Morgunblaðið - 05.03.2013, Page 2
FÓTBOLTI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
Stundum þarf jafnvel besti knatt-
spyrnumaður heims – mögulega
besti knattspyrnumaður sögunnar –
smáhjálp. Þótt Lionel Messi virðist
stundum ómannlegur hvað varðar
markaskorun getur hann ekki alltaf
dregið vagninn aleinn. Hann getur
það oftast – en ekki alltaf.
Barcelona hefur litið ótrúlega vel
út á leiktíðinni og er það Argent-
ínumanninum að mestu leyti að
þakka. Mörkin hans 48 hafa komið
sér vel og er hann búinn að skora í
16 deildarleikjum í röð, sem er met.
Messi er mikið í því að setja met.
En nú kveður við annan tón í
Barcelóna. Á tólf dögum breyttist
tímabilið hjá Katalónunum. Liðið,
sem stefndi harðbyri að þrennunni
(Spánartitli, bikarmeistaratitli og
meistaradeildarsigri), á á hættu að
vinna „aðeins“ einn titil.
Þrjú vond töp
Ekki bjuggust margir við því að
AC Milan myndi gera Barcelona
skráveifu í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar en annað kom á
daginn. Ítalska liðið spilaði gífurlega
sterkan varnarleik og lokaði á
Messi, sem spilaði einn sinn versta
leik á tímabilinu. Það var ekki að
spyrja að því, Argentínumaðurinn
skoraði ekki og enginn annar tók af
skarið.
Vissulega þarf AC Milan að mæta
á Nývang í næstu viku og passa að
gestirnir skori ekki þrívegis en það
er ekki ofsögum sagt að Mílanóliðið
hafi dældað meistaradeildarvonir
Barcelona mikið.
Í fyrri El Clásico-leiknum í síð-
tímabilinu og aðeins skorað eitt
deildarmark og fjögur mörk alls, þar
af tvö gegn 2. deildar liði í bik-
arkeppninni. Það virðist vera nokkuð
ljóst að hann hefur lítið að gera í
Barcelona.
Lionel Messi er búinn að skora 48
mörk á tímabilinu en hinir framherj-
arnir fjórir til samans 27 mörk. Þótt
mörkum Andrés Iniesta og Cescs
Fábregas sé bætt við – þar sem þeir
spila stundum frammi – ná þeir sex
saman ekki Messi í markaskorun.
Það er vissulega til marks um gæði
þessa ótrúlega knattspyrnumanns en
sýnir vel hversu litla hjálp hann fær
við markaskorun þegar liðið þarf á
því að halda.
Þegar rýnt er í tölfræði framherja
Barcelona kemur í ljós að ógnin af
öðrum en Messi er ekki mikil. Vissu-
lega fer spilið að miklu leyti í gegn-
um Argentínumanninn en í liði sem
búið er að skora 83 deildarmörk
hafa framherjarnir áorkað af-
skaplega litlu.
David Villa er næstmarkahæstur í
Barcelona með sjö deildarmörk og
tólf alls. Ekki nema fjórfalt minna
en Messi hefur skorað. Landsliðs-
maðurinn Pedro er með fimm deild-
armörk og sex mörk alls. Afskaplega
slakt fyrir framherja í því sem á að
heita besta félagslið sögunnar.
Þá er nú ekki minnst á Alexis
Sánchez sem hefur verið týndur á
ustu viku, þar sem stórveldin og
erkifjendurnir Barcelona og Real
mættust í seinni leik liðanna í und-
anúrslitum bikarsins, lokuðu gest-
irnir frá Madríd á Messi, sem spilaði
aftur frekar illa. Eins og í Mílanó
vikunni áður fékk Argentínumað-
urinn litla hjálp við markaskorun frá
samherjum sínum og svo fór að Bör-
sungar voru niðurlægðir á heima-
velli, 3:0.
Púðurskot framherjanna
Messi tókst að skora um helgina í
El Clásico í deildinni, hans 39. deild-
armark, takk fyrir, en Real vann aft-
ur, 2:1, og enn eina ferðina gat eng-
inn annar en Lionel Messi skorað.
Messi fær litla aðstoð
Lionel Messi skorar um helming marka Barcelona Lítil ógn af öðrum framherj-
um þegar lokað er á Argentínumanninn Sex leikmenn ná ekki Messi í markaskorun
Eins manns
sóknarher
Lionel David Pedro Christian Alexis Andrés Cesc
Messi Villa Rodriguez Tello Sánchez Iniesta Fábregas
Deildarleikir 26 17 22 12 18 19 21
Deildarmörk 39 7 5 4 1 2 6
Bikarleikir 5 5 5 6 6 5 7
Bikarmörk 4 5 1 0 2 2 2
Meistaradeildarleikir 7 5 6 3 5 5 5
Meistaradeildarmörk 5 0 0 1 1 1 1
Samtals 48 12 6 5 4 5 9
HANDBOLTI
Tómas Þór Þórðarson
tomas@mbl.is
„Þetta var vægast sagt furðulegur leik-
ur,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson,
stórskytta Framara, um sigurinn á Val,
30:29, að Hlíðarenda síðastliðið fimmtu-
dagskvöld. Jóhann Gunnar fór einu sinni
sem oftar á kostum fyrir Safamýrarliðið
og skoraði tíu mörk í fimmtán skotum.
Hann er leikmaður 18. umferðar í N1-
deildinni hjá Morgunblaðinu fyrir
frammistöðu sína. Sigurinn tryggði Fram
sæti í úrslitakeppninni en liðið getur enn
náð heimaleikjarétti í undanúrslitum.
Leikurinn breyttist snögglega úr
handbolta í slagsmál og almenna vitleysu
þegar Orra Frey Gíslasyni, línumanni
Vals, var vikið af velli með rautt spjald
eftir fimm mínútur en Valsmenn voru
vægast sagt ósáttir með dómara leiksins.
Allir trylltir
„Þessir dómarar virðast njóta afar lít-
illar virðingar hjá leikmönnum. Þeir geta
verið ágætir en stundum taka þeir ein-
hverja mikilvæga ákvörðun og þá tryllist
allt. Það reyna allir að láta þá jafna þetta
út og þá verður allt tryllt. Þarna varð
Valsbekkurinn trylltur, svo Fram-
bekkurinn og áhorfendur. Það var bara
allt tryllt,“ segir Jóhann Gunnar en Vals-
menn börðu hressilega á Frömurum í
leiknum.
„Þetta var mjög harður leikur og hefði
spilast allt öðruvísi ef Orri hefði fengið
tvær mínútur en ekki rautt. Samkvæmt
bókinni er þetta kannski rautt spjald en
ég hef ekkert vit á þessu. Hefði hann
bara fengið tvær hefði leikurinn verið í
meira jafnvægi. Það var náttúrlega
mikið í húfi fyrir bæði lið en þetta leyst-
ist bara upp í hálfgerða vitleysu.“
Fagnaði ekkert inni í klefa
Jóhann Gunnar skoraði sigurmark
leiksins úr vítakasti eftir að leiktíminn
var liðinn. „Mér fannst rosalega lítil
pressa að taka þetta vítakast því Valur
átti alveg skilið eitt stig og okkur dugði
eitt stig til að komast í úrslitakeppnina.
Það hefði enginn kvartað ef ég hefði
klúðrað þessu,“ segir Jóhann Gunnar
sem hefur áður farið á vítalínuna í svip-
uðum aðstæðum og gengið upp og ofan.
„Ég tók einu sinni svona vítakast í
Evrópukeppninni tímabilið 2008/2009.
Mark hefði komið okkur í framlengingu
en ég skaut í slána þannig að þá var það
búið. Svo fór ég líka á vítalínuna tvisvar
undir blálokin gegn Stjörnunni í bik-
arleik tímabilið áður og þar skoraði ég
úr báðum en það var ekki eftir að leik
var lokið,“ segir Jóhann Gunnar.
Íhugaði að hætta
Þessi magnaða skytta hefur skorað
93 mörk til þessa á tímabilinu og er
fimmti markahæsti leikmaður deild-
arinnar. Hæfileikar Jóhanns Gunnars
eru óumdeildir en meiðsli í skotöxlinni,
þeirri vinstri, hafa angrað hann lengi
Morgunblaðið/Golli
Öflugur Jóhann Gunnnar Einarsson er í hópi markahæstu leikmanna deild-
arinnar og hann skoraði 10 mörk í sigrinum á Val í 18. umferðinni.
Rosalega p
Jóhann Gunnar Einarsson leikmaður 18
gegn Val Afskaplega sérstakur leikur
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2013
England
Aston Villa – Manch. City........................0:1
Carlos Tévez 45.
Staðan:
Man.Utd. 28 23 2 3 68:31 71
Man.City 28 17 8 3 51:24 59
Tottenham 28 16 6 6 49:33 54
Chelsea 28 15 7 6 56:30 52
Arsenal 28 13 8 7 53:32 47
Everton 28 11 12 5 44:35 45
Liverpool 28 11 9 8 53:34 42
Swansea 28 10 10 8 39:34 40
WBA 28 12 4 12 38:37 40
Fulham 28 8 9 11 39:44 33
Stoke 28 7 12 9 26:33 33
West Ham 28 9 6 13 32:41 33
Norwich 28 7 11 10 27:45 32
Sunderland 28 7 9 12 31:38 30
Newcastle 28 8 6 14 38:49 30
Southampton 28 6 9 13 39:51 27
Wigan 28 6 6 16 33:55 24
Aston Villa 28 5 9 14 26:53 24
Reading 28 5 8 15 34:54 23
QPR 28 3 11 14 21:44 20
Danmörk
Esbjerg – AGF ..........................................2:1
Arnór Smárason var ekki í leikmanna-
hópi Esbjerg.
Staðan:
København 21 15 5 1 49:19 50
Nordsjælland 21 11 5 5 38:21 38
Randers 21 10 4 7 27:31 34
AaB 20 10 2 8 35:27 32
OB 20 9 4 7 35:28 31
AGF 21 8 6 7 36:29 30
Midtjylland 21 6 7 8 28:32 25
Horsens 21 5 8 8 19:30 23
Esbjerg 21 5 7 9 20:25 22
SønderjyskE 21 6 3 12 29:42 21
Silkeborg 21 6 3 12 25:44 21
Brøndby 21 3 8 10 21:34 17
Ítalía
B-DEILD:
Verona – Padova ......................................0:2
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með
Verona.
Spánn
Sevilla – Celta Vigo ...................................4:1
Lengjubikar karla
B-DEILD, 2. riðill:
ÍR – Grótta.................................................0:1
KNATTSPYRNA
Danmörk
Bjerringbro-Silkeb. – Skanderborg .32:26
Guðmundur Árni Ólafsson skoraði ekki
fyrir Bjerringbro-Silkeborg.
Svíþjóð
Lugi – Kristianstad ............................ 23:25
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad.
Hammarby – Ystad ............................. 27:24
Elvar Friðriksson skoraði 2 mörk fyrir
Hammarby.
HANDBOLTI
NBA-deildin
New York – Miami ............................... 93:99
LA Clippers – Oklahoma ................. 104:108
Washington – Philadelphia.................. 90:87
Orlando – Memphis ............................ 82:108
Sacramento – Charlotte..................... 119:83
Houston – Dallas .............................. 136:103
San Antonio – Detroit ........................ 114:75
Indiana – Chicago................................. 97:92
LA Lakers – Atlanta ............................ 99:98
Staðan í Austurdeild:
Miami 43/14, Indiana 38/22, New York 35/
21, Atlanta 33/25, Chicago 34/26, Brooklyn
34/26, Boston 31/27, Milwaukee 29/28,
Philadelphia 23/35, Toronto 23/37, Detroit
23/39, Cleveland 20/39, Washington 19/39,
Orlando 16/44, Charlotte 13/46.
Staðan í Vesturdeild:
San Antonio 47/14, Oklahoma 43/16, LA
Clippers 43/19, Memphis 39/19, Denver 38/
22, Golden State 33/27, Utah 32/27, Hou-
ston 33/28, LA Lakers 30/30, Portland 27/
31, Dallas 26/33, Minnesota 20/36, Phoenix
21/39, N.Orleans 21/39, Sacramento 21/40.
Svíþjóð
Sundsvall – Uppsala...........................69:102
Hlynur Bæringsson skoraði 22 stig og
Jakob Örn Sigurðarson gerði 11 stig fyrir
Sundsvall.
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Grótta................ 18
Víkin: Víkingur – Fylkir ...................... 19.30
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna:
Laugardalur: SR – Björninn .................... 20
Í KVÖLD!