Morgunblaðið - 30.09.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.09.2013, Qupperneq 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 ENGLAND Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er sú versta frá upp- hafi. Liðið hefur aðeins sjö stig eftir sex leiki og búið að tapa þremur leikjum. Liðið tapaði fyrir WBA 1:2 þar sem enski unglingurinn Saido Berahino tryggði Steve Clarke og hans mönnum stigin þrjú. Berahino kom til Englands þegar hann var 10 ára er hann flúði ásamt fjölskyldu sinni ástandið í Búrúndí. Fjölskyldan fékk hæli í Birmingham þar sem Berahino gekk í raðir aka- demíu WBA. Eftir að hafa verið í láni hjá Northampton Town, Brent- ford og Peterborough spilaði Bera- hino sinn fyrsta leik fyrir WBA í ágúst í fyrra. Núna í ágúst byrjaði hann sinn fyrsta leik fyrir WBA og skoraði þrennu gegn Newport County í deildabikarnum. Berahino stimplaði sig svo inn með sigur- markinu gegn sjálfum Englands- meisturunum. Vörnin úti á þekju Varnarleikur Manchester United var lengst af mjög slakur. Langt á milli manna og trekk í trekk opnaði WBA vörn Manchester-liðsins. Frakkinn Morgan Amalfitano skor- aði fyrsta markið með því að labba nánast í gegnum Rio Ferdinand og vippa yfir David de Gea í markinu. Wayne Rooney svaraði með marki úr aukaspyrnu en lið Manchester United hefur nú bara skorað úr föstum leikatriðum síðan í fyrstu umferðinni. Berahino þrumaði svo boltanum í netið eftir laglega sókn. Stuðningsmenn Manchester- liðsins eru allt annað en sáttir við úrslitin en aðallega spilamennskuna enda viðurkenndi David Moyes að það þyrfti að laga ýmislegt fyrir næsta leik. City tapaði líka Það var mikið rætt um að Man- chester United þyrfti að byrja á erf- iðum leikjum og kvartaði David Moyes mikið. Leikir gegn Liver- pool, Chelsea og City voru þyrnar í hans augum. En hafi þeir átt erfiða byrjun má benda á upphafsleiki Aston Villa. Þar má einmitt finna leiki gegn Chelsea, Liverpool og Man. City. Villa er með fleiri stig en Manchester United en liðið vann granna þeirra í City 3:2. Andreas Weimann skoraði sigurmark Villa- manna sem lentu tvisvar undir í leiknum. Mark hans var heldur skrautlegt. Brad Guzan markvörður þrumaði fram og Austurríkismað- urinn slapp í gegnum vörn City og potaði boltanum framhjá Joe Hart í marki City. Aðeins tvær snertingar semsagt. Mark Gylfa og Torres sá rautt Lundúnaslagur Tottenham og Chelsea var bráðfjörugur og skoraði Gylfi Sigurðsson fyrsta markið. Vann sjálfan John Terry í tæklingu og kláraði færi sitt af mikilli fag- mennsku. Terry kvittaði svo fyrir sín mistök með því að jafna leikinn. Fernando Torres og Jan Vertongh- en háðu magnað einvígi sem endaði með því að Torres fékk að líta rauða spjaldið. Fékk sitt annað gula spjald fyrir að fara upp í skallabolta við Vertonghen sem lá óvígur eftir eftir heldur litla snertingu. Suarez sneri aftur með marki Arsenal er á toppi deildarinnar eftir að hafa lagt Swansea 2:1 en þar bar það helst til tíðinda að Mesut Özil lagði ekki upp mark. Liverpool er í öðru sæti eftir útisigur á Sund- erland, 3:1, en Luis Suarez skoraði tvö mörk fyrir Liverpool. Þetta var fyrsti deildarleikur hans síðan hann beit Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea í apríl. Daniel Sturridge skoraði fyrsta mark Liverpool. Stórar hetjur í litlum liðum  Manchester-liðin töpuðu bæði  Gylfi skoraði  Suarez sneri aftur og skor- aði tvö  Saido Berahino og Andreas Weimann hetjur Birmingham-liðanna AFP Mark Saido Berahino fagnar með þjálfaranum Steve Clarke. Fyrsti sigur WBA á Old Trafford síðan 1978. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um umhverfisvæna fjölskyldu- metan- og rafmagnsbíla, jeppa og fleira föstudaginn 4. október Bílablað Í þessu blaði verða kynntar nýjar gerðir bíla og margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir bílaeigendur. Pöntunarfrestur auglýsinga: fyrir kl. 16 mánudaginn 30. september. nÁnari uPPlýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Skútan www.veislulist.is FYRIR ÖLLTÆKIFÆRI VEISLUSALUR Steikarhlaðborð frákr.4.500 Steikarhlaðborð í öðrum sölum frá kr. 3.800 Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is England A-DEILD: Fulham – Cardiff .................................... 1:2  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff. Tottenham – Chelsea .............................. 1:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Tottenham og skoraði markið á 19. mínútu. Aston Villa – Manchester City................ 3:2 Hull City – West Ham.............................. 1:0 Manchester United – WBA..................... 1:2 Southampton – Crystal Palace ............... 2:0 Swansea – Arsenal ................................... 1:2 Stoke – Norwich ....................................... 0:1 Sunderland – Liverpool ........................... 1:3 Staðan: Arsenal 6 5 0 1 13:7 15 Liverpool 6 4 1 1 8:4 13 Tottenham 6 4 1 1 6:2 13 Chelsea 6 3 2 1 7:3 11 Southampton 6 3 2 1 5:2 11 Man. City 6 3 1 2 14:7 10 Hull 6 3 1 2 6:7 10 Everton 5 2 3 0 6:4 9 Aston Villa 6 3 0 3 9:8 9 WBA 6 2 2 2 6:5 8 Cardiff 6 2 2 2 6:7 8 Man. Utd 6 2 1 3 8:8 7 Swansea 6 2 1 3 8:9 7 Norwich 6 2 1 3 4:6 7 Stoke 6 2 1 3 4:6 7 Newcastle 5 2 1 2 5:8 7 West Ham 6 1 2 3 4:5 5 Fulham 6 1 1 4 4:9 4 Cr. Palace 6 1 0 5 4:10 3 Sunderland 6 0 1 5 4:14 1 B-DEILD: Bolton – Yeovil...........................................1:1 Bournemouth – Blackburn.......................1:3 Burnley – Charlton ...................................3:0 Ipswich – Brighton....................................2:0 Leicester – Barnsley.................................2:1 Millwall – Leeds ........................................2:0 QPR – Middlesbrough ..............................2:0 Reading – Birmingham ............................2:0 Sheffield Wed. – Doncaster......................0:1 Watford – Wigan .......................................1:0 Nottingham Forest – Derby ....................1:0 Staða efstu liða: QPR 9 7 2 0 10:2 23 Burnley 9 6 2 1 17:6 20 Leicester 9 6 2 1 15:9 20 Watford 9 5 3 1 20:9 18 Nottingham F. 9 5 3 1 15:9 18 Reading 9 5 3 1 13:7 18 C-DEILD: Rotherham –Peterborough.................... 0:1  Kári Árnason lék allan leikinn með Rot- herham og fékk á sig vítaspyrnu sem réð úrslitum. Rotherham er í 7. sæti. Wolves – Sheffield United ...................... 2:0  Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrri hálfleikinn með Wolves sem er í 3. sæti. WSL-deild kvenna Liverpool – Bristol City .......................... 2:0  Katrín Ómarsdóttir lék allan leikinn með Liverpool og skoraði síðara markið. Liver- pool varð meistari með sigrinum. ENGLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.