Morgunblaðið - 21.02.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.02.2014, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Tiny Guy nefnist leiksýning eftir sviðslistamanninn Friðgeir Ein- arsson sem sýnd verður í Mengi á Óðinsgötu 2, laugardag og sunnu- dag, kl. 21 bæði kvöld. Verkið byggist á rannsóknum Friðgeirs á mannsheilanum, en niðurstaða hans er að við séum of löt til að hugsa. „Með aðstoð traustra vina leiðir Friðgeir okkur í allan sann- leika um hvernig heilinn virkar og kennir okkur hvernig við öðlumst stjórn á eigin hugsunum. Sjáðu hvernig leika má á skynfærin, sjáðu heiminn með nýjum augum og lærðu að nota höfuðið betur,“ segir m.a. í tilkynningu. Leikendur auk Friðgeirs eru Ragnar Í. Bragason, Árni Vilhjálmsson, Jó- hann K. Stefánsson, og Arne MacPherson. Þess skal getið að leikið er á ensku. Í kvöld ómar hins vegar (ó)hljóð- list í boði FALK útgáfunnar í hús- inu þegar þríeyki á þess snærum, Auxpan, KRAKKKBOT & AMFJ, snýr tökkum & býður upp á tals- vert sjónarspil með kl. 21. Hugsar Sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson fjallar um mannsheilann með aðstoð félaga sinna í leiksýningunni Tiny Guy sem sýnd verður í Mengi. Tiny Guy fyrsta leiksýningin í Mengi Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur koma fram ásamt húsbandi Agent Fresco á Edinborg á Ísafirði ann- að kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við menningar- miðstöðina Edinborg og Edinborg Bistró. „Tónleikarnir eru fram- hald af samstarfi þeirra á síðasta ári þar sem þessir flytjendur seldu upp tvenna tónleika í Hörpunni,“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá tónleikahöldurum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðaverðið 2.000 krónur. Forsala miða er á Edinborg og Bar Re- faeli. Á miðnætti að tónleikum loknum hefst síðan dansleikur og er miðaverðið á hann líka 2.000 krónur. Morgunblaðið/Styrmir Kári Töffari Gauti Þeyr Másson betur þekktur sem Emmsjé Gauti. Emmsjé Gauti, Úlf- ur Úlfur og Agent Fresco á Edinborg Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf Sænsk kvikmynd byggð á sam- nefndri metsölubók Jonas Jonas- son. Allan Karlsson ákveður á 100 ára afmælinu sínu að yfirgefa dval- arheimilið sem hann býr á í leyfis- leysi. Karlsson lendir í miklum ævintýrum þar sem harðsvíraðir glæpamenn koma m.a. við sögu og inn í fléttast skrautleg ævisaga hans. Í ljós kemur að hann hefur haft áhrif á marga helstu leiðtoga, einræðisherra og merkismenn mannkynssögunnar. Leikstjóri er Felix Herngren og með aðal- hutverk fara Robert Gustafsson, Iwar Wiklander, David Wiberg, Mia Skäringer, Jens Hultén og Bianca Cruzeiro. Samkvæmt vefnum Kriti- ker.se, sem tekur saman gagnrýni sænskra fjölmiðla, hlýtur myndin meðaltalseinkunnina 3,1 af 5. I, Frankenstein Enn segir af skrímslinu sem vís- indamaðurinn Victor Frankenstein skapaði í skáldsögu Mary Shelley. 200 ár eru liðin frá því óskapnað- urinn vaknaði til lífsins og gengur hann nú undir nafninu Adam. Hon- um tekst að flýja skapara sinn, alla leið til norðurpólsins, verður þar fyrir árás djöfla en er bjargað af verum sem erkiengillinn Mikael skapaði, eins og segir í tilkynningu. Adam þarf þó áfram að berjast við djöflana. Leikstjóri er Stuart Beatt- ie og með aðalhlutverk fara Aaron Eckhart, Bill Nighy og Miranda Otto. Metacritic: 30/100 Nebraska Nýjasta kvikmynd leikstjórans Al- exanders Paynes, sem á m.a. að baki Sideways og The Descendants. Fyrirferðarmikill eldri maður frá Missouri er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara í happa- þrennu og veit ekki af því að hann er í raun fórnarlamb svikamyllu. Hann fær son sinn til að fara með sér til Nebraska og innheimta vinn- inginn og reynist sú ferð þeim báð- um lærdómsrík og ábatasöm. Með aðalhlutverk fara Bruce Dern, Will Forte, Bob Odenkirk, June Squibb og Stacy Keach. Metacritic: 86/100 Ride Along Ben Barber er öryggisvörður í grunnskóla og á sér þann draum að verða lögreglumaður. Hann hefur þó ekki látið verða af því að sækja um í löggunni þar sem bróðir unn- ustu hans, James, er lögga og hefur lítið álit á honum. Ben ákveður að sanna fyrir James að hann sé karl í krapinu og verðugur eiginmaður systur hans. Leikstjóri er Tim Story og í aðalhlutverkum Ice Cube, Ke- vin Hart, John Leguizamo og Tika Sumpter. Metacritic: 41/100 Gamlingi, Frankenstein, svikamylla og löggugrín Gamlingi Stilla úr sænsku myndinni Hundraåringen som klev ut genom fönstret och försvann, þ.e. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Bíófrumsýningar EGILSHÖLLÁLFABAKKA I,FRANKENSTEIN KL.5:50-8-10:10 I,FRANKENSTEINVIP KL.3:40-5:50-8-10:10 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.4:10-6:20 THELEGOMOVIE ÍSLTAL2DKL.3:40-5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.3:40-8:30-10:40 OUTOFTHEFURNACE KL.5:40-8-10:20 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 LASTVEGAS KL.8 AMERICANHUSTLE KL.10:10 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.4-6 FROSINN ÍSLTAL2D KL.3:20 KRINGLUNNI GAMLINGINN KL.5:30-8-9-10:30 THELEGOMOVIE ÍSLTAL KL.3D:4:10-6:20 2D: 4:10 12YEARSASLAVE KL. 6:20 WOLFOFWALL STREET KL. 9 GAMLINGINN KL.3:10-5:35-8-10:20 I,FRANKENSTEIN KL.8-10:10 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 THELEGOMOVIE ÍSLTAL KL.3D:3:40-5:50 2D:3:10 FROSINN ÍSLTAL2D KL.3:20 OUTOFTHEFURNACE KL.8 -10:25 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.8-10:20 LAST VEGAS KL. 5:40 NÚMERUÐ SÆTI SPARBÍÓ MERKTAR MEÐ GRÆNU EÐA APPELSÍNUGULU KR.750 Á APPELSÍNUGULT OG KR. 1000 Á GRÆNT I,FRANKENSTEIN KL.10 RIDEALONG KL.8 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3D KL.5:50 ROBOCOP KL.10:30 JÓNSIOGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2DKL.6 KEFLAVÍK AKUREYRI I,FRANKENSTEIN KL.8-10:30 GAMLINGINN KL.8 THELEGOMOVIE ÍSLTAL3DKL.5:50 THELEGOMOVIEENSTAL2DKL.5:50 LÍFSLEIKNIGILLZ KL.10:10 TIME  HOLLYWOOD REPORTER  “HLÓGUMVANDRÆÐALEGA MIKIÐ...“ STÆRSTAFJÖLSKYLDUMYND ALLRA TÍMA Í FEBRÚAR SÝNDMEÐ ÍSLENSKUOG ENSKU TALI Í 2D OG 3D ENTERTAINMENT WEEKLY  CHICAGO SUN-TIMES  “ONE OF THE BEST MOVIES I’VE SEEN THIS YEAR.“ GDÓ - MBL  AARON ECKHART ER MAGNAÐUR Í ÞESSARI STÓRKOSTLEGU HASARMYND GAMANMYNDIN SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN Á NORÐULÖNDUNUM ENTERTAINMENT WEEKLY  ROGEREBERT.COM  AFTENBLADET  EXPRESSEN  SVERIGES RADIO  SVENSKA DAGBLADED  AARON ECKHART 12 12 12 L L L ÍSL TAL 6 Óskarstilnefningar 2 Golden Globe verðlaun ÍSL TAL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar RIDE ALONG Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 ROBOCOP Sýnd kl. 8 - 10:25 THE LEGO MOVIE 3D Sýnd kl. 3:50 - 6 THE LEGO MOVIE 2D Sýnd kl. 3:50 DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:45 - 8-10:25 SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 3:45 „Óvæntasta mynd sem ég hef séð lengi í bíó“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn „Fyndnasta mynd sem ég hef lengi séð, algjört ÆÐI“ T.V. - Séð og Heyrt/ Bíóvefurinn G.D.Ó. - MBL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.