Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 og fundið lyktina án þess að kúgast. Þeir hegða sér líka öðruvísi. Alltaf að hugsa út í hvernig þau klæða sig, fara í bæinn og hitta hina og þessa. Ég er samt smá-pjattrófa líka. MARÍA: Smá, öðruvísi, ekki svona mörg dýr í borginni. ÞÓRIR: Eiginlega allir sem ég þekki búa ekki í sveit. Mér finnst betra að búa í sveit en blokk. Það má ekki hafa dýr í blokk. Á Hraðastöðum er starfsræktur húsdýragarður, hvernig kom það til? SARA: Þetta byrjaði allt saman í fyrra og við ákváðum að prufa þetta. Fólki finnst svo þægilegt að koma hingað, stutt að fara, dýrin eru spakari og hægt að klappa þeim. Gestirnir geta rölt hérna um og skoðað dýrin sem eru til sýnis. Hingað koma bæði hópar og mikið um fjölskyldur. Hér eru haldin bekkjarkvöld og afmæli. Leikskólarnir eru líka hér daglega í maí. Húsdýragarðurinn er opinn alla daga vikunnar. MARÍA: Það er mjög gaman að fá alla krakkana í heimsókn í sveitina. Hvað ætlið þið að gera í sumar? MARÍA: Ég ætla til Danmerkur með systur minni og mömmu. Ég missi samt af 17. júní. ÞÓRIR: Ég er að fara á hestanám- skeið, held að ég fari líka í sumarbú- stað til ömmu og afa. SARA: Vera heima og hjálpa mömmu með húsdýragarðinn. Svo skelli ég mér til Noregs í lok sumars til ömmu og afa í heimsókn. „Krakkar sem búa ísveit eru ekkieins miklarpjattrófur.“ Myndir: Eggert Jóhannesson Nína heldur utan um húsdýragarðinn í Mosfellsdal. Gabríel með kanínu. Guðmundur með lítinn hvolp. Þetta lamb kom í heiminn meðan Barnablaðið var í heimsókn. MARÍA ÞÓRIR SARA

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.