Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Í kjölfar hrunsins og þess vantrausts sem þá skapaðist milli almenn- ings og stofnana sam- félagsins hefur krafan um aukið vægi borg- aranna við ákvarð- anatöku orðið háværari. Sú hugmyndafræði felur í sér kröfu um að stjórn- málin temji sér aðra nálgun gagnvart al- menningi með áherslu á hlutlausa upplýsingamiðlun til kjósenda í mál- um sem lúta beinni ákvarðanatöku þeirra og virðingu fyrir þeirri nið- urstöðu sem meirihlutinn telur besta hverju sinni. Bein ákvörðun kjósenda krefst jafnframt ábyrgðar af þeim sjálfum og skyldu þeirra til að kynna sér helstu þætti viðkomandi máls og áhrif þess. Í haust munu íbúar Garðabæjar og Álftaness ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. Þrátt fyrir að hér sé um að ræða íbúakosningu samkvæmt lagaákvæðum sem komu til löngu fyr- ir hrun gilda í raun sömu lögmál hér og í öðrum beinum kosningum um einstök samfélagsmálefni. Mögulegri sameiningu sveitarfélaganna fylgja kostir og gallar eins og öðrum sam- einingum sveitarfélaga og spurn- inguna nálgast íbúar sveitarfélag- anna frá ólíkum sjónarhornum. Frá sjónarhorni Álftnesinga má ætla að málið snúist fyrst og fremst um að lækka óheyrilegar skuldir sveitarfélagsins. Skuldastaða upp á 7,2 milljarða miðað við árslok 2009 mun lækka niður 3,2 milljarða við sameininguna. Þessi lækkun er að hluta til send öllum skattborgurum landsins en skýrist einnig af um- skiptum í rekstri sveitarfélagsins og því að kröfuhafar sveitarfélagsins lækka skuldir í formi afskrifta. Eft- irstöðvarnar, 3,2 milljarðar, verða hluti af skuldum sameinaðs sveitarfé- lags. Frá sjónarhorni Garðbæinga felur sameining þessara sveitarfélaga í sér yf- irtöku á talsvert meiri skuldum en hvíla nú þegar á íbúum bæj- arins. Fjárhagsstaða Garðabæjar er með því besta sem þekkist með- al íslenskra sveitarfé- laga, þökk sé staðfestu kjörinna fulltrúa við að viðhalda slíkri stefnu og ábyrgri stjórn starfsmanna bæj- arfélagsins við að fram- kvæma hana. Ef marka má nið- urstöðu bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ undanfarin kjörtímabil tel ég á engan hallað þegar sagt er að um þessa áherslu ríkir talsvert mikil sátt í Garðabæ. Þessi áhersla hefur lagt grunninn að umgjörð sem gerir það að verkum að t.d. margir aðfluttir Garðbæingar eins og ég sjálfur eru afar stoltir af þessu bæjarfélagi. Við sameiningu sveitarfélaganna aukast skuldir frá því sem nú er um liðlega 150.000 kr. á hvern íbúa Garðabæjar. Það gera liðlega 600.000 kr. á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Frá sjónarhorni Garðbæinga hlýtur því sú lykilspurning að vakna hver sé raunverulegur ávinningur við að sameina sveitarfélögin. Hvað kem- ur í staðinn fyrir þá fórn sem felst í aukinni skuldaaukningu við samein- inguna? Hver og einn þarf að svara þessari spurningu fyrir sig en fyr- irsvarsmenn sveitarfélaganna þurfa að draga fram upplýsingar um þetta lykilatriði fyrir umræðuna. Í maí 2010 setti Garðabær sér lýð- ræðisstefnu fyrst íslenskra sveitarfé- laga. Með henni var vilji sveitarfé- lagsins til samráðs við íbúa sína og aukinnar þátttöku þeirra í ákvarð- anatöku og stefnumótun staðfestur. Ég hvet íbúa Garðabæjar og Álfta- ness til að kynna sér sjálfstætt þá þætti sem mikilvægastir eru við sam- einingu þessara sveitarfélaga, kosti og galla hennar svo ákvörðun ykkar, hver svo sem hún verður, megi verða sem upplýstust. Fyrirhugaðar íbúa- kosningar um sameiningu Garðabæjar og Álftaness Eftir Eirík S. Svavarsson » Sú spurning vaknar hver sé raunveru- legur ávinningur við sameininguna. Hvað kemur fyrir þá fórn sem felst í aukinni skulda- aukningu við samein- inguna? Eiríkur S. Svavarsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Erum við ekki flest stöðugt að reyna að vera eitthvað? Reyna að sanna okkur hvert fyrir öðru og umhverf- inu? Veistu að ég þekki engan sem er bara al- gjörlega með þetta. Engan sem er með allt sitt á hreinu og er ekki í stöðugu ströggli við sjálfan sig. Engan sem veit allt, kann allt og skilur allt. Ég þekki engan og veit ekki um neinn sem glímir ekki stöðugt við sjálfan sig og ímynd sína, hverskyns tilvistarspurningar, Guð, heilsufar sitt, fjárhag eða samskipti við sam- ferðamenn. Og berst þannig daglega hinni hörðu lífsbaráttu á einhverjum sviðum. Að fá að vera maður sjálfur Það er þess vegna sem mér finnst svo gott að vita til þess að mega og geta falið mig kærleikans Guði á vald. Þeim Guði sem er höfundur og full- komnari lífsins. Þeim Guði sem er stærri og meiri en við getum ímyndað okkur. Þeim Guði sem elskar okkur eins og við erum. Það er nefnilega eftir allt saman ekki undir okkur komið hvað um okk- ur verður og hvernig allt fer að lokum, heldur honum sem lífið gefur og hefur í hendi sinni, hvernig sem allt fer. Honum sem einn getur viðhaldið lífi okkar um alla eilífð. Þegar ég finn mig lítils virði, líður illa, er umkomulaus, þá finnst mér ekkert betra en mega horfa í augun á Jesú. Eftir því sem ég horfi lengur og dýpra finn ég nefnilega að ég er elskaður af ómót- stæðilegri ást. Þá finn ég hve óendanlega dýr- mætur ég er í augum Guðs. Elskaður út af líf- inu, elskaður af sjálfu lífinu, höfundi þess og fullkomnara. Honum sem segir: Hjarta yðar skelfist ekki. Farðu af stað í þessum styrkleika þínum, og þú munt sigra. Ég heiti því að vera með þér og sleppi hendi minni ekki af þér. Áformum þínum mun framgengt verða séu þau mér til dýrðar og sam- ferðafólki þínu til blessunar. Því að máttur minn fullkomnast í gegnum þinn veikleika. Hluti af eilífri áætlun Ævinnar gleði er nefnilega eitthvað svo skelfing skammvinn og hin verald- lega velgengni völt. Sigrarnir geta vissulega verið sætir en kransarnir eru bara eitthvað svo ótrúlega fljótir að fölna. Hin varanlega gleði er hins vegar fólgin í því að eiga nafn sitt ritað með himnesku letri í lífsins bók. Gleðj- umst þeirri gleði, hún er sigursveigur sem ekki mun fölna. Sú gleði veitir nefnilega varanlega hamingju. Hamingju sem byggð er á djúpri alvöru. Ég hef nefnilega þá trú að ævinnar ljúfustu og bestu stundir séu aðeins sýnishorn af því sem koma skal. Aðeins forrétturinn að hinni var- anlegu himnesku veislu sem koma skal. Þess vegna finnst mér svo dýrmætt og gott að mega signa mig kvölds og morgna og jafnvel um miðjan dag áð- ur en gengið er til verka. Minna mig þannig á hver ég er, hverjum ég til- heyri og hvert ég þrái að stefna. Fela mig þannig og öll mín verk og mál gjafara lífsins á vald, í trausti þess að hann muni vel fyrir sjá. Hin harða lífsbarátta Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Ævinnar gleði er eitthvað svo skelfing skammvinn og hin ver- aldlega velgengni völt. Sigrarnir sætir en kransarnir svo ótrúlega fljótir að fölna. Höfundur er rithöfundur. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Veggfóður í úrvali Úrval - gæði - þjónusta Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.