Morgunblaðið - 07.01.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2014 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is DísellyftararMest seldi dísellyftarinn á Íslandi• Hydrostatic drif• Gott ökumannshús• Dempun á mastri• Örugg og góð þjónusta• Andríki rýndi með sínum hætti íatburði ársins 2013:    Ræðumenn ársins: Á jafnrétt-isþingi voru sjö ræðumenn auglýstir. Sex voru konur. Sjöundi var norskur.    Styrkveiting ársins: Ungur ogefnilegur kynjafræðingur fékk 2.250.000 króna styrk úr „jafnrétt- issjóði“ til að vinna rannsókn með það að markmiði „að skoða hvern- ig íslenskar konur upplifa og að- laga sig að móðurhlutverkinu, auk þess að skoða ráðandi orðræður um móðurhlutverkið sem menningarlega og sögulega ákvarðað atferli. Rannsóknin skoð- ar með hvaða hætti orðræða hins „náttúrulega“ birtist á Íslandi þeg- ar kemur að barneignum og umönnun barna og skoða hvernig merkimiðarnir um hina „góðu“ og „slæmu“ móður eru notaðir til þess að stjórna valkostum og hegð- un kvenna. Byggt er bæði á eig- indlegum og megindlegum rann- sóknaraðferðum“. Þessum skattpeningum hefði ekki mátt verja betur.    Ráðstefna ársins: Þrettánhundruð manns, fulltrúar „allra skólastiga“, sátu ráðstefnu um „menntavísindi“. Þeim tíma og peningum hefði ekki getað verið varið betur.    Farþegi ársins: Norskir kratarsýndu myndband af því þegar Jens Stoltenberg forsætisráðherra þeirra tók upp á því að aka leigu- bíl í dulargervi, til þess að komast í beint samband við hinn venjulega Norðmann. Í ljós kom að hinir venjulegu farþegar fengu greitt fyrir, hjá Verkamannaflokknum.“ Glitrandi fjólur síðasta árs STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.1., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri 1 alskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 7 þoka Ósló 0 snjókoma Kaupmannahöfn 6 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 12 léttskýjað Dublin 8 skúrir Glasgow 10 skýjað London 12 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 10 léttskýjað Berlín 7 skúrir Vín 8 léttskýjað Moskva 1 þoka Algarve 17 skýjað Madríd 12 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -32 upplýsingar bárust ekki Montreal 3 skýjað New York 8 skúrir Chicago -25 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:11 15:58 ÍSAFJÖRÐUR 11:49 15:30 SIGLUFJÖRÐUR 11:34 15:11 DJÚPIVOGUR 10:49 15:19 Fyrirhugað er að Iceland opni nýja verslun við Vesturberg 76 í Breiðholti í apríl í húsnæði sem lengi hýsti verslunina Straumnes. Iceland rekur nú þegar verslun í Engihjalla í Kópavogi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Iceland, segir að á næst- unni verði húsnæðið, sem er um 500 fermetrar, tekið í gegn en það hefur verið í nokkurri niður- níðslu um hríð. Iceland keypti húsið. „Ég held að stærðin sé hentug og svæðið gott og held að það sé þörf fyrir verslun þarna,“ segir Árni Pétur. „Þetta verður með sama sniði og í Engihjall- anum en aðeins minna, hér verða allar helstu nauðsynjavörur fyrir heimilið.“ Annað Iceland í Breiðholtið Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur ógilt ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins um að synja Eimskipi að- gangs að gögnum sem lágu til grund- vallar húsleitarheimild Héraðsdóms Reykjavíkur. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá Eimskipafélagi Ís- lands hf. og dótturfélögum þess, Eimskip Ísland hf. og TVG-Zimsen ehf., 10. september síðastliðinn en strax í kjölfar hennar óskaði Eim- skip eftir því að fá áðurnefnd gögn afhent. Þeirri beiðni hafnaði Sam- keppniseftirlitið 13. september. Hús- leit var á sama tíma gerð hjá Sam- skipum og dótturfélögum þeirra. Í fréttatilkynningu frá Eimskipi segir að lagt sé fyrir Samkeppniseft- irlitið að taka á ný afstöðu til beiðni félaganna um aðgang að gögnum. „Í ljósi þessarar niðurstöðu Áfrýj- unarnefndar samkeppnismála gerir Eimskip ráð fyrir því að fá aðgang að umkröfðum upplýsingum og þar með fá frekari upplýsingar um hvers vegna Samkeppniseftirlitið fram- kvæmdi húsleit þann 10. september sl.,“ segir í tilkynningunni frá Eim- skipi. Ákvörðun eftirlitsins ógild  Eimskip væntir að- gangs að gögnunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.