Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 19.02.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2014 fi p y j g p C p iar acc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté prikmeð pa mauki Bruchetta eykmeð tvír ðlahangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu hetBruc ta með hráskinku, balsam nmgrill uðu Miðjarðar- hafsgræ K r a b b a - salat f ðboskum kryddjurtum í brau B r u c h e t t a Mimeð jarðarhafs-tapende aR i s rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn ónmeð japönsku maj sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax alioá bruchettu með grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar ddju, 3 smáar á spjóti m/kry taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum ufyVanill tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum nguKjúkli satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ekki bara hollt snakk. Líka gott á salatið. Hollt oggott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Evrukreppan leiddi í ljós ýmsar brotalamir í hinu sameiginlega myntbandalagi. Talsverð óvissa er enn um framtíðarþróun evrunnar og evrusvæðisins enda eru mörg undirliggjandi vandamál myntbandalagsins óleyst. „Höfuð- vandinn felst í því hve hagþróun hinna ýmsu landa á evrusvæðinu er ólík og endurspeglar að myntbandalagið er ekki byggt upp á forsendum hagkvæms myntsvæðis.“ Þetta segir í skýrslu Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Ís- lands við Evrópusambandið (ESB) og þróun mála innan sambandsins. Bent er á í skýrslunni að þegar efnahags- ástand einstakra ríkja versnar, líkt og hefur til að mynda verið reyndin hjá mörgum ríkjum í Suður-Evrópu undanfarin ár, getur aðlögun ekki orðið í gegnum breytingar á gengi gjald- miðilsins – heldur eru fjármál ríkisins eina stjórntækið til skamms tíma litið. Þetta hefur þær afleiðingar að samkeppnishæfni þessara sömu ríkja getur „þá og því aðeins“ batnað að framleiðni vinnuafls aukist eða að raunlaun lækki. Slíkt getur þó verið hægara sagt en gert. Reynslan hefur sömuleiðis sýnt að sameigin- legur innri markaður Evrópusambandsins fyr- ir vinnuafl er ekki nógu virkur. Fólksflutningar milli landa eru ekki í því mæli að ástandið jafn- ist milli aðildarríkja. Afleiðingin af þessu er því sú að vegna þess að lönd sem eru á ólíkum stað í hagsveiflunni búa við sameiginlegan gjaldmiðil þá gætir „mikils misræmis“ hvað varðar efnahagsástand innan evrusvæðisins. Er evrukreppan því af- leiðing þess að hagkerfi álfunnar eru mjög ólík að uppbyggingu og hefur þessi veikleiki sam- tímis orðið til að auka efnahagsvandann af kreppunni. Skýrsluhöfundar segja að erfitt sé að spá fyrir um hverjar langtímaafleiðingarnar verði á evrusvæðinu en eigi að leysa þessi vandamál þurfi margt að koma til. Frekari samræming í ríkisfjármálum Mjög erfitt hefur reynst að samræma rík- isfjármál evruríkjanna og því má hugsa sér að gripið verði til þess ráðs að taka upp formlegra samráð. Þannig myndu einstök ríki gefa frá sér að minnsta kosti einhvern hluta þess ákvörð- unarvalds sem þau hafa nú yfir eigin ríkisfjár- málum. Samhliða slíkum breytingum gæti fylgt enn frekari samruni á sviði skattamála og milli- færslum fjármagns milli ríkja evrusvæðisins. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er fjallað um þær „getgátur“ um að evrukreppan muni hugs- anlega leiða til þess að myntbandalagið brotni upp þannig að sum ríki neyddust til að taka upp eigin gjaldmiðla meðan önnur haldi áfram með evruna sem sameiginlega mynt. „Kostnaður við slíka uppstokkun yrði trúlega mikill og óvíst hvaða áhrif slíkar hræringar hefðu á efnahags- líf viðkomandi landa.“ Vaxandi vaxtamunur á evrusvæðinu Það hefur vakið eftirtekt á umliðnum árum að þrátt fyrir sameiginlega mynt og sömu pen- ingastjórn þá hefur orðið til talsverður vaxta- munur á milli landa á evrusvæðinu – en slíkt var talið nánast óhugsandi þegar stofnað var til evrunnar um síðustu aldamót. Fram kemur í skýrslunni að þessi vaxtamunur nái til fólks og fyrirtækja, innláns- og útlánsvaxta. Þannig má sjá að meðaltalsinnlánsvextir á reikningum heimila sem eru bundnir til allt að tveggja ára eru lægstir í Eistlandi (0,53%) en hæstir á Grikklandi (3,26%). Innlánsvextir til fyritækja eru sömuleiðis mjög breytilegir innan evrusvæðisins – lægstir í Lúxemborg (0,45%) en hæstir á Kýpur (2,71%). Sama gildir enn- fremur um vexti vegna útlána til húsnæðis- kaupa en þar eru meðalvextir lægstir í Finn- landi (1,46%) en hæstir í Hollandi (4,51%). Mikill vaxtamunur er sömuleiðis í útlánum til fyrirtækja. Hefur vaxtamunur milli einstakra evruríkja farið vaxandi í kjölfar efnahagskreppunnar og eru ástæðurnar einkum ólík staða innlendra bankakerfa, meðal annars vegna gæða lána- safna og fjáhagsstöðu heimila og fyrirtækja. Fjármagnshöft standast ákvæði EES Á það hefur oft verið bent að þau fjármagns- höft sem sett voru á Íslandi haustið 2008 séu í mótsögn við frjálst flæði fjármagns innan Evr- ópusambandsins. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er þó undirstrikað að í samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, sem Ísland gerðist aðili að 1994, er gert ráð fyrir að aðildarríki geti tak- markað fjármagnsflutninga ef hætta er talin á að þeir raski starfsemi fjármálamarkaða. Ríki geta einnig gripið til varrúðarráðstafana ef þau eiga í vanda með greiðslujöfnuð við útlönd. Á þessum forsendum telja íslensk stjórnvöld að núgildandi fjármagnshöft standist ákvæði EES-samningsins. Í aðildarviðræðum Íslands við ESB er ekki enn búið að opna samningskafla um frjálsa fjár- magnsflutninga. Skýrsluhöfundar rifja upp að Ísland sé ekki eina landið til að fá undanþágu frá frjálsu flæði fjármagns. Kýpur, sem varð aðildarríki ESB árið 2004, setti á höft árið 2013 í kjölfar banka- kreppunnar þar í landi. Sendi ESB þá frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að aðildarríki geti set skorður á flæði fjármagns við sérstakar aðstæður þar sem vegið sé að öryggi almenn- ings. Kýpur sé dæmi um land þar sem slíkar að- stæður hafa skapast. Undirliggjandi vandi enn óleystur AFP Höfuðstöðvar ECB Margt þarf að koma til eigi að takast að leysa vanda evrusvæðisins.  Kreppan leiddi í ljós brotalamir myntbandalagsins sem ekki hefur enn tekist að leysa  Þrátt fyrir sömu mynt eru vaxtakjör fólks og fyrirtækja ólík milli landa  Fá ríki uppfyllt Maastricht-skilyrðin ● Icelandair hefur samið við Nýherja um kaup á miðlægum vél- og hugbún- aði sem mun þjónusta upplýsinga- tæknikerfi félagsins. Lausnin er hýst í öryggisvottuðu kerfisrými Nýherja, sem einnig annast rekstur á upplýsinga- tækniumhverfi Icelandair Group, sam- kvæmt tilkynningu frá Nýherja. Semur við Nýherja                                !  !   "# $ #    %  "&'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5              Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ríkjum Evrópusambandsins hefur flestum hverjum tekist illa að uppfylla markmið svo- nefndra Maastricht-skilyrða um afgang af rekstri ríkissjóðs og skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Aðeins fjög- ur lönd ESB – Eistland, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð – hafa ávallt uppfyllt skilyrði um opinber fjármál frá 2001-2012. Í skýrslu Hagfræðistofnunar segir að hlut- fall landa sem ekki standist þessi skilyrði hafi hækkað undanfarin ár. Sú staða end- urspeglar aftur aðþrendga fjárhagsstöðu margra evruríkja. Er þessi þróun áhyggjuefni enda kann hún að auka þrýsting á Seðlabanka Evrópu að kaupa skuldir ríkjanna. Slíkt felur í sér pen- ingaprentun og aukna verðbólgu, sem aftur dregur úr trúverðugleika peningastefnu bankans. Sömuleiðis er vakin athygli á því í skýrslunni að samleitni í stöðu opinberra fjármála hefur minnkað. Það getur aukið þrýsting á að einstök ríki yfirgefi evrusam- starfið til þess að nota peningaprentun til að borga skuldir ríkisins í viðkomandi landi. Líklegt má þó telja að með batnandi efna- hagsástandi muni ríkisfjármál aðildarríkja ESB færast í betra horf. Hins vegar benda skýrsluhöfundar á að hafa verði í huga að önnur vandamál steðja að ESB í þessum efn- um. Þannig geti hækkun lífaldurs krafist enn meira aðhalds í rekstri hins opinbera í lönd- um ESB en núverandi staða kallar á. Ýmsir hagfræðingar hafa gagnrýnt Maast- richt-reglurnar á þeim grunni að þær tak- marki getu ríkja til að nota opinber fjármál til að bregðast við hagsveiflum. Eykur þrýsting á Seðlabanka Evrópu AÐEINS FJÖGUR RÍKI ÁVALLT UPPFYLLT MAASTRICHT-SKILYRÐIN FRÁ 2001-2012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.