Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 24.06.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.2014, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2014 4 BÍLAR Ö ðru hverju koma fram bílar sem eru á skjön við samkeppnina en hitta samt í mark. Mitsubishi Outlander PHEV er einn þeirra en PHEV stendur fyrir Plugin Hybrid Electric Vehicle eða tengiltvinnbíll, jafn þjált og það hljómar. Með örri þróun rafgeyma á síðustu árum er nú mögulegt að nota stærri og öfl- ugri rafgeyma, en það opnar á möguleikann að nota utanaðkom- andi rafmagn sem orkugjafa. Mit- subishi hefur áttað sig á þessari staðreynd og kemur nú fram með bíl með sjaldséðar eyðslutölur og býður hann á raunhæfu verði. Til að prófa slíkan bíl þarf góðan tíma og það var nákvæmlega það sem sölumenn Heklu gáfu okkur. Var bíllinn prófaður í tæpa viku við akstur bæði innanbæjar og úti á landi sem gaf okkur góðan tíma til að átta okkur á honum og satt best að segja óx álit okkar á hon- um eftir því sem við höfðum hann lengur. Eins og venjulegur bíll, og þó? En hvernig virkar tengiltvinnbíll- inn í raun og veru? Hann lítur ekk- ert öðruvísi út en venjulegur jepp- lingur, ekki einu sinni þegar sest er upp í hann. Sjálfskiptingin er á sín- um stað og það eru kannski aðeins fleiri takkar en maður sér í öðrum bílum. Þegar ýtt er á start-rofann verður munurinn samt augljós því að það eina sem heyrist er lágt suðið frá rafmótorunum þegar maður fer hljóðlega af stað. Bíllinn sér sjálfur um að velja hvort hann noti rafmagn eða bensín en í bíln- um eru tveir rafmótorar, einn á hvorum öxli svo að í raun og veru er hér um fjórhjóladrifsbíl að ræða þótt bensínvélin knýi aðeins áfram framhjólin. Eins getur ökumað- urinn valið hvernig bíllinn notar afl- ið og hvort verið sé að hlaða og þá hvernig. Til dæmis er hægt að láta bílinn ganga á bensínvélinni til að spara rafmagnið fyrir aðstæður er henta betur slíkum akstri, eins og akstri innanbæjar. Þá hleður hann rafgeymana á meðan upp í 70% hleðslu en fulla hleðslu fær hann frá venjulegri heimtaug. Við próf- uðum tvisvar að fullhlaða bílinn á meðan á reynsluakstrinum stóð og í bæði skiptin tók það aðeins um fimm tíma að hlaða hann með venjulegri 10 ampera innstungu. Eins er hægt að renna bílnum upp að hraðhleðslustöð sem hleður þá bílinn 80% hleðslu á innan við hálftíma. 200 kílóum þyngri En er eitthvað öðruvísi að aka Mitsubishi Outlander PHEV en jepplingi af sambærilegri stærð? Við vorum reyndar búnir að prófa hefðbundinn Outlander á síðasta ári svo að við höfðum góðan sam- anburð. Fyrir það fyrsta finnst vel að Mitsubishi Outlander PHEV er talsvert þyngri en dísilbíllinn og munar þar 200 kílóum sem raf- hlöðurnar og rafmótorarnir bæta við eigin þyngd bílsins. Fyrir vikið er hann stinnari í fjöðrun til að ráða við aukna þyngd og finnst það talsvert í akstri. Aukaþyngdin er hins vegar mjög neðarlega í bílnum sem gerir það að verkum að hann liggur vel þrátt fyrir aukna þyngd sína. Munar þar líka um að S-AWC-fjórhjóladrifið frá rafmót- orunum sér um að dreifa átakinu eftir því hvernig bílnum er ekið svo að það hámarkar grip hans í akstri. Almennt er afldreifingin 60% að framan og 40% að aftan en einnig má stilla á 4WD-læsingu sem jafn- ar aflið á milli ása. Í akstri er bíllinn líka einstaklega hljóðlátur og kannski þess vegna verður maður meira var við veghljóð en áður. Bíll- inn líður nánast hljóðlaust áfram, einnig á meiri ferð, og þegar hann skiptir yfir í bensínmótorinn er átakið vart finnanlegt og vélin það þýð að maður áttar sig varla á því að hann er farinn að keyra á bens- íninu. Eins og áður sagði er bíllinn nánast sá sami að innan og hann er rúmgóður af jepplingi að vera. Meira að segja farangursrýmið er rúmgott og aðgengilegt þrátt fyrir að hluti þess fari nú undir hleðslu- snúrur og hleðslutengi. Ef eitthvað er mættu sætin vera mýkri og þægilegri til að vega upp á móti stífari akstri bílsins. Sér á parti eins og er Erfitt er að bera Outlander PHEV saman við aðra bíla og í raun Njáll Gunnlaugsson reynsluekur Mitsubishi Outlander PHEV Mitsubishi Outlander PHEV Árgerð 2014 • 18 tommuálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.810 • Farangursrými: 463 lítrar • 0-100km/sek.: 11 •Hámark: 171 km/klst. • Fjórhjóladrif •Verð frá: 6.690.000kr. • 1,9L/100km íbl.akstri • Umboð:Hekla •Mengunargildi: 44gCO2/km •2,0 lítradísilvél • 200hö338Nm •Þrepalaussjálfsk. Plugin Hybrid Electric Vehicle stendur einfaldlega fyrir tengiltvinnbíl sem er tveir bílar í einum, rafbíll og alvöru bensínbíll. Endurkoma Mitsubishi? Kostir: Lítil eyðsla, rúmgóður, hljóðlátur Gallar: Stinn sæti, stíf fjöðrun Tengiltvinnbíllinn Mitsub- ishi Outlander PHEV er rúmgóður af jepplingi að vera. Meira að segja far- angursrýmið er rúmgott og aðgengilegt þrátt fyrir að hluti þess fari nú undir hleðslusnúrur og hleðslu- tengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Bílar (24.06.2014)
https://timarit.is/issue/373467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Bílar (24.06.2014)

Aðgerðir: