Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 27.04.2013, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 4 3 1 1 4 2 3 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vitleysur. Stóri ferningurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga töl- urnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurnar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka- Sudoku Þau Óli Gunnar Gunnarsson og Sædís Enja Styrmis- dóttir eru bæði 13 ára og hafa þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu af leikhúsheiminum. Þau fara með aðalhlutverkin í sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar Sjó- ræningjaprinsessan og eru á sviðinu nær allan tímann. Um hvað er Sjóræningjaprinsessan? Óli: „Þetta fjallar um stelpu sem heitir Soffía. Hún heldur að hún sé sjóræn- ingjaprinsessa.“ Sædís: „Ég leik Soffíu og hún ólst upp með Matta sem Óli leikur og Garra.“ Óli: „Hún er að mínu mati fáviti. Í leikritinu sko, ekki í alvörunni. Sagan snýst um að hún og krakkarnir lenda í ævintýrum og hitta marga skúrka.“ Hvers vegna eruð þið í Leikfélagi Hafnarfjarðar? Sædís: „Mér finnst gaman að leika og pabbi minn er líka formaður félagsins.“ Óli: „Ég á engra annarra kosta völ. Ég er búinn að gera samning til nokkurra ára, nei, ég er bara að djóka. Mér finnst bara miklu skemmtilegra að leika í svona litlum leikhúsum en stórum leiksýningum.“ Hafið þið þá leikið eitthvað áður? Óli: „Já, ég hef leikið í Fúsa froskagleypi sem var líka í þessu leikhúsi. Svo lék ég smá í Kardi- mommubænum og ég hef talsett helling af teiknimyndum.“ Sædís: „Já, ég lék líka í Fúsa froskagleypi og svo var ég líka í Mysingssamloka með sveppum og svo hef ég verið í nokkrum litlum leikritum.“ En hver er skemmtilegasta sýningin sem þið hafið leikið í? Óli: „Fúsi froskagleypir, verð ég að segja.“ Sædís: „Mér finnst Sjóræningjaprinsessan en mér fannst líka Mysingssamloka með sveppum skemmtileg sýning.“ Verðið þið aldrei stressuð? Óli: „Nei, ég geri bara það sem gamla reglan segir og ímynda mér að allir séu allsberir. Þá er þetta ekkert mál.“ Sædís: „Ég get alveg verið svolítið stressuð en svo þegar ég er komin inn á sviðið þá hættir það.“ Óli: „Já, það er svolítið þannig hjá mér líka. Það er svo gaman á sviðinu.“ Sædís: „Þá hugsar maður, ókei, ég get þetta alveg. Manni finnst maður bara eiga sviðið.“ Lendið þið aldrei í því að muna ekki textann? Sædís: „Jú, það gerðist nú bara núna áðan hjá mér.“ Óli: „Okkur gengur yfirleitt vel að fela það þegar það kemur upp.“ Sædís: „Þá verður maður bara að reyna að redda sér og segja eitthvað annað sem er líkt eða breyta setningunni aðeins.“ Óli: „Það er sko ein mikilvæg regla í leiklist að láta félagann líta vel út. Ef hann gleymir setningu verður maður annað hvort að segja hana fyrir hann eða tefja sýninguna með einhverju bulli þangað til hann man setninguna.“ Haldið þið að þið eigið eftir að vinna við þetta? Óli: „Já, já. Ég elska leiklist.“ Sædís: „Já, alveg örugglega.“ Ímyndar sér alla allsbera „Er hægt að hafa fyrir sögnina í viðtalinu að ég sjá i fyrir mér alla allsb era eða einhv erja svon a fyrirsögn sem allir taka eftir ...“ Ylfa vaknaði einn morguninn við afmælissöng foreldra sinna og stóru systur. Til hamingju með afmælið Ylfa mín sagði mamma hennar. Ætlar þú ekki að opna pakkann þinn? Jú, jú, svaraði Ylfa. Ylfa opnaði pakkann og í honum var spjaldtölva. Spjaldtölvan var græn og bleik og þegar Ylfa kveikti á henni voru 48 leikir í henni. Drífðu þig nú í skólann, sagði pabbi hennar. Það var sunginn afmælissöngur þegar Ylfa kom inn í skólastofuna. Bragi, sem er skotinn í Ylfu, sagði við hana. Viltu koma heim til mín eftir skóla. Ég er með pakka. Vá, hugsaði Ylfa. Hann er með gjöf handa mér. Já, ég skal koma, sagði Ylfa. Eftir skóla fór hún heim til Braga. Bragi tók á móti henni og gaf henni hálsmen og armband. Ylfa þakkaði honum fyrir og fór heim glöð í bragði. Höfundur: Hrafnhildur Vala, 10 ára. Föstudagur Sögukennarinn: Af hverju segirðu að þú vildir frekar hafa verið uppi á miðöldum? Gunnar: Vegna þess að þá væru mörg hundruð ár í mannkynssög- unni sem ég þyrfti ekki að læra um! Friðrik: Hundurinn minn er svo klár að hann getur ýtt á dyrabjöll- una til að komast inn! Orri: Það er nú ekkert, hundurinn minn notar lykil! Björgvin Viðar, 11 ára, sendi þessa. Ha, ha, ha!

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.