Morgunblaðið - 27.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.2014, Blaðsíða 17
Hinn 8. október sendi fram- kvæmdastjórn ESB frá sér skýrslu um fram- gang viðræðna við þau lönd sem ann- aðhvort er búið að samþykkja sem umsóknarríki um aðild eða sem væntanlega um- sækjendur. Í fyrri hópnum eru Svartfjallaland, Serbía, Albanía, FYR Makedónía, Tyrkland og Ísland. Seinni flokkinn fylla svo Kosovo og Bosnía-Hersegóvína. Í ár bregður svo við að staða Íslands sem umsóknarland er afgreidd með einni setningu sem í lauslegri þýðingu hljóðar svo: Í kjölfar ákvörðunar rík- isstjórnar Íslands hafa aðild- arviðræður legið niðri síðan í maí 2013 (following a decision of the Icelandic government, accession negotiations have been put on hold since May 2013). Þessar skýrslur fram- kvæmdastjórnarinnar und- anfarin ár eru ein meginheim- ild stöðu og framgangs við- ræðnanna á hverjum tíma. Einnig má lesa í þeim á hverju strandar á hverjum tíma varð- andi framgang viðræðnanna í þeim köflum sem viðræður höfðu verið opnaðar. Það má þó öllum vera ljóst að viðræður Íslands og ESB voru komnar í strand löngu fyrr. Erfitt er kannski að benda á nákvæma tímasetn- ingu en sú staðreynd að ESB hefur aldrei lagt fram rýni- skýrslu sína um sjávarútveg talar sínu máli. Rýnifundur með ESB þar sem íslensk stjórnvöld kynntu íslensku löggjöfina um sjáv- arútveg var hald- inn dagana 28. febrúar til 2. mars 2011 eða fyrir fjór- um og hálfu ári. Engin dæmi eru um að ESB hafi dregið svo lengi, án sjáanlegra skýr- inga, að leggja fram svo mik- ilvæga rýniskýrslu. Rýn- iskýrslan er lykilgagn í hverj- um samningskafla og greinir frá því hvort eða hvaða kröfur ESB setur fram fyrir frekari framgangi viðræðnanna. Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri og höfundur Viðauka I við Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands sem bar heitið: Aðild- arumsókn Íslands og stækk- unarstefna ESB, benti á þetta í yfirgripsmiklu erindi sem hann hélt á aðalfundi Heims- sýnar hinn 9. október sl. Af- leiðingin var sú að aðild- arviðræðurnar hlutu að sigla í strand. Ótal spurningar vakna í þessu samhengi og svörin við þeim liggja yfirleitt ekki á lausu heldur verður að leiða líkur að hinu líklega samhengi hlutanna. Ágúst reifaði í þessu sam- hengi kafla úr fyrrnefndum Viðauka I um grundvallarskil- yrði fyrir stækkun en þar seg- ir orðrétt í kafla 5: „Að því er varðar efnisleg atriði er al- mennt viðurkennt að umsókn- arríkin gangast undir ákveðin grundvallarskilyrði fyrir stækkun (principles of en- largement) sem eru í megin- atriðum að þau samþykki sátt- mála ESB, markmið þeirra og stefnu og ákvarðanir sem hafa verið teknar síðan þeir öðl- uðust gildi. Grundvallarskil- yrðin eru fjögur: í fyrsta lagi snýst stækkun um aðild að stofnun sem er fyrir hendi en ekki að til verði ný stofnun, í annan stað þarf umsóknarríki að samþykkja réttarreglur bandalagsins, acquis commu- nautaire, í einu og öllu, í þriðja lagi skulu umbreytingafrestir (e. transitional periods) vera takmarkaðir og ekki fela í sér undanþágur frá grunnsáttmál- unum og þeim meginreglum sem bandalagið byggir á. Í fjórða lagi er um að ræða skil- yrðasetningu, sem á ensku hefur verið nefnt conditiona- lity. Hið síðastnefnda varð hluti af aðildarferlinu vegna stækkunar sambandsins 2004 og 2007. Fyrstu þrjú skilyrðin voru þegar hluti af stækkun sambandsins árið 1973. Þessi grundvallarskilyrði eru al- mennt viðurkennd þótt þau séu ekki talin í áðurnefndri 49. gr. SESB.“ Fjórða skilyrðið þýðir í raun að orðið er til eins konar for- aðildarferli. Hér á landi hefur hart verið tekist á um hvort ESB-viðræðurnar hafi snúist um aðlögun. Því verður tæpast á móti mælt að þetta skilyrði sýni svo ekki verður um villst að til að eiga möguleika á aðild verður umsóknarlandið að að- lagast tiltekinni stöðu fyrir- fram. Markmiðið er að við- komandi land verði þess fullbúið að uppfylla kröfur sem gerðar eru til aðildarríkis og að innleiða löggjöf og reglu- verk sambandsins með skil- virkum hætti. Ef litið er til greinargerð- arinnar sem fylgdi með þings- ályktun alþingis um að sækja skyldi um aðild að ESB sést að Ísland var í raun að gera kröf- ur um frávik eða breytingar á sjávarútvegsstefnu sambands- ins. Ef ESB hefði átt að verða við þeim hefði þurft að víkja frá fyrsta skilyrðinu sem þarna er nefnt. Það þarf því ekki mikið ímyndunarafl til að segja sér að rýniskýrsla ESB myndi einmitt gera kröfur til Íslands til að aðlagast sameig- inlegu sjávarútvegsstefnunni rétt eins og gert var í rýn- iskýrslu fyrir landbúnað þar sem sett var fram krafa um tímasetta aðgerðaáætlun. Greinargerðin með þings- ályktun alþingis felur í sér upptalningu á alls konar skil- yrðum fyrir aðild. Af þessum fjórum skilyrðum sem ESB setur fyrir aðild má ráða að aðildarsamningur á þeim for- sendum er í raun óhugsandi. Þetta á ekki bara við um sjáv- arútveg þótt hagsmunirnir séu mestir þar, heldur einnig land- búnað og fleiri atriði. Nið- urstaða Ágústar Þórs var því að óhugsandi sé að halda áfram með eða kannski öllu heldur taka upp að nýju við- ræður um aðild Íslands að ESB á grundvelli samþykktar alþingis frá 16. júlí 2009. Um- sókn Íslands um aðild að ESB ber því að kalla heim hið snar- asta. Eftir Ernu Bjarnadóttur » Það má þó öllum vera ljóst að viðræður Íslands og ESB voru komnar í strand löngu fyrr. Erna Bjarnadóttir Höfundur situr í fram- kvæmdastjórn Heimssýnar. ESB-umsóknin þarf að koma aftur heim 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2014 Sprengjugengið að störfum Börnin voru mjög hrifin af ótal tilraunum sem þau sáu á vísindadegi Háskóla Íslands á laugardag en þeim þótti vissara að halda fyrir eyrun. Golli Getuleysi ráð- herra ríkisstjórn- arinnar til að eiga efnislega og mál- efnalega umræðu um kosti og galla vélbyssuvæðingar lögreglunnar er til vitnis um algeran skort á verkstjórn og ábyrgð. Grund- vallarskylda ráð- herra er að verja ákvarðanir stofnana sem undir ráðherra heyra og annað tveggja færa fyrir þeim rök, eða breyta um stefnu og snúa við þeim kúrsi sem stofnanirnar hafa tekið. Það er ekki valkostur fyrir alvöruríkisstjórn að fara í felur, neita að svara spurn- ingum fjölmiðla og deila dónaskap og hálfkveðnum vísum á samfélagsmiðlum. Nokkrir stjórnarþingmenn hafa verið gerðir út af örk- inni með stóryrðum og upp- hrópunum og stilla efasemd- um upp sem vantrausti á lögregluna. Það er afvega- leiðing umræðunnar. Ég held að traust til lögreglunnar sé almennt mikið og verð- skuldað, en það kemur mál- inu ekkert við. Grundvallarbreytingin sem nú er boðuð er að hríðskota- byssur sem norski herinn – ekki norska lögreglan – hefur hingað til notað, verði al- mennt aðgengilegar fyrir ís- lenska lögreglu. Sérstakt áhyggjuefni er ef brotamenn geta gengið að því sem vísu að í lögreglubílum séu skot- vopn. Það mun hafa áhrif á viðbúnað þeirra og nálgun þeirra gagnvart brotaþolum og löggæslunni. Hvernig munu brotamenn bregðast við aðvíf- andi lögreglu- bifreið ef þeir vita að í henni eru skotvopn og lög- reglumenn hefur beina heimild til að nota þau? Munu þeir þá vígbúast frekar? Beita lögregluna eða brotaþola meira ofbeldi? Samhengi vopnaburðar lögreglu og af- brota hefur verið gríðarlega mikið rannsakað og rökrætt í öllum löndum. Hér á landi höfum við rökrætt hvort lög- reglan eigi að hafa rafbyssur og ekki komist að niðurstöðu enn. Það er algerlega óhugs- andi að grundvallarbreyting á aðgangi lögreglumanna að sjálfvirkum hervopnum í daglegum störfum sé ákveðin af fáeinum yfirmönnum í lög- reglunni, án lýðræðislegrar umræðu og umboðs. Það er tími til kominn að rík- isstjórnin standi undir lág- markskröfum sem gera verð- ur til ábyrgra stjórnvalda. Eftir Árna Páll Árnason » Það er ekki val- kostur fyrir ráð- herra að fara í fel- ur, neita að svara spurningum fjöl- miðla og deila dóna- skap og hálfkveðn- um vísum á samfélagsmiðlum. Árni Páll Árnason Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Byssubrenndir ráðherrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.