Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 15
MÁLFRÍÐUR 1
innflytjendur, eða þeir sem læra önnur tungumál
sem erlent mál, nái jafngóðum tökum á málinu og
þeir sem fæddir eru í viðkomandi landi. Ég hef hitt
marga útlendinga sem tala frábæra íslensku, en
verð að viðurkenna að í kennslu minni geri ég ekki
þá kröfu til nemenda minna að þeir tali eins og þeir
séu uppaldir frá unga aldri í enskumælandi landi og
satt best að segja geri ég mér fulla grein fyrir mínum
eigin takmörkunum í þeim efnum. Í þessu samhengi
dettur mér í hug skrif Vivan Cook sem heldur því
fram að það sé viðtekin venja að líta svo á að sá sem
tileinkar sér annað tungumál og nær góðri færni sé
engu að síður verri málnotandi en sá sem á þetta
tungumál að móðurmáli. Viðmiðið hefur ævinlega
verið móðurmálsnotendur og hvernig þeir tala og
beita málinu. Samkvæmt Vivan Cook er þessi sam-
anburður ekki réttmætur. Hann hafnar því að hægt
sé að dæma málfærni og tungutak fólks gott eða
vont, því svo lengi sem tungumálið sé notað á við-
urkenndan hátt og menn geti gert sig skiljanlega
innan málsamfélagsins, þá sé málfarið gott. Á sama
hátt er það millimál (e. interlanguage) sem tvítyngd-
ir nota ekki verra en mál móðurmálsnotenda heldur
bara öðruvísi. Það að einblína á móðurmálsnotand-
ann sem fyrirmynd góðrar málfærni, hefur gert það
að verkum að við höfum ekki komið auga á þá stað-
reynd að vel málfærir einstaklingar sem tala annað
tungumál tala sérstakt mál sem er fullgilt tungumál.
Cook mælir með því að við lítum á þá sem tala
annað tungumál sem fjölhæfa málnotendur en ekki
sem lakari móðurmálsnotendur. Satt best að segja
gæti ég ekki verið meira sammála. Hyltenstam og
Abrahamsson draga þá ályktun af rannsókn sinni
að við eigum að endurskoða þá kenningu að þeir
sem hefji máltöku hins erlenda máls snemma, nái
sjálfkrafa sömu tökum á nýja tungumálinu og inn-
fæddir, frekar ættum við að líta svo á að „þeir standi
jafnfætis innfæddum“ (bls. 69). Ef nemendur mínir
ná þeirri færni þá er ég ánægð.
Þriðja greinin í þessari ágætu bók er eftir Richard
W. Schmidt, virtan fræðimann á sínu sviði, en hann
fjallar um þátt meðvitundar í námi annars mál. Efni
greinarinnar er spennandi en ég verð að viðurkenna
að trúlega hefði ég náð inntakinu betur með því að
lesa hana á frummálinu. Kannski vegna allra nýju
íslensku fagorðanna, ef til vill vegna þess að ég er
ekki nógu vel að mér í fræðunum, en ég náði efninu
þó það vel að ég er fyllilega sammála niðurstöðum
hans, um að „tungumál neðan vitundarmarka sé
óhugsandi og inntaka (e. inntaka) sé það sem nemar
taka meðvitað eftir meðan á henni stendur“ (bls.95).
Eins og ég segi stundum við nemendur mína; maður
lærir ekki tungumál með húðinni, það er ekki nóg
að sitja í tímum, heldur verður líka að taka virkan
þátt í kennslunni.
Joan Kelly Hall er á svipuðum slóðum er hún
fjallar um gagnvirk samskipti innan kennslustof-
unnar og þeim mynstrum sem geta einkennt sam-
skipti í kennslustundum. En hún bendir á mikilvægi
samskipta á hinu erlenda máli innan kennslustof-
unnar og hlutverk kennarans í að dýpka skilning
nemenda. Hún ræðir annars vegar um IRE-sam-
skipti, sem í íslenskri þýðingu kallas kveikja-svar-
mat eitthvað sem við könumst eflaust flest við, þ.e.
spurning frá kennaranum kallar á ákveðið svar frá
nemandanum sem fær svo svörun frá kennaranum
sem metur hvort svarið er rétt eða rangt. Í framhald-
inu bendir hún á n.k. útvíkkun þessarar aðferðar
(IRF), sem er kveikja – svar – eftirfylgni, þ.e. kenn-
arinn fylgir eftir svörum nemendanna með því að
biðja þá um frekari skýringar, tjá sig, skýra mál sitt,
fjalla um svör annarra nemenda eða tengja svör sín
eigin reynslu. Það að kennarinn tók upp þráðinn
og rétti nemendunum til frekari útlistunar, opnaði
frekari umræður, sem hvatti nemendur til að nota
markmálið. Höfundur bendir einnig á að rannsókn-
ir staðfesta mikilvægi samræðuformsins í kennslu
til að hún verði merkingarbær og ögrandi á mark-
málinu frá byrjun. Sem kennarar þekkjum við það
öll að um leið og við getum fylgt því eftir sem verið
er að fjalla um hverju sinni og tengt það reynslu
nemenda, þá fáum við óteljandi svör á markmálinu
og ef vel tekst til þá hætta nemendur að læra með
húðinni og heilinn tekur við.
Síðasta greinin um rannsóknir og kenningar fjallar
um frálagstilgátuna: Kenningar og rannsóknir (The
Output Hypothesis). Þar færir Merill Swain rök fyrir
því að frálag sé ekki afurð heldur ferli, þ.e. hluti af
námsferli nemandans, og að nemandinn prófar sig
áfram miðað við endurgjöf hverju sinni, þ.e. hann
fær staðfestingu á því að hann notaði málið rétt eða
lærir af þeim mistökum sem hann gerir. Nemandi
sem skilar breyttu frálagi út frá svörun umhverf-
isins er líklegri til að læra form tungumálsins en sá
sem gerir það ekki. Það að nemandinn fái tækifæri
til að nota tungumálið á virkan hátt, hvort sem er í
tali eða ritun, fái viðbrögð og endurskoði málnotkun
sína eftir því, getur sagt til um hvort tileinkun hefur
átt sér stað eða ekki. Það tók mig nokkurn tíma að
meðtaka þessa grein enda fræðin flókin en spenn-
andi og svei mér þá ef hér er ekki staðfest ýmislegt
sem við vitum sem höfum kennt erlend mál. Virkur
nemandi lærir en sá óvirki ekki.