Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 6
 MÁLFRÍÐUR Við erum aldrei of gömul til að leika okkur. Sólrún Inga Ólafsdóttir, MA í ensku til vinstri og Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, M.Paed í ensku. Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir og Sólrún Inga Ólafsdóttir Eru framhaldsskólanemendur of gamlir fyrir leiki? Stofa 325 í Borgarholtsskóla kl. 10:42: Ljóshærð kennslukona með spékoppa og hrossahlátur stjórnar keppni á milli stráka og stelpna, þar sem slegist er um að hlaupa og ná bjöllunni og svara spurningum um kaflana úr ensku skáldsögunni sem þau lásu yfir um helgina. Spurningum sem þau sömdu sjálf, nota bene. Hlátrasköllin og spenningurinn gefa til kynna að í þessari kennslustund sé gaman. Stofa 303 í Borgarholtsskóla á sama tíma. Dökkhærð kennslu­ kona, spékoppalaus með öllu þó að línurnar í kring­ um augun sýni hvert brosið hefur náð í gegnum tíðina, lætur sér nægja að glotta út í annað á meðan hún fer yfir dagbækur nemenda og fylgist um leið með nokkrum fjögurra manna hópum átján ára nemenda sinna sem keppa sín á milli í samstæðu­ spili með ýmsum dýrasamlíkingum sem nemendur höfðu verið að læra um stuttu áður. „As brave as a....” Nemandi leitar að mynd af ljóni en finnur ekki og ber æstur í borðið. Hinir hlæja og næsti á leik. Hann er kominn með sex slagi og er að vinna. Nei, framhaldsskólanemendur eru svo sannarlega ekki of gamlir til þess að leika sér. Flestir tungumálakennarar á Íslandi eru eflaust meðvitaðir um mikilvægi leikja í málanámi. Leikirnir geta verið af öllum toga, allt eftir aldri og getu nem­ endahópsins. Þar sem við stöllurnar kennum báðar ensku í framhaldsskóla vildum við gjarnan miðla svolítið af þeirri reynslu okkar. Hvernig leikir henta best? Oftast eru leikirnir sem við notum í kennslustund­ um einhvers konar keppni á milli nemenda. Oft á tíðum er byrjað að fara yfir námsefnið á „hefðbund­ inn” hátt og síðan er unnið frekar með það í gegnum leiki, oftast í formi keppni. Það geta verið borðspil sem við höfum sjálf búið til, t.d. spil sem er með fjölmörgum reitum sem liggja að markinu og ólíkum verkefnum á hverjum reit. Spurningar úr texta sem við lásum, þ.e. bæði efnisspurningar og orðaforða­ spurningar, krafa um að sagnorð séu leikin (action­ ary) svo að viðkomandi fái að halda áfram (kasta teningnum) og þar fram eftir götunum. Aðrir borð­ leikir eru til dæmis samstæðuspil (memory game) sem við notum þegar við erum að kenna orðatil­ tæki/„idioms“ („As proud as a...” og svo þurfa þau að finna mynd af páfugli (peacock), „Veiðimaður” eða „Go fish!” þar sem nemendur hafa kannski „did” á hendi og þurfa að eignast „do” og „done” til þess að fá slag. Þeir þurfa því að kunna að biðja um rétta tíð sagnarinnar. Kostir borðspila eru að meiri líkur eru á að hver og einn sé virkur þar sem þeir spila yfirleitt bara í pörum eða sem einstaklingar. Leikirnir geta reynt á alla færniþættina í einu, en stundum er áherslan á einn þátt, s.s. lesskilning. Einn leikur er til dæmis þannig að nemendur eru settir í hópa, ca. 3­5 í hóp og eru með ljósritaðar fræðigreinar sem þeir þurfa að kunna skil á fyrir munnlegt próf. Þá höfum við búið til krossgátur með lykilorðum í greinunum og keppni á milli hópa um það hver er fyrstur að leysa krossgáturnar. Í þessari keppni má heyra saumnál detta þar sem nemendur eru á kafi við að lesa greinarnar og reyna að finna út úr samhengi greinarinnar hvað orðin þýða sem eru í krossgátunni. „Actionary” og „pictionary” er hægt að útfæra á ýmsan hátt, sérstaklega til þess að festa orðaforða og orðasambönd betur í minni. Þessir leikir hjálpa nemendum að skilja og muna orð betur heldur en bara með því að heyra þau eða sjá á prenti. Frægur (eða kannski alræmdur) er leikurinn okkar þar sem nemendur eiga að leika ýmsar sjávarskepnur og fá aðra nemendur til þess að átta sig bæði á enska og íslenska heitinu. Það reynir virkilega á hugvits­

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.