Ameobi skallaði í átt að vinstra horninu en Garðbæingurinn Baldvin Sturluson var á staðnum og skallaði boltann frá markinu. FÆRI 47. Halldór OrriBjörnsson tók horn- spyrnu frá vinstri og gaf út að víta- teigshorninu þar sem Hörður Árnason kom á fullri ferð og skaut á mitt mark- ið en Óskar Pétursson markmaður sló boltann yfir. 1:2 58. Glórulaust kæruleysivarnarmanna Grindvíkinga á vinstri kantinum og Garðbæingar hirtu af þeim boltann. Við vinstra markteigshornið gaf Hörður Árnason á Atla Jóhannsson sem þrumaði út við stöng vinstra megin. 1:3 62. Garðar Jóhannsson gafupp hægri kantinn þar sem Kennie Chopart hafði alveg gleymst og var aleinn. Hann rakti boltann rétt inn fyrir vítateig Grindavíkur og þrumaði í vinstra hornið. 1:4 68. Kennie Chopart átti fyr-irgjöf frá hægri kanti og alveg upp við marklínu náði Mads Laudrup að skalla en boltinn fór af Atla Jó- hannssyni eða varnarmanni og í netið. FÆRI 90. GrindvíkingurinnÓli Baldur Bjarnason gaf fyrir frá hægri og rétt innan við marklínu skallaði Páll Guðmundsson en þó það hafi verið hnitmiðað var það laust og Ingvar varði á línu. I Gul spjöld:Marko Valdimar (Grindavík) 12. (brot), Ondo (Grindavík) 18. (brot). I Rauð spjöld: Engin. MMM Enginn. MM Enginn. M Ray Anthony Jónsson (Grindavík) Mikael Eklund (Grindavík) Pape Mamadou Faye (Grindavík) Baldvin Sturluson (Stjörnunni) Garðar Jóhannsson (Stjörnunni) Halldór Orri Björnsson (Stjörnunni) Atli Jóhannsson (Stjörnunni) Kennie Chophart (Stjörnunni)  Atli Jóhanns- son skoraði sitt 20. mark í efstu deild þegar hann gerði sitt annað mark í leiknum og kom Stjörn- unni í 2:1.  Ekki lá ljóst fyrir í gærkvöld hvort Atli hefði skorað þriðja markið eða hvort um sjálfsmark hefði verið að ræða. Markið var skráð á Atla á leikskýrsl- unni en miðað við myndatöku Stöðvar 2 Sport var það sjálfsmark.  Markaskorarar Grindavíkur í deild- inni til þessa eru af ýmsum þjóðernum: Ondo, Ameobi, Faye, Eklund og Morrison. Einn er þó íslenskur þrátt fyrir nafnið, Pape Mamadou Faye. Þetta gerðist á Grindavíkurvelli Atli Jóhannsson Í LAUGARDAL Tómas Þór Þórðarson tomas@mbl.is Eftir tvö töp í röð náðu nýliðar Sel- foss aftur í þrjú stig þegar þeir lögðu Fram á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi, 2:0. Viðar Örn Kjartansson og Joe Til- len skoruðu mörkin í sanngjörnum sigri Selfyssinga. Undirritaður skrifaði um fyrri hálfleik FH-inga og Framara í Morgunblaðið í 2. umferð að hann hefði verið svo leiðinlegur að fólk í stúkunni hefði verið byrjað að geispa. Fyrri hálfleikurinn í gærkvöldi kenndi manni að spara lýsingarorðin því hann var enn leiðinlegri en sá í Krikanum um daginn. Það gerðist aðeins eitt. Viðar Örn Kjartansson brenndi af dauðafæri. Hann bætti þó upp fyrir það snemma í fyrri hálfleik þegar hann krækti í vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur. Viðar er allur að koma til eftir meiðsli og er leikmaður sem Selfoss þarf sárlega á að halda ætli liðið að gera eitthvað í sumar. Gæða- munurinn á honum og Senegalanum Ndiyaye er mikill. Joe Tillen innsiglaði sigur Fram- ara undir lokin þegar hann skoraði af miklu harðfylgi en framganga Framliðsins í því marki undirstrik- aði það sem var að þeim bláu í gær- kvöldi. Þeir voru undir í baráttunni. Sjaldséður hlutur hjá strákunum hans Þorvaldar. Vissulega hefðu hlutirnir getað breyst ef Steven Lennon hefði ekki varið skot liðsfélaga síns, Sam Hew- son, á línu Selfyssinga en fyrir utan það fengu Framarar engin færi. Sel- fossliðið var skipulagt, baráttuglatt og vann leikinn sanngjarnt. Enginn áhugi á Selfossliðinu Selfyssingar hafa spilað vel í öll- um leikjum sínum til þessa. Það var þó kominn tími á að fá aftur stig fyr- ir sinn fína leik fannst Viðari Erni þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir leik. „Það gefur okkur ekkert að vera góðir gegn Selfossi og FH og tapa. Það pælir enginn í því í september. Við spiluðum vel í dag og fengum stig. Það er það sem skiptir máli,“ sagði Viðar. Hann útskýrir hrakspárnar fyrir mót svona: „Menn horfðu á leikina á undirbúningstímabilinu. Þar vantaði fullt af mönnum sem voru ekki komnir. Þegar það var talað um okk- ur voru kannski nefndir einhverjir þrír leikmenn og svo búið. Það sýndi okkur enginn áhuga. Við vitum samt að við getum vel endað í 12. sæti og ætlum því bara að berjast áfram. Við höfum fulla trú á þessu,“ sagði Viðar Örn Kjart- ansson. „Það sýndi okkur enginn áhuga“  Nýliðar Selfoss unnu sanngjarnan sigur á Fram, 2:0 Skoraði Viðar Örn Kjartansson kom Selfyss í höggi við Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, fyrrve Grindavíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 4. umferð, mánudag 21. maí 2012. Skilyrði: Suðaustan kaldi, hiti um 9 stig, þurrt og sólskin en talsvert ösku- ský lá yfir vellinum. Skot: Grind. 6 (3) – Stjarnan 12 (4). Horn: Grindavík 7 – Stjarnan 6. Lið Grindavíkur: (4-3-3) Mark: Óskar Pétursson. Vörn: Loic Mbang Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Mikael Eklund, Ray Anthony Jónsson. Miðja: Gavin Morrison (Alex Freyr Hilmarsson 71.), Marko Valdimar Stefánsson, Scott Ramsay (Páll Guðmundsson 51.). Sókn: Óli Baldur Bjarnason, Tomi Ameobi, Pape Mamadou Faye (Jordan Edridge 83.). Lið Stjörnunnar: (4-4-2) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Jóhann Laxdal, Baldvin Sturluson (Snorri Páll Blöndal 73.), Al- exander Scholz, Hörður Árnason. Miðja: Mads Laudrup (Gunnar Örn Jónsson 78.), Daníel Laxdal, Atli Jó- hannsson, Halldór Orri Björnsson. Sókn: Kennie Chophart (Bjarki Páll Ey- steinsson 83.), Garðar Jóhannsson. Dómari: Þorvaldur Árnason – 8. Áhorfendur: 775. Grindavík – Stjarnan 1:4 Pepsi-deild karla Grindavík – Stjarnan ............................... 1:4 Fram – Selfoss.......................................... 0:2 Staðan: ÍA 4 4 0 0 8:4 12 FH 4 3 1 0 6:1 10 Stjarnan 4 2 2 0 9:5 8 KR 4 2 1 1 8:7 7 Valur 4 2 0 2 4:3 6 Selfoss 4 2 0 2 5:5 6 Keflavík 4 1 1 2 7:5 4 Breiðablik 4 1 1 2 1:4 4 Fylkir 4 0 3 1 4:5 3 Fram 4 1 0 3 4:7 3 ÍBV 4 0 2 2 4:6 2 Grindavík 4 0 1 3 5:13 1 1. deild kvenna B HK/Víkingur – Keflavík .......................... 0:0 Svíþjóð Sundsvall – Elfsborg ............................... 0:3  Ari Freyr Skúlason fyrirliði Sundsvall tók út leikbann vegna gulra spjalda.  Skúli Jón Friðgeirsson hjá Elfsborg er frá keppni vegna meiðsla. GAIS – IFK Gautaborg ........................... 1:1  Hjálmar Jónsson hjá Gautaborg fór meiddur af velli á 8. mínútu og Hjörtur Logi Valgarðsson kom í hans stað. Staðan: Elfsborg 11 9 0 2 20:7 27 Malmö 11 6 3 2 19:15 21 Häcken 11 6 2 3 28:12 20 AIK 11 4 6 1 14:9 18 Helsingborg 11 4 5 2 11:11 17 Åtvidaberg 11 5 1 5 20:17 16 Mjällby 11 3 7 1 16:14 16 Norrköping 11 5 1 5 16:24 16 IFK Gautaborg 11 3 5 3 15:14 14 Syrianska 11 4 1 6 12:17 13 Djurgården 11 2 6 3 14:15 12 Sundsvall 11 3 3 5 12:13 12 Kalmar 11 3 3 5 11:15 12 GAIS 11 1 6 4 11:14 9 Gefle 11 1 5 5 5:16 8 Örebro 11 0 4 7 9:20 4 B-DEILD: Brage – Öster........................................... 0:1  Davíð Þór Viðarsson lék allan leikinn með Öster. Ängelholm – Falkenberg........................ 1:3  Heiðar Geir Júlíusson kom inn á hjá Ängelholm á 80. mínútu. KNATTSPYRNA Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, undanúrslit: LA Clippers – San Antonio................ 99:102  San Antonio vann einvígið 4:0 og mætir Oklahoma Thunder eða LA Lakers sem mættust í nótt. Sjá nánar um þann leik á mbl.is. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi-deildin: Selfossvöllur: Selfoss – FH ................. 19.15 Bikarkeppni karla, 2. umferð: Siglufjarðarvöllur: KF – Þór.................... 19 Í KVÖLD! Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður Lilleström í Noregi og 21 árs landsliðsins í knattspyrnu, vekur stöðugt athygli fleiri liða og TV2 í Noregi segir að ensku liðin Everton og Ipswich og belgísku meistararnir Anderlecht hafi ver- ið með sína fulltrúa á vellinum á sunnudaginn þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Sogndal, 1:0. Björn skoraði markið á loka- mínútu leiksins og tryggði Lille- ström langþráðan fyrsta sigur á þessu tímabili. TV2 segir að fulltrúar liðanna þriggja hafi mætt á Åråsen, heimavöll félags- ins, til að skoða Björn en hann hefur nú skorað 7 mörk í síðustu fjórum leikjum Lilleström í deild- inni. vs@mbl.is Everton líka með Björn í sigtinu? Björn Bergmann Sigurðarson Laugardalsvöllur, Pepsi-deild karla, 4. umferð, mánudag 21. maí 2012. Skilyrði: Gola, léttskýjað, 10 gráðu hiti,völlurinn góður. Skot: Fram 5 (2) – Selfoss 7 (4). Horn: Fram 4 – Selfoss 4. Lið Fram: (4-3-3) Mark: Ögmundur Kristinsson. Vörn: Daði Guðmunds- son (Jón Gunnar Eysteinsson 56.), Alan Lowing, Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son, Sam Tillen. Miðja: Halldór Her- mann Jónsson, Sam Hewson, Almarr Ormarsson. Sókn: Kristinn Ingi Hall- dórsson (Orri Gunnarsson 51.), Hólmbert Aron Friðjónsson (Svein- björn Jónasson 69.), Steven Lennon. Lið Selfoss: (4-3-3) Mark: Ismet Duracak. Vörn: Ivar Skjerve, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Endre Ove Brenne, Andri Freyr Björnsson. Miðja: Babacar Sarr, Robert Sand- nes (Ingólfur Þórarinsson 90.), Jon André Röyrane. Sókn: Ólafur Karl Finsen (Joe Tillen 66.), Jón Daði Böðvarsson, Viðar Örn Kjartansson (Moustapha Cissé (82.). Dómari: Kristinn Jakobsson – 7. Áhorfendur: 1.320. Fram – Selfoss 0:2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.