Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 5
BARNABLAÐIÐ 5 Hér má sjá Mikael fremstan í flokki. Hafið þið leikið eitthvað áður? Gríma: Ég lék í Óvitunum. Mikael: Ég hef ekkert leikið áður. Er ekkert erfitt að klifra og setja sig í spor apa? Gríma: Hef æft mig frá því ég fæddist. Hef alltaf verið mikill klifurapi. Mikael: Ég datt einu sinni um fötu en það var allt í góðu. Hvað er skemmti- legast í sýningunni? Gríma: Það er svo margt sem er gaman. Gaman að blása sápukúlur og fara í sturtu. Mikael: Það er fyndið þegar maður fer í sturtu. Hafa vinir og fjölskylda séð sýninguna? Gríma: Já, nokkrir krakkar í skólanum hafa séð sýninguna og eru mikið að spekúl- era í þessu og spyrja mig stundum út í leikritið. Hver eru ykkar helstu áhuga- mál? Mikael: Ég æfi fótbolta með KR en Gabríel frændi minn æfir með Val. Maður getur meitt sig en það er mjög skemmtilegt. Gríma: Ég er að æfa jazzballett. Maður þarf að vera mjög skipu- lagður til að koma þessu öllu fyrir á stundaskránni. Hvað ætlið þið að vera þegar þið verðið stór? Mikael: Kannski górillur. Gríma: Veit ekki. Leika í sirkus eða leikriti. Hafið þið horft á hvort annað í sýningunni? Gríma: Já, það er dáldið skrýtið að horfa á leikritið úr salnum. Mikael: Það er ekkert svo gaman af því að maður veit alltaf hvað er að fara að gerast. Gríma: Leiðinlegast er að apinn á engan vin, bara hestinn. Væri skemmtilegast að hafa tvo apa á sviðinu. Annars eru hesturinn og apinn bestu vinir. Mælið þið með sýningunni? Gríma: Já, Lína Langsokkur er mjög skemmtilegt leikrit. Það ættu allir að sjá sýninguna og skemmta sér. Hafa gaman af lífinu. Mikael: Ein lítil stelpa sem sá sýninguna um daginn sagði við mömmu sína: „Ég vil að þetta leik- rit hætti aldrei.“ Stundum eru líka krakkar að benda á okkur og segja: „Sjáðu, þarna er api að klifra.“ „Bún- ingurinn eralveg rosalegaheitur, sérstaklegaþegar ljósið skíná mann.“ „Ap- arnir eru alltaf að reyna að vera eins sterkir og Lína en tekst ekki.“ Ágústa Eva í gervi Línu og Gríma sem Herra Níels.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.