Morgunblaðið - 05.03.2013, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2013
ÍÞRÓTTIR
Meistaradeildin Seinni leikur Manchester United og Real Madrid fer fram á Old Trafford í kvöld. Sæti í átta
liða úrslitum í húfi. Öruggt að Giggs spilar sinn þúsundasta leik. 4
Íþróttir
mbl.is
Ólafur Guð-
mundsson, lands-
liðsmaður í hand-
knattleik,
skoraði fjögur
mörk fyrir
Kristianstad og
var næst-
markahæstur
þegar liðið vann
Lugi HF á úti-
velli 25:23 í efstu
deildinni í Svíþjóð í gærkvöldi. Afar
góð úrslit fyrir Ólaf og samherja
hans því Lugi er í toppsæti deild-
arinnar með 40 stig. Kristianstad er
í fjórða sæti með 37 stig en Guif er í
þriðja sæti, einnig með 37 stig, en
það er lið bræðranna Kristjáns og
Hauks Andréssonar.
Elvar Friðriksson skoraði tvíveg-
is fyrir Hammarby þegar liðið vann
Ystad 27:24 á heimavelli.
Ólafur með
fjögur á móti
toppliðinu
Ólafur
Guðmundsson
Ekki var mikið
um dýrðir hjá
deildarmeist-
urum Sundsvall
Dragons í gær-
kvöldi en liðið
lék þá heimaleik
á móti Uppsala
sem reyndar
skipti litlu máli
því Sundsvall
hafði þegar
tryggt sér efsta sætið fyrir úr-
slitakeppnina. Sundsvall tapaði
stórt 69:102 fyrir Uppsala sem er í
öðru sæti deildarinnar. Hlynur
Bæringsson fyrirliði gerði 22 stig
og Jakob Sigurðarson var með 11
stig. kris@mbl.is
22 stig Hlyns
breyttu litlu
Hlynur
Bæringsson
AFP
Taplausir Patrick Sharp (10), Viktor Stalberg (25), Marcus Kruger (16), Nick Leddy (8) og Patrick Kane (88) og samherjar þeirra í Chicago Blackhawks
hafa haft ríka ástæðu til að fagna í vetur því liðið er taplaust eftir fyrstu tuttugu og tvo leiki sína í hinni sterku NHL-deild í íshokkí.
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Körfuknattleiksdeild KR hefur
ákveðið að gera breytingar á þjálf-
un karlaliðs félagsins í körfuknatt-
leik. Netmiðillinn Karfan.is
greindi frá því í gærkvöldi að
Gunnari Sverrissyni hefði verið
sagt upp sem aðstoðarþjálfara KR
og Finnur Freyr Stefánsson tæki
við af honum.
Landsliðsmaðurinn Helgi Már
Magnússon er spilandi þjálfari
KR-inga og hefur Gunnar stjórnað
liðinu af hliðarlínunni. Gunnar
mun hafa ákveðið að láta af störf-
um sem þjálfari tveggja yngri
flokka hjá félaginu í kjölfarið af
þessari ákvörðun stjórnarinnar.
Finnur Freyr er einnig þjálfari
kvennaliðs félagsins og hefur lengi
þjálfað yngri flokka hjá félaginu.
Hann mun því koma að þjálfun
beggja meistaraflokksliðanna, líkt
og Hrafn Kristjánsson gerði um
tíma.
Böðvar Guðjónsson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR, sagði í
samtali við Karfan.is að Finnur
mundi einnig stjórna æfingum hjá
karlaliðinu fyrir utan að stjórna
því í leikjum. Álagið á Helga Má
mun því minnka og hann getur
eytt meiri kröftum í að standa sig
sem leikmaður. Helgi mun þá
áfram verða aðalþjálfari liðsins.
KR er í 6. sæti Dominos-deildar
karla þegar þrjár umferðir eru
eftir af deildakeppnini. KR er með
20 stig líkt og Njarðvík sem er í 7.
sæti. Stjarnan og Keflavík sem
eru í 5. og 6. sæti hafa safnað
saman fjórum stigum meira en
KR og því ólíklegt að liðið muni
hækka í töflunni fyrir úr-
slitakeppnina. Fari svo að KR tak-
ist að enda fyrir ofan Njarðvík og
lenda í 6. sætinu þá fær liðið
væntanlega Þór Þorlákshöfn eða
Snæfell í úrslitakeppninni. Þeim
liðum stýra þeir Benedikt Guð-
mundsson og Ingi Þór Stein-
þórsson sem hvor um sig þjálfuðu
KR-liðið í mörg ár.
KR hefur ekki gert mikið af því
að skipta um þjálfara hjá karlalið-
inu á miðju tímabili og gerðist það
síðast árið 1997 þegar Jón Sig-
urðsson tók við af Hrannari Hólm.
KR-ingar gera breytingar
Gunnar
Sverrisson
Finnur Freyr
Stefánsson
Finnur Freyr Stefánsson kemur að þjálfun beggja liða KR í körfuboltanum
Gunnari Sverrissyni sagt upp störfum Helgi Már Magnússon áfram aðalþjálfari
Englandsmeist-
arar Manchester
City styrktu
stöðu sína í 2.
sæti ensku úr-
valsdeildarinnar
með 1:0 sigri á
Aston Villa í
Birmingham í
gærkvöldi í loka-
leik 28. umferð-
arinnar. Carlos
Tévez skoraði eina markið undir
lok fyrri hálfleiks í fjarveru Sergio
Agüero sem missti af leiknum
vegna meiðsla.
City er með 59 stig í 2. sæti deild-
arinnar, nú fimm stigum á undan
Tottenham og 12 stigum á eftir
toppliði Manchester United. Aston
Villa er í 18. og þriðja neðsta sæti
deildarinnar en er þó jafnt næsta
liði fyrir ofan, Wigan, að stigum.
Tólf stigum
munar
Carlos
Tévez