Morgunblaðið - 18.12.2013, Síða 3
Mest á óvart
Ragnar Nathana-
elsson hefur kom-
ið geysisterkur
inn í lið Þórs frá
Þorlákshöfn í
vetur.
ík, er besti leikmaðurinn í fyrri umferð
mati Morgunblaðsins.
r Þór í Þorlákshöfn, er sá leikmaður í
essu keppnistímabili, að mati blaðsins.
sliði Morgunblaðsins eftir fyrstu ellefu um-
irko Stefán Virijevic, framherji úr KFÍ, og
Ermolinskij úr KR.
ngur blaðsins, skrifar um þessa fimm leik-
á hvaða leikmenn í deildinni hafa skorað
erjir hafa átt flestar stoðsendingar það
leikmaðurinn
Morgunblaðsins
MEST Á ÓVART
Kristinn Friðriksson
kiddigeirf@gmail.com
Sá piltur sem hefur komið undirrituðum mest á óvart það sem
af er vetri í körfuboltanum er Ragnar Nathanaelsson, leikmaður
Þórs í Þorlákshöfn. Við Frónverjar erum ekki vön að ala 218 cm
háa pilta sem verða góðir körfuknattleiksmenn en okkur tekst það stundum og
Raggi Nat., eins og hann er kallaður, er annað dæmi um slíkt.
Fyrir mörgum árum, þegar ég sá unglinginn Ragga spila í fyrsta sinn, hafði ég ekki
ikla trú á að hann ætti eftir að verða mikill bógur í efstu deild. Ég var líklega ekki sá
ni um þessa skoðun en það sem Raggi hefur gert er einfaldlega stórkostlegt; með
etnaðinn að vopni og vilja til að æfa meira en aðrir hefur
onum tekist að losna undan oki „efnilega“ stimpilsins og
pilar í dag best allra miðherja í deildinni!
Mikilvægi Ragga innan liðsins er varla hægt að ofmeta,
nda er hann engin smásmíði; hann fer fyrir liðinu í fráköst-
m, er með rúm 16 stig í leik og er fjórði í deildinni í fram-
gspunktum. Enginn í deildinni hefur tekið fleiri sókn-
rfráköst en hann. Áhrifa Ragnars innan liðsins gætir ekki
ara í áþreifanlegum tölfræðiþáttum heldur smitar piltur út
á sér með vinnugleði sinni og metnaði.
Með rétta hugarfarið
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, hafði m.a. þetta um
ærling sinn að segja, aðspurður hverju stígandin í leik
agga væri að þakka: „Raggi er algjört toppeintak. Hann
ekur leiðsögn gríðarlega vel. Hann vill læra og verða betri.
ann æfir mikið auka og er með rétta hugarfarið. Er alltaf
ákvæður og er alveg svakalega duglegur. Það eru forrétt-
di að þjálfa svona skemmtilegan einstakling sem gefur af
ér alla daga og á sama tíma þvílíkt viljugur að læra. Hann
ær aldrei slöku við inni í sal né í lyftingasalnum. Hann
ugsar vel um mataræðið og er virkilega einbeittur í að
erða betri.“
Mun aðeins verða betri
Þegar tölur Ragga frá síðasta tímabili í 1. deildinni eru hafðar til hliðsjónar tölum
ans í dag kemur greinilega í ljós í hvert stefnir; framfarir eru ekki bara stöðugar
eldur gríðarmiklar og alveg ljóst að pilturinn mun aðeins verða betri á næstu árum.
etta eru bara gleðitíðindi fyrir íslenskan körfubolta, Raggi er skínandi fyrirmynd
nglinga í dag sem vilja ná árangri í íþrótt sinni. Þrotlausar æfingar hafa skilað
rengnum bókstaflega uppí hæstu hæðir íslensks körfubolta.
Skínandi fyrirmynd unglinga
Ragnar Á.
Nathanaelsson
» Hann er 22 ára gamall, 2,18 m
á hæð, fæddur 27. ágúst 1991 og
búsettur í Hveragerði.
» Ragnar er uppalinn hjá Hamri
og lék með meistaraflokki þar frá
2008 en gekk til liðs við Þór í
sumar.
» Ragnar hefur skorað 16,6 stig
að meðaltali í leik fyrir Þór í vetur
og tekið 13,7 fráköst að með-
altali.
» Hann hóf að spila með A-
landsliðinu á þessu ári og á 13
landsleiki að baki.
Ragnar Nathanaelsson hefur komið mest á óvart í vetur
Gríðarmiklar framfarir eftir þrotlausar æfingar
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Bandaríkja-maðurinn
Nigel Moore,
sem spilaði sinn
síðasta leik fyrir
Njarðvík í Dom-
inos-deildinni í
körfubolta í gær,
mætir aftur til
leiks þegar deild-
in heldur áfram eftir áramót en þá
sem leikmaður ÍR. ÍR hefur gengið
frá samningi við Moore, að því er
fram kom á körfuboltavefsíðunni
karfan.is, en þjálfari liðsins er Örvar
Kristjánsson sem var aðstoðarþjálf-
ari Njarðvíkur í fyrra þegar Moore
spilaði þar. Calvin Lennox verður
leystur undan samningi hjá ÍR til að
koma Moore fyrir en hann hefur
ekki þótt standa undir væntingum.
Landsliðsmaðurinn GuðlaugurVictor Pálsson, leikmaður
NEC Nijmegen í hollensku úrvals-
deildinni, gekkst í gær undir hnéað-
gerð en óvíst er hve lengi hann verð-
ur frá keppni af þeim sökum.
Samkvæmt Twitter-síðu umboðs-
skrifstofu hans gæti hann orðið frá
keppni í að minnsta kosti fjórar vik-
ur en Victor kvaðst sjálfur vonast til
að ná næsta leik, gegn Groningen á
sunnudaginn. Eftir þann leik tekur
við jólafrí hjá NEC í deildinni fram
til 19. janúar.
Gunnar SteinnJónsson var
valinn í úrvalslið
12. umferðar
frönsku 1. deild-
arinnar í hand-
knattleik sem birt
var í gær. Gunnar
Steinn fór á kost-
um þegar lið hans
Nantes vann meistaralið Paris
Handball, 30:26, á heimavelli í síð-
ustu viku. Gunnar Steinn skoraði þá
sjö mörk úr jafn mörgum skotum
auk þess sem hann stýrði leik liðsins
af dugnaði og útsjónarsemi. Þá var
Gunnar Steinn einnig fastur fyrir í
vörninni. Hann var eini liðsmaður
Nantes sem valinn var í úrvalsliðið.
Sænski miðjumaðurinn LucasOhlander hefur skrifað undir
tveggja ára samning við Valsmenn
og leikur með þeim í Pepsi-deildinni
í fótbolta næsta sumar. Ohlander
kom til Vals á miðju síðasta tímabili
og þótti standa sig vel í þeim 10
leikjum sem hann spilaði. Hann var
áður á mála hjá Helsingborg og
Brönshoj og á að baki 23 leiki fyrir
yngri landslið Svía.
Franska skíða-drottningin
Tessa Worley,
ríkjandi heims-
meistari í stór-
svigi, sleit kross-
band í hné þegar
hún féll illa á
heimsbikarmóti í
svigi í Courchevel
í Frakklandi í gær. Tímabilinu er því
lokið hjá Worley sem missir meðal
annars af Vetrarólympíuleikunum í
Sochi í febrúar. Aðeins tveir dagar
eru síðan Worley fagnaði sigri á
heimsbikarmóti í stórsvigi í Sviss.
Hún er í þriðja sæti á stigalistanum í
stórsvigi á heimsbikarmótaröðinni
yfirstandandi tímabil, eftir þrjú mót.
Slysið í gær varð með þeim hætti að
Worley hrasaði og kastaðist í örygg-
isnetið við brautina. Þar lá hún
stundarkorn áður en hún reis hægt
upp og var svo flutt á börum niður
brautina og á sjúkrahús í Lyon.
Ólöf María Jónsdóttir keppti áEvrópumótaröðinni í golfi árin
2005, 2006 og 2008. Ranghermt var í
blaðinu í gær að Valdís Þóra Jóns-
dóttir hefði átt möguleika á að verða
fyrsta íslenska konan til að komast
þangað.
Fólk folk@mbl.is
1-2. Jason Smith, KFÍ 281/11 25,6
1-2. Terrence Watson 281/11 25,6
3. Chris Woods, Val 275/11 25,0
4. Elvar Már Friðriksson, Njarðv. 272/11 24,7
5. Mike Cook jr. Þór Þ. 271/11 24,6
6. Matthew Hairston, Stjörnunni 197/8 24,6
7. Vance Cooksey, Snæfelli 227/10 22,7
8. Lewis Clinch jr., Grindavík 134/6 22,3
9. Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 238/11 21,6
10. Páll Axel Vilbergsson, Skallag. 169/8 21,1
11. Michael Craion, Keflavík 219/11 19,9
12. Justin Shouse, Stjörnunni 178/9 19,8
13. Logi Gunnarsson, Njarðvík 214/11 19,5
14. Martin Hermannsson, KR 185/10 18,5
15. Sveinbjörn Claessen, ÍR 202/11 18,4
Flest stig í deildinni
Jason
Smith úr
KFÍ.
1. Terrence Watson, Haukum 171/11 15,6
2. Matthew Hairston, Stjörnunni 117/8 14,6
3. Chris Woods, Val 153/11 13,9
4. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þ. 151/11 13,7
5. Michael Craion, Keflavík 146/11 13,3
6. Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 136/11 12,4
7. Pavel Ermolinskij, KR 133/11 12,1
8. Birgir Björn Pétursson, Val 113/11 10,3
9. Nigel Moore, Njarðvík 103/11 9,4
10. Nemanja Sovic, Þór Þ. 101/11 9,2
11. Grétar Ingi Erlendsson, Skallagrími 77/9 8,6
12. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 93/11 8,5
13. Ágúst Antantýsson, KFÍ 83/10 8,3
14. Calvin Lennox Henry, ÍR 49/6 8,2
15. Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni 83/11 7,6
Terrence Watson
úr Haukum.
Flest
fráköst
26 ára, 2,02 m á hæð.
38 A-landsleikir.
Það leikur enginn vafi á því að KR hefur
notið góðs af liðstyrknum sem Pavel veitir.
Liðið er taplaust undir hans stjórn og hann
er fyrir liðinu m.a. í fráköstum og stoðsend-
ngum. Hann nýtur þess að vera umkringdur
mjög færum leikmönnum en ég þori alveg að
ullyrða að Pavel gæti bætt við sig í öllum töl-
ræðiþáttum ef þess yrði krafist. Þessir rúmu
veir metrar sem Pavel hefur gera honum
kleift að vera efstur í varnarfráköstum í
deildinni (11,36). Þetta styttir verulega þann
íma sem KR tekur í að koma boltanum upp
öllinn, sem að sama skapi auðveldar liðinu
ð nýta hraðaupphlaup betur.
Það væri hreinlega ósanngjarnt ef Pavel
æri frábær skytta því allt annað gerir hann
érlega vel; mjög góður varnarmaður á sér
minni menn, hefur toppleikskilning, ásamt
því að geta sett stig á töfluna. Pavel er mik-
lvægasti leikmaður KR því hans endurkoma
hefur gjörbreytt dýnamíkinni frá síðasta
ímabili; nokkuð sem frábærir liðsfélagar
hans fá að njóta góðs af.
kij KR – bakvörður
1. Justin Shouse, Stjörnunni 66/9 7,3
2. Emil Barja, Haukum 80/11 7,3
3. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 79/11 7,2
4. Jason Smith, KFÍ 77/11 7,0
5. Vance Cooksey, Snæfelli 67/10 6,7
6. Pavel Ermolinskij, KR 73/11 6,6
7. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR 65/11 5,9
8. Lewis Clinch jr., Grindavík 35/6 5,8
9. Baldur Þór Ragnarsson, Þór Þ. 64/11 5,8
10. Arnar Freyr Jónsson, Keflavík 60/11 5,5
11. Oddur Ólafsson, Val 51/11 4,6
12. Valur Orri Valsson, Keflavík 49/11 4,5
13. Martin Hermannsson, KR 44/10 4,4
14. Orri Jónsson, Skallagrími 47/11 4,3
15. Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni 46/11 4,2
Flestar stoðsendingar
Justin
Shouse úr
Stjörnunni.
TÖLFRÆÐIN Í DEILDINNI