Morgunblaðið - 30.09.2013, Qupperneq 7
FÓTBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KR-ingar urðu á laugardaginn
fyrsta liðið í sögu Íslandsmótsins í
knattspyrnu til að fá 52 stig í efstu
deild karla. Það markmið náðist á
síðustu stundu þegar varamað-
urinn Emil Atlason skoraði sig-
urmarkið gegn Fram, 2:1, aðeins
fimm mínútum fyrir leikslok í við-
ureign Reykjavíkurfélaganna gam-
algrónu í lokaumferðinni.
Emil skoraði markið eftir góða
sendingu frá Gary Martin, sem áð-
ur hafði jafnað fyrir KR eftir að
Ögmundur Kristinsson í marki
Fram varði frá honum vítaspyrnu.
Þar með gátu um tvö þúsund
stuðningsmenn KR sem voru
mættir á völlinn í blíðskaparveðri
til að sjá sína menn lyfta Íslands-
bikarnum í 26. skipti fagnað af
heilum hug. Öll markmið voru í
höfn, liðið var þegar orðið Íslands-
meistari og kórónaði þarna frá-
bært tímabil með sigri og stiga-
meti.
Áður hafði FH fengið flest stig
allra liða en Hafnfirðingarnir náðu
51 stigi þegar þeir hrepptu titilinn
árið 2009.
KR jafnaði um leið met Vals-
manna í fjölda sigurleikja í deild-
inni á einu tímabili. Valsmenn
unnu 17 leiki af 18 árið 1978, þá í
tíu liða deild, og KR vann núna 17
leiki af 22.
Bæði Fram (1988) og ÍA (1993)
náðu að vinna 16 leiki af 18 í tíu
liða deild og fengu bæði 49 stig
sem var met til ársins 2009.
Valur hefði fengið 52 stig
Þegar Valsmenn unnu sitt afrek
fyrir 35 árum voru gefin tvö stig
fyrir sigur. Þeir fengu því 35 stig
af 36 mögulegum, en hefðu sam-
kvæmt 3ja stiga kerfinu, sem var
tekið upp árið 1984, fengið 52 stig.
Jafnmörg og KR í ár, en með fjór-
um leikjum minna.
KR-ingar geta hinsvegar vitnað
til þess að þeir eru áfram eina fé-
lagið sem hefur unnið Íslandsmótið
með fullu húsi stiga eftir að tvöföld
umferð var tekin upp. Það gerðu
þeir árið 1959 þegar þeir unnu alla
10 leiki sína en þá léku aðeins sex
lið í efstu deild.
Vantaði bara gullskó á Martin
Það eina sem vantaði upp á hjá
KR í sigurgleðinni á laugardaginn
var að Gary Martin næði að
tryggja sér markakóngstitilinn.
Hann fékk góð færi til þess, en
virtist samt með hann í höndunum
undir lok leiksins. Mark Atla Við-
ars Björnssonar fyrir FH á 89.
mínútu í Kaplakrika gerði það að
verkum að enski framherjinn verð-
ur að láta sér silfurskóinn duga.
Einu sinni áður náð
50 mörkum
Sigurmark Emils gegn Fram
var 50. mark KR á tímabilinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem KR-
ingar skora 50 mörk sem Íslands-
meistarar en þeir hafa þó einu
sinni gert betur í markaskorun.
KR gerði 58 mörk í deildinni árið
2009 en varð þó að sætta sig við
annað sætið á eftir FH.
Hlutfallslega hafa KR-ingar þó
aldrei skorað eins mikið og árin
1959 og 1960. Þá gerðu þeir 41
mark í 10 leikjum, bæði árin, en
það samsvarar því að þeir hefðu
gert í kringum 90 mörk í 22 leikj-
um í ár! Seinna árið dugði þetta
markaflóð þó ekki til að sjá við
Skagamönnum sem þá urðu meist-
arar. Þórólfur Beck skoraði 26
mörk og Sveinn Jónsson 19 fyrir
KR á þessum tveimur tímabilum, í
20 leikjum liðsins.
Morgunblaðið/Golli
Sigurstundin Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR-inga lyftir Íslandsbikarnum á loft á KR-vellinum eftir sigurinn á Frömurum á laugardaginn.
Emil tryggði stigametið
Með sigurmarki rétt fyrir leikslok KR lauk keppni með 52 stig og bætti met
FH frá 2009 Jafnaði líka met í fjölda sigurleikja með því að vinna 17 leiki af 22
ÍÞRÓTTIR 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013
Pepsi-deild karla
KR – Fram ................................................ 2:1
FH – Stjarnan........................................... 4:0
Breiðablik – Keflavík.............................. 3:2
Víkingur Ó. – Valur................................. 0:5
ÍBV – Þór .................................................. 1:2
ÍA – Fylkir ................................................ 1:3
Lokastaðan:
KR 22 17 1 4 50:27 52
FH 22 14 5 3 47:22 47
Stjarnan 22 13 4 5 34:25 43
Breiðablik 22 11 6 5 37:27 39
Valur 22 8 9 5 45:31 33
ÍBV 22 8 5 9 26:28 29
Fylkir 22 7 5 10 33:33 26
Þór 22 6 6 10 31:44 24
Keflavík 22 7 3 12 33:47 24
Fram 22 6 4 12 26:37 22
Víkingur Ó. 22 3 8 11 21:35 17
ÍA 22 3 2 17 29:56 11
Markahæstir:
Atli Viðar Björnsson, FH ......................... 13
Gary Martin, KR ....................................... 13
Viðar Örn Kjartansson, Fylki .................. 13
Chukwudi Chijindu, Þór ........................... 10
Hólmbert Aron Friðjónsson, Fram......... 10
Árni Vilhjálmsson, Breiðabliki................... 9
Hörður Sveinsson, Keflavík ....................... 9
Björn Daníel Sverrisson, FH ..................... 9
Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni .......... 9
Belgía
Mons Club Brugge................................... 0:1
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á hjá
Club Brugge á 77. mínútu.
Lokeren Zulte-Waregem ....................... 2:4
Ólafur Ingi Skúlason lék í 82 mínútur
með Zulte-Waregem.
OH Leuven Gent ...................................... 1:1
Stefán Gíslason var varamaður hjá Leu-
ven og kom ekki við sögu.
Cercle Brugge – Standard Liege .......... 0:5
Arnar Þór Viðarsson er aðstoðarþjálfari
Cercle Brugge og var á meðal varamanna.
Staða efstu liða:
Standard Liege 9 9 0 0 23:3 27
Club Brugge 9 7 2 0 19:6 23
Zulte-Waregem 9 6 2 1 21:15 20
Anderlecht 9 6 0 3 28:14 18
Genk 9 5 2 2 16:9 17
Lokeren 9 5 1 3 19:15 16
Kortrijk 9 4 1 4 12:12 13
Svíþjóð
Kalmar – IFK Gautaborg ...................... 2:1
Hjálmar Jónsson lék allan leikinn með
Gautaborg en Hjörtur Logi Valgarðsson
sat á bekknum allan tímann.
Elfsborg – Helsingborg .......................... 1:1
Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leik-
mannahópi Elfsborg.
Arnór Smárason hjá Helsingborg tók út
leikbann.
Halmstad – Djurgården.......................... 1:4
Guðjón Baldvinsson lék fyrstu 66 mín-
úturnar með Halmstad. Kristinn Stein-
dórsson var á bekknum allan tímann.
Malmö 51 stig, Gautaborg 50, Helsing-
borg 46, AIK 43, Kalmar 43, Elfsborg 39,
Djurgården 36, Åtvidaberg 35, Norrköping
35, Mjällby 33, Häcken 31, Brommapojk-
arna 30, Gefle 26, Öster 25, Halmstad 24,
Syrianska 11.
B-DEILD:
Hammarby – Sundsvall .......................... 1:1
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Sundsvall en Rúnar Már Sigurjónsson sat á
bekknum allan tímann.
A-DEILD KVENNA:
Kristianstad – Malmö.............................. 0:1
Sif Atladóttir fyrirliði og Margrét Lára
Viðarsdóttir léku allan leikinn með Kristi-
anstad. Guðný B. Óðinsdóttir er frá keppni
vegna meiðsla. Elísabet Gunnarsdóttir
þjálfar liðið.
Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk
Gunnarsdóttir léku allan leikinn með
Malmö.
Sunnanå – Umeå ..................................... 0:1
Katrín Jónsdóttir lék allan leikinn með
Umeå.
Örebro – Piteå ......................................... 1:1
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leik-
inn með Piteå.
Malmö 48 stig, Tyresö 44, Linköping 37,
Gautaborg 30, Örebro 29, Umeå 25, Vittsjö
23, Piteå 22, Kristianstad 20, Jitex 17, Mal-
lbacken 14, Sunnanå 3.
KNATTSPYRNA
KR-völlur, Pepsi-deild karla, 22. um-
ferð, laugardag 28. sept. 2013.
Skilyrði: Hægur vindur, léttskýjað og
7 stiga hiti. Völlurinn ágætur miðað
við árstíma.
Skot: KR 16 (11) – Fram 8 (5).
Horn: KR 6 – Fram 5.
Lið KR: (4-3-3) Mark: Hannes Þór
Halldórsson. Vörn: Haukur Heiðar
Hauksson, Grétar S. Sigurðarson, Jo-
nas Grönner, Guðmundur R. Gunn-
arsson (Gunnar Þór Gunnarsson 11.)
Miðja: Bjarni Guðjónsson, Jónas G.
Sævarsson (Brynjar B. Gunnarsson
82.), Baldur Sigurðsson. Sókn: Gary
Martin, Kjartan H. Finnbogason (Emil
Atlason 77.), Óskar Örn Hauksson.
Lið Fram: (4-3-3) Mark: Ögmundur
Kristinsson.Vörn: Halldór H. Jónsson,
Alan Lowing, Halldór Arnarsson, Jor-
dan Halsman. Miðja: Orri Gunn-
arsson, Samuel Hewson, Viktor Bjarki
Arnarsson. Sókn: Hólmbert Aron Frið-
jónsson, Kristinn Ingi Halldórsson
(Jón Gunnar Eysteinsson 77.), Aron
Bjarnason (Aron Þ. Albertsson 82.)
Dómari: Þorvaldur Árnason – 7.
Áhorfendur: 2.026.
KR – Fram 2:1
Ólafsvíkurvöllur, Pepsi-deild karla, 22.
umferð, laugardag 28. sept. 2013.
Skilyrði: Suðaustan strekkingur, 8
m/s, hiti um 5 stig og rigning, ef ekki
slydda á köflum. Völlur blautur.
Skot: Víkingur 9 (6) – Valur 15 (10).
Horn: Víkingur 5 – Valur 5.
Lið Víkings: (4-4-2) Mark: Sergio Llo-
ves. Vörn: Brynjar Kristmundsson,
Damir Muminovic, Emir Dokara, Samuel
Jimenez. Miðja: Eyþór H. Birgisson
(Steinar Ragnarsson 71.), Farid Zato,
Eldar Masic (Fannar Hilmarsson 71.),
Toni Espinosa (Björn Pálsson 49.).
Sókn: Guðmundur Magnússon, Guðm.
Steinn Hafsteinsson.
Lið Vals: (4-4-2) Mark: Fjalar Þorgeirs-
son. Vörn: Jónas Tór Næs, Stefán R.
Guðlaugsson (Guðmundur Þór Júl-
íusson 50.), Magnús Már Lúðvíksson,
Sigurður E. Lárusson. Miðja: Arnar S.
Geirsson, Andri F. Stefánsson, Kristinn
F. Sigurðsson, Matthías Guðmundsson
(Haukur Á. Hilmarsson 75.). Sókn: Lu-
cas Ohlander (Ragnar Þór Gunnarsson
80.), Patrick Pedersen.
Dómari: Valdimar Pálsson – 8.
Áhorfendur: 315.
Víkingur Ó. – Valur 0:5
0:1 Sigurður Egill Lárusson 48.
0:2 Sjálfsmark 58.
0:3 Sigurður Egill Lárusson 60.
0:4 Ragnar Þór Gunnarsson 89.
0:5 Haukur Ásberg Hilmarsson 90.
I Gul spjöld:Engin.
I Rauð spjöld: Jimenez (Víkingi Ó.) 24. (brot).
M
Damir Muminovic (Víkingi Ó.)
Farid Zato (Víkingi Ó.)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Lucas Ohlander (Val)
Arnar Sveinn Geirsson (Val)
Patrick Pedersen (Val)
0:1 Tómas Þorsteinsson 9.
0:2 Viðar Örn Kjartansson 31. (víti).
0:3 Pablo Punyed 77.
1:3 Jóhannes Karl Guðjónsson 80.
I Gul spjöld:Kristján (Fylki) 21. (brot), Árni Snær
(ÍA) 30. (brot), Wrele (ÍA) 42. (brot), Andri
(ÍA) 62. (brot), Jóhannes (ÍA) 72. (mótmæli).
I Rauð spjöld: Kristján (Fylki) 48. (brot, 2 gul).
M
Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA)
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fylki)
Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylki)
Tómas Þorsteinsson (Fylki)
Viðar Örn Kjartansson (Fylki)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylki)
0:1 Mark Tubæk 28.
0:2 Chukwudi Chijindu 33.
1:2 Víðir Þorvarðarson 35.
I Gul spjöld:Sveinn (Þór), 16. (leiktöf), Eiður
(ÍBV), 20. (brot), Yngvi (ÍBV), 41. (brot),
Garner (ÍBV), 41. (mótmæli), Víðir (ÍBV),
42. (brot), Hermann (ÍBV) 81., (brot).
I Rauð spjöld: Garner (ÍBV), 90. (brot, 2 gul),
Chijindu (Þór), 90. (kastaði bolta í Garner).
M
Yngvi Borgþórsson (ÍBV)
Ian Jeffs (ÍBV)
Jón Gísli Ström (ÍBV)
Ármann Pétur Ævarsson (Þór)
Chukwudi Chijindu (Þór)
Mark Tubæk (Þór)
Norðurálsvöllur, Pepsi-deild karla, 22.
umferð, laugardag 28. sept. 2013.
Skilyrði: Kalt og töluverð hafgola.
Völlurinn laus í sér eftir rigningar.
Skot: ÍA 10 (5) – Fylkir 13 (6).
Horn: ÍA 9 – Fylkir 4.
Lið ÍA: (4-3-3) Mark: Árni Snær
Ólafsson. Vörn: Héctor Pena, Kári Ár-
sælsson, Ármann Smári Björnsson,
Thomas Sörensen. Miðja: Jóhannes
Karl Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason
(Hallur Flosason 46.), Joakim Wrele.
Sókn: Eggert Kári Karlsson (Alexand-
er Már Þorláksson 78.), Garðar B.
Gunnlaugsson, Hafþór Ægir Vil-
hjálmsson (Andri Adolphsson 46.)
Lið Fylkir: (4-5-1) Mark: Ólafur Ís-
hólm Ólafsson. Vörn: Ásgeir Örn Arn-
þórsson (Egill Trausti Ómarsson 67.),
Kjartan Ágúst Breiðdal, Kristján
Hauksson, Tómas Þorsteinsson.
Miðja: Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Emil
Berger (Ásgeir Eyþórsson 90.), Agnar
Bragi Magnússon, Elís Rafn Björns-
son, Pablo Punyed (Daði Ólafsson
81.). Sókn: Viðar Örn Kjartansson.
Dómari: Kristinn Jakobsson – 8.
Áhorfendur: Um 400 (óstaðfest)
ÍA – Fylkir 1:3