Morgunblaðið - 12.11.2012, Blaðsíða 1
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Eggert
Gunnþór Jónsson gekk á föstudaginn var frá 28
daga lánssamningi við enska B-deildarliðið
Charlton en Eskfirðingurinn hefur nær ekkert
fengið að spila með Úlfunum á tímabilinu.
Charlton er nýliði í B-deildinni en það vann
C-deildina í vor með yfirburðum. Liðið er Ís-
lendingum ágætlega kunnugt en Hermann
Hreiðarsson lék með því við góðan orðstír
ásamt því að Rúrik Gíslason var á mála hjá fé-
laginu.
„Þessi möguleiki kom upp
í byrjun vikunnar og síðan
fóru Úlfarnir og Charlton að
ræða saman. Þetta gekk
hægt til að byrja með en
seinni partinn á föstudaginn
náðist samkomulag,“ segir
Eggert Gunnþór í viðtali við
Morgunblaðið.
„Ég er nokkuð sáttur og
var alltaf klár í þetta. Það er
ekki mikið að gera fyrir mig
hjá Úlfunum þessa dagana,“ segir Eggert sem
hefur ekki sóst eftir neinum skýringum frá
Ståle Solbakken, knattspyrnustjóra Úlfanna,
varðandi veru sína í frystinum.
„Ég er ekkert að banka upp á hjá honum og
væla um af hverju hann noti mig ekki. Hann
velur sitt lið og ég virði það. Ég þarf ekki neinar
útskýringar á því hvers vegna hann notar mig
ekki,“ sagði Eggert og skildi Norðmaðurinn vel
af hverju Eggert vildi komast í burtu á lán.
Fall er vonandi fararheill hjá Eggerti því
hann meiddist strax á fyrstu æfingu með Charl-
ton á laugardaginn og gat ekki verið með liðinu
í sigrinum gegn Bristol City í gær.
„Það var einn sem ákvað að bjóða mig vel-
kominn. Hann tæklaði mig með takkana upp
þegar ég var að fara að skjóta á markið. Ég er
alveg stokkbólginn núna og gat ekki spilað leik-
inn. Þetta er þó vonandi ekkert alvarlegt,“ seg-
ir Eggert sem horfði þó á leikinn og líst vel á
liðið.
„Þetta lítur vel út. Það var mjög jákvætt að
ná sigri gegn Bristol og klúbburinn virðist
skemmtilegur.“
Eggert færir sig um set til London næsta
mánuðinn eða svo og við tekur einvera að hætti
atvinnumannsins. „Ég verð bara á hóteli meira
og minna að horfa á dvd. Maður hefur gert
þetta áður,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson
hress að lokum.
Boðinn velkominn með tæklingu
Eggert Gunnþór Jónsson var tæklaður illa á fyrstu æfingu með Charlton og gat ekki spilað
Eggert Gunnþór
Jónsson
MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2012
ÍÞRÓTTIR
Badminton Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir náðu besta árangri Íslendinga á
hinu sterka alþjóðlega badmintonmóti Iceland International sem lauk í TBR-húsinu í gær 3
Íþróttir
mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Við-
arsdóttir, landsliðskonur í knatt-
spyrnu, eru líklega á förum frá
sænska úrvalsdeildarfélaginu
Örebro eftir fjögurra ára dvöl þar.
Þær hafa hinsvegar fullan hug á að
spila áfram í Svíþjóð.
Edda og Ólína hafa verið í stórum
hlutverkum hjá Örebro sem var í
ágætri stöðu í efri hluta deildarinnar
fyrstu þrjú árin, endaði alltaf í 5.
sæti, og varð bikarmeistari 2010. Í
ár gekk hinsvegar illa, liðið var í fall-
hættu undir lokin og endaði í 10.
sæti af 12 liðum. Ólína lék ekkert
með liðinu í ár þar sem hún fór í
barneignarfrí og þær Edda eign-
uðust dóttur í vor en hún er nú byrj-
uð að æfa af fullum krafti á ný.
„Við erum ekki bjartsýnar á að
vera áfram hjá Örebro. Félagið hef-
ur ekki efni á að vera með lið sem
getur náð árangri í þessari deild og
við höfum ekkert heyrt frá for-
ráðamönnum þess eftir að tímabilinu
lauk,“ sagði Edda við Morgunblaðið.
„Við verðum að sjá til hvernig
þetta þróast en við höfum allavega
fullan hug á að spila áfram í Svíþjóð.
Aðalmálið er að geta búið okkur af
fullum krafti undir EM næsta sum-
ar, svo við komum til greina þegar
Sigurður Ragnar velur liðið fyrir
keppnina,“ sagði Edda, sem er næst-
leikjahæsta landsliðskona Íslands
frá upphafi með 97 landsleiki.
Hún hefur spilað 78 af 88 leikjum
Örebro í úrvalsdeildinni undanfarin
fjögur ár og skorað 9 mörk. Ólína
spilaði 53 leiki og skoraði 2 mörk.
Edda og
Ólína á
förum?
Ætla að vera
áfram í Svíþjóð
Morgunblaðið/Kristinn
Vonbrigði Þorgerður Anna Atladóttir, landsliðskona í handknattleik, stóð sig vel í leikjunum tveimur gegn hinu sterka rúmenska liði Zalau á Hlíðarenda.
Það dugði þó ekki til því Valskonur þurftu að sætta sig við það hlutskipti að falla úr keppni á færri mörkum skoruðum á útivelli. »8