Morgunblaðið - 16.01.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.2013, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2013 Systurnar Hrafnhildur Ósk, Dagný og Drífa skoruðu helming marka Ís- landsmeistara Vals þegar liðið lagði Hauka í Vodafonehöllinni í úrvals- deild kvenna, N1-deildinni, í hand- knattleik í gærkvöldi, 32:26. Hrafn- hildur var markahæst þeirra systra með 10 mörk, Dagný skoraði fimm og Drífa eitt fyrir Íslandsmeistarana sem áfram sitja á toppi deildarinnar með 24 stig að loknum 12 leikjum. Haukar eru í áttunda sæti með 8 stig eftir 11 leiki. Marija Gedroit var markahæst hjá Haukum með 11 mörk og yfirburðakona í liðinu. Valur hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og var með sex marka forskot þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 18:12. Fram heldur áfram að fylgja Val sem skugginn. Framarar lögðu HK- inga, 27:21, í Digranesi í gærkvöldi eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:9. Fram hefur 22 stig að loknum 12 leikjum en HK er í fjórða til sjötta sæti ásamt FH og Stjörnunni með 14 stig eftir 12 leiki. Elísabet Gunnarsdóttir skoraði níu af mörkum Fram-liðsins. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir skoraði mest HK- inga, fjögur. iben@mbl.is Óbreytt staða  Systur með helming marka Vals í sex marka sigri liðsins á Haukum Morgunblaðið/Kristinn Fljót Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir hornamaður Fram á fullri ferð án þess að Heið- rún Björk Helgadóttir fái rönd við reist í viðureign liðanna í Digranesi í gærkvöld Í SEVILLA Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Stórbrotinn varnarleikur og frábær markvarsla Björgvins Páls Gúst- avssonar lagði grunninn að mikil- vægum sigri Íslendinga á Makedóníu- mönnum, 23:19, á heimsmeistara- mótinu í handknattleik í Sevilla í gærkvöld. Með þessum sigri tryggði íslenska liðið sér nánast farseðilinn í 16-liða úrslitin og nú bíðum við þess aðeins að vita hverjir mótherjar okk- ar manna verði. Í aðdraganda leiksins talaði Aron Kristánsson, þjálfari íslenska lands- liðsins, um að halda þyrfti stórskytt- unni Kirl Lazarov í skefjum auk miðjumannsins og línumannsins og það má með sanni segja að lærisvein- ar Arons hafi tekið þjálfara sinn á orðinu. Lazarov, sem er af mörgum talinn vera ein mesta skyttan í veröld- inni í dag, skoraði ekki með skoti utan af velli, miðjumaðurinn skoraði eitt og varnarjaxlarnir Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson, sem voru stór- kostlegir í hjarta varnarinnar, náðu að halda línumanninum eins vel niðri og hægt er. Aron Pálmarsson var með Lazarov í vasanum í vörninni og sókn- armenn Makedóníu hlaupu hreinlega á vegg. Íslenski varnarmúrinn var ókleifur stóran hluta leiksins og til marks um það tók það Makedóníu- mennina tæpar 7 mínútur að komast á blað í leiknum og þeir skoruðu fyrsta markið sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútna leik. Frábær byrjun Byrjunin var stórkostleg hjá ís- lenska liðinu. Íslendingar skoruðu fjögur fyrstu mörkin í leiknum en rétt eins og í leiknum á móti Rússunum gekk sóknarleikurinn ekki sem skyldi. Makedóníumönnum tókst með harð- fylgi að jafna metin í 8:8 og 10:10 var staðan í hálfleik í miklum átakaleik. Eins og áður segir áttu Makedóníu- mennirnir í mesta basli að finna smugur á vörn Íslendinga í byrjun seinni hálfleiks og rétt eins og í byrj- un leiksins skoruðu Íslendingar fjög- ur fyrstu mörkin og sú forysta sem Ís- lendingar náðu á þessum kafla var ekki gefin ekki. Fjögurra marka sigur varð staðreyndin og þungu fargi létt af íslensku strákunum. Það eiga margir leikmenn íslenska liðsins hrós skilið fyrir frammistöðu sína en þegar öllu er á botninn hvolft var sigurinn liðsheildarinnar þar sem allir lögðu sitt af mörkum til að inn- byrða frábæran baráttusigur. Björg- vin átti frábæran leik í markinu, Vign- ir og Sverre voru eins og tveir Heimaklettar í miðri vörninni, Ásgeir Örn og Aron jörðuðu andstæðinga sína í vörninni og það er klárt að leik- urinn vannst á þessum hlutum sem eru svo mikilvægir þættir í þessari íþrótt. Sóknarleikurinn enn vandamál Vissulega veldur sóknarleikurinn manni nokkrum áhyggjum en oft var vandræðagangur á honum. Ásgeir var líkt og í Rússaleiknum allt of ragur við að skjóta á markið og Snorri Steinn var líka lítið ógnandi. Það lenti of oft á Aroni að taka af skarið og þó svo að hann hafi ekki alltaf hitt á þann stað sem hann vildi skilaði hann góð- um leik í vörn og sókn. Hornamenn- irnir Guðjón Valur og Þórir voru drjúgir og það var klókt hjá Aroni þjálfara að hreyfa vel við liðinu sem kemur örugglega til góða í leiknum við Dani í kvöld. Reiður Róbert Gunnarsson kom við sögu í leiknum gegn Makedóníu þrátt fyrir m Makedóníumenn hlup  Stórbrotinn varnarleikur og frábær markvarsla lagði grunninn að sigri  16-liða úrslit handan hornsins Ljósmynd/Hilmar Þór Góður Björgvin Páll Gústavsson ánægður í leikslok í gærkvöld. A-RIÐILL Túnis – Svartfjallaland....................... 27:25 Abdelhak Ben Salah 6, Aymen Toumi 5, Is- sam Tej 4, Amine Bannour 4 – Fahrudin Melic 6, Vasko Sevaljevic 5. Þýskaland – Argentína....................... 31:27 Patrick Wiencek 7, Patrick Groetzki 4, Adrian Pfhal 4, Kevin Schmidt 4 – Diego Simonet 9, Sebastián Simonet 7. Frakkland – Brasilía........................... 27:22 Michael Guigou 6, Daniel Narcisse 5, Je- róme Fernandez 3, Luc Abalo 3, Samuel Honrubia 3 – Alexandro Pozzer 4. Staðan: Frakkland 3 3 0 0 89:69 6 Túnis 3 2 0 1 79:78 4 Þýskaland 3 2 0 1 87:75 4 Brasilía 3 1 0 2 69:80 2 Argentína 3 1 0 2 75:81 2 Svartfjallaland 3 0 0 3 71:87 0 Leikir í dag: 15.00 Brasilía – Túnis 17.30 Þýskaland – Svartfjallaland 19.45 Argentína – Frakkland Lokaumferð á föstudag: 15.00 Argentína – Túnis 17.15 Frakkland – Þýskaland 19.45 Svartfjallaland – Brasilía B-RIÐILL Katar – Rússland ................................. 22:29 Wajdi Sinen 5, Charafeddine Boumendjel 4, Eldar Memisevic 3 – Timur Dibirov 6, Alexei Rastvortsev 4. Makedónía – Ísland ............................. 19:23 Stojanche Stoilov 4, Kiril Lazarov 4, Dejan Manaskov 4 – Guðjón Valur Sigurðsson 9, Þórir Ólafsson 6, Aron Pálmarsson 5. Danmörk – Síle .................................... 43:24 Anders Eggert 9, Hans Lindberg 5, Ras- mus Lauge 4, Jesper Nöddesbo 4, Henrik Möllgaard 4, Lasse Svan Hansen 4 – Ro- drigo Salinas 10. Staðan: Danmörk 3 3 0 0 115:78 6 Rússland 3 2 0 1 86:78 4 Ísland 3 2 0 1 86:71 4 Makedónía 3 2 0 1 83:81 4 Katar 3 0 0 3 79:104 0 Síle 3 0 0 3 74:111 0 Leikir í dag: 14.45 Makedónía – Rússland 17.00 Síle – Katar 19.15 ÍSLAND – Danmörk Lokaumferð á föstudag: 14.45 Rússland – Síle 17.00 ÍSLAND – Katar 19.15 Danmörk – Makedónía C-RIÐILL Suður-Kórea – Hvíta-Rússland.......... 20:26 Eom Hyo-Won 7, Kim Se-Ho 5, Na Seung- Do 4 – Siarhei Rutenka 11, Maxim Babic- hev 4, Dzianis Rutenka 4. Serbía – Sádi-Arabía........................... 30:20 Momir Ilic 8, Marko Vujin 8, Rajko Prod- anovic 5 – Ahmad Alabdulali 8, Hussein Al- mohsin 4, Mustafa Alhabib 4. Slóvenía – Pólland............................... 26:24 Borut Mackovsek 8, Jure Dolenec 7, Drag- an Gajic 7 – Bartosz Jurecki 5, Michal Ju- recki 5, Krzystof Lijewski 5. Staðan: Serbía 3 3 0 0 95:70 6 Slóvenía 3 3 0 0 91:73 6 Pólland 3 2 0 1 76:61 4 Hvíta-Rússland 3 1 0 2 76:78 2 Suður-Kórea 3 0 0 3 69:91 0 Sádi-Arabía 3 0 0 3 56:90 0 Leikir á morgun: 14.45 Slóvenía – Hvíta-Rússland 17.00 Sádi-Arabía – Suður-Kórea 19.15 Pólland – Serbía Lokaumferð á laugardag: 14.45 Hvíta-Rússland – Sádi-Arabía 17.00 Pólland – Suður-Kórea 19.15 Serbía – Slóvenía D-RIÐILL Alsír – Egyptaland .............................. 24:24 Mohamed Aski Mokrani 5, Omar Benali 5, Riad Chehbour 5 – Ahmed Mostafa 9, Mohamed Hisham 4, Mohamed Alaa 3. Spánn – Ástralía .................................. 51:11 Albert Rocas 9, Antonio García 7, Ángel Montoro 6, Valero Rivera 6 – Callum Mo- uncey 4, Tommy Fletcher 3. Króatía – Ungverjaland ..................... 30:21 Ivan Cupic 8, Marko Kopljar 6, Domagoj Duvnjak 6 – Szabolcs Szöllösi 5, Laszló Nagý 5. Staðan: Spánn 3 3 0 0 107:49 6 Króatía 3 3 0 0 97:54 6 Ungverjaland 3 2 0 1 96:66 4 Egyptaland 3 0 1 2 71:85 1 Alsír 3 0 1 2 58:82 1 Ástralía 3 0 0 3 37:130 0 Leikir á morgun: 15.45 Ástralía – Alsír 18.00 Ungverjaland – Spánn 20.15 Króatía – Egyptaland Lokaumferð á laugardag: 15.45 Egyptaland – Ástralía 18.00 Spánn – Króatía 20.15 Ungverjaland – Alsír Framhaldið Sextán liða úrslitin hefjast á sunnudag þeg- ar liðin úr A- og B-riðlum leika sín á milli, A1–B4, A2–B3, A3–B2 og A4–B1. Á mánu- dag leika síðan liðin úr C- og D-riðlum sín á milli á sama hátt, þ.e. C1–D4, C2–D3, C3– D2 og C4–D1. HM Í HAND- BOLTA 2013 San Pablo-höllin í Sevilla, lokakeppni HM karla, B-riðill, þriðjudaginn 15. janúar 2013. Gangur leiksins: 4:0, 5:4, 7:4, 8:8, 10:8, 10:10, 14:10, 14:12, 18:13, 18:15, 20:17, 22:17, 23:19. Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9/5, Þórir Ólafsson 5/1, Aron Pálm- arsson 5, Vignir Svavarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Makedóníu: Stojanche Stoilov 4, Kiril Lazarov 4/2, Dejan Manaskov 3, Fi- lip Mirkulovski 2, Naumce Mojsovski 2, Velko Markoski 2, Nikola Markoski 1, Vancho Dimovski 1. Varin skot: Borko Ristovski 19 (þar af 6 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Jiry Novotny og Václav Hora- cek frá Tékklandi. Áhorfendur: Um 3.500. Ísland – Makedónía 23:19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.