Reykjanes - 30.04.2014, Síða 4
4 30. apríl 2014
Hvað á að kjósa?
Nú styttist í að Suðurnesjamenn eins og aðrir landsmenn gangi að kjörborðinu og velji fulltrúa til setu í sveit-
arstjórn í sínu sveitarfélagi.
Í Reykjanesbæ verður kosið um 11 fulltrúa í bæjarstjórn þann 31.maí n.k. Um hvað snúast þessar kosningar?
Reykjanes leitar til forystumanna listanna og óskar eftir svari, hversvegna eiga kjósendur að kjósa þinn lista.
Í þessu blaði svara fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Ný sýn fyrir Reykjanesbæ
Við bjóðum bæjarbúum nýja sýn. Mótum samfélag grund-vallað á jöfnuði, lýðræði og
gegnsærri og ábyrgari stjórnsýslu þar
sem fjölskyldan er í fyrirrúmi.
Íbúar Reykjansbæjar eiga rétt á að
vera upplýstir um hagsmuni kjörinna
fulltrúa (bæjarfulltrúa) og um fjár-
hagsstöðu bæjarins. Einfalda þarf að-
gengi að upplýsingum o
g auka bein áhrif íbúa á þróun og
skipulag bæjarins..
• Endurskoðum rekstur og skipulag
Reykjanesbæjar.
• Skráum hagsmuni bæjarfulltrúa op-
inberlega á vefsíðu Reykjanesbæjar.
• Setjum skýrari mörk á milli stjórn-
málamanna og reksturs bæjarins.
Ný sýn í atvinnumálum
Bærinn okkar þarf nýja og fjölbreytt-
ari sýn í atvinnumálum. Virkja þarf
mannauð og sköpunarkraft bæjarbúa
og skapa fleiri betur launuð og fjöl-
breytt störf. Nýta þarf sérstöðu okkar
og styrkleika í ríkari mæli og á vist-
vænni forsendum en nú er gert.
• Eflum og styrkjum nýsköpun, skap-
andi greinar og ferðaþjónustu..
• Eflum samstarf skóla og atvinnulífs
um atvinnuþróun og verslum heima.
• Styðjum og eflum mikillvægar
stofnanir eins og Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Ný forgangsröðun
fyrir fjölskyldur
Breytum forgangsröðun í bænum
okkar og gerum hag fjölskyldna vænni
og með því bæinn okkar betri. Verjum
fjölskyldurnar á erfiðum tímum og
tryggjum öllum börnum aðkomu að
íþrótta-, menningar- og tómstunda-
starfi. Efla þarf og styðja frábært starf
sem unnið er á öllum skólastigum, fjöl-
skyldu- og félagsþjónustu Reykjanes-
bæjar.
• Hækkum ummönnunargreiðslur og
þreföldum hvatagreiðslur og komum
á systkinaafslætti.
• Nýtum auðar fasteignir lánastofnana
til að tryggja húsnæðisöryggi íbúa.
• Göngum til samstarfs við Félag
eldri borgara um uppbyggingu hag-
kvæmra íbúða.
Ný sýn í umhverfismálum
Breytum áherslum í umhverfis-
málum og gerum bæinn grænni og
vistvænni. Þéttum byggð, sinnum
gleymdum svæðum og fjölgum göngu-
og hjólastígum. Setjum Reykjanesbæ
metnaðarfulla umhverfisstefnu og
auðveldum íbúum sorpflokkun og
endurvinnslu. Tökum skrefið saman
inn í 21. öldina.
Nýr og betri
Reykjanesbær!
Síðast en ekki síst munum við að gera
bæinn okkar betri og skemmtilegri
með ykkar hjálp. Hættum þrasi um
gamla tíma og setjum stefnuna á betri
framtíð fyrir okkur öll. Losum okkur
við fortíðardrauga og göngum saman
með bros á vör inn í framtíðina.
Friðjón Einarsson
Oddviti Samfylkingarinnar
Meiri og betri Reykjanesbær
Frambjóðendur Framsóknar eru framsækið og öflugt fólk með fjölbreyttan bakgrunn
sem þyrstir í að láta til sín taka í bæj-
armálunum. Hér eru helstu stefnu-
mál Framsóknar í Reykjanesbæ á
næsta kjörtímabil 2014-2018, en sjá
má stefnuskrá okkar í heild sinni á
framsokn.com.
Meiri lífsgæði
Fleiri gæðastundir fyrir fjölskylduna,
með samræmingu skóla-, íþrótta- og
tómstundastarfs. Með aukinni sam-
ræmingu á almenningssamgöngum og
frístundastarfi ætti skutl eftir skóla að
minnka eða hverfa. Bæta sveigaleika
opnunartíma leikskóla.
Betri skólar
Framsókn vill að boðið verði upp á
aðstoð við að ljúka heimanámi í skóla,
að foreldrar greiði skóla eitt fast gjald
fyrir bækur og ritföng fyrir hvert
barn. Við stefnum að því að samræma
skóladagtal innan skólahverfa. Að sam-
fella verði milli skólastiga.
Meiri atvinna
Með markaðssetningu Helguvíkur,
Ásbrú og á Keflavíkurflugvelli sem
tækifæri til atvinnusköpunar lítilla
og meðalstóra fyrirtækja í grænum
iðnaði og rekstri skapast meiri atvinna.
Við viljum hvetja til nýsköpunar og
þróunar með beinum styrkjum til líf-
vænlegra hugmynda, svo sem í mat-
vælaframleiðslu og ferðaþjónustu.
Betra umhverfi.
Framsókn vill auka flokkun sorps og
endurvinnslu. Stofna í kjölfarið moltu-
gerð þar sem afreksturinn mun standa
íbúum bæjarins til boða.. Skipulag og
gróðursetning Njarðvíkurskóga sem
framtíðar yndissvæði.
Meira húsnæði
Lækka lóða og gatnagerðargjöld fyrir
litlar íbúðir í fjölbýli til að stuðla að
byggingu ódýrra íbúða. Þar væri kjörið
tækifæri fyrir stofnun sjálfbærra hús-
næðissamvinnufélaga.
Meira íbúalýðræði
Íbúar verði virkjaðir til þátttöku í sam-
félaginu gegnum kosningu í hverfaráð,
þar sem fjallað er um ákvarðanatöku
í málefnum hverfa útfrá verkefnum
og fjárhagsáætlun hversárs. Bókhald
bæjarins verði opið á netinu. Framsókn
vill bæta og auka rafræna stjórnsýslu.
Ungmennaráð fái verðug verkefni til
úrlausnar. Stofnað verði Öldungaráð
sem verði stefnumótandi og ráðgefandi
við skipulag mála er varða eldriborga.
Meiri samvinna
Við viljum meta hvert úrlausnar efni
út frá rökum til að finna skynsömustu
lausnina í hverju tilfelli. Hlutverk okkar
er að skapa stöðugleika og beita skyn-
semi, aga og raunsæi í öllum málum til
að bæta hag íbúa. Framsókn gengur til
kosninga með hugmyndir og lausnir
sem geta – með samstilltu átaki okkar
allra – breytt miklu til hins betra.
Meiri ábyrgð
Ábyrgð fylgir því að vera þátttakandi
í samfélagi, að taka þátt og kjósa er
sameiginleg ábyrgð allra bæjarbúa. Nú
hafa íbúar Reykjanesbæjar tækifæri
til að ákveða hverjum þeir trúa fyrir
bænum sínum. Við óskum eftir þínum
stuðning við framboð Framsóknar í
Reykjanesbæ með því að setja X við
B á kjördag.
Kristinn Þór Jakobsson, oddviti
Framsóknar í Reykjanesbæ
ÚTBOÐ
HS Orka hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ
Sími 4225200 www.hs.is hs@hs.is
ÚTBOÐ
HS Orka hf Brekkustíg 36 260 Reykjanesbæ
Sími 4225200 www.hs.is hs@hs.is
Orkuver Reykjanesi
Niðurdælingaræð N33
Rör og tengistykki
Útboð F02150084-001
HS Orka hf óskar eftir tilboðum í rör og tengistykki fyrir
niðurdælingaræð N33 á Reykjanesi samkvæmt útboðs-
gögnum:
Reykjanes Geothermal Power Plant, REY-N33, Tubes
and Fittings of carbon steel.
Um er að ræða kaup á um 2.600m af rörum og 66
tengistykkjum DN400 og DN500 úr svörtu stáli.
Miðað er við fob-afhendingu í erlendri höfn samkvæmt
nánari skilgreiningu í útboðsgögnum. Bjóðendur skulu
tilgreina afhendingartíma í tilboðum sínum.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu HS Orku hf., Brekkustíg
36, Reykjanesbæ, eigi síðar en mánudaginn 19. maí
2014 kl. 10.00.
Útboðsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu HS Orku,
www.hsorka.is.
Aflafréttir
Standveiðitímabil
og lokadagur
Ansi rólegt í höfnum hérna á Suðurnesjunum bæði vegna hrygningarstoppsins sem
og páskastoppsins. Helst voru það
grásleppubátarnir sem réru og voru
þeir að fiska nokkuð vel. Hafsvala
HF byrjaði á færum enn fór yfir á
grásleppuna og var kominn með 19
tonn í 7 róðrum. Eyjólfur Ólafsson
HU sem er undir 8 BT að stærð hefur
gengið ansi vel og hefur landað um
18 tonnum í 9 róðrum og mest 4,9
tonn í einni löndun sem verður að
teljast ansi gott.
Mars mánuður var metmánuður
í fjölda handfærabáta sem voru að
landa í Sandgerði enn núna í apríl þá
hefur lítið farið fyrir þeim, enn þeir
hafa þó fiskað vel. Ólafur HF hefur
t.d landað 19 tonnum í 7 róðrum
og mest tæp 7 tonn í einni löndun.
Hrappur GK frá Grindavík 5 tn í 2
róðrum og Venni GK 4,7 tn í 2 líka
í Grindavík.
Bátarnir týndust á sjóinn eftir
stoppin og var afli bátanna ja nokkuð
góður. Erling KE var með 34 tonn í
einni löndun. Askur GK 12 tonn í
2 og þar af 10 tonn í einni löndun,
báðir á netum.
Dragnótabátarnir hafa líka fiskað
vel eftir stoppið. Benni Sæm GK með
19,4 tn í einni löndun, Siggi Bjarna
GK 14 tn, Arnþór GK 23 tonn báðir
í einni löndun og aflinn hjá Arnþóri
GK ansi góður. Örn KE 32 tn í 2.
Njáll RE 31 tonn í 3 og þar af tæp
16 tonn í einni löndun og í þeim túr
þá var skarkoli 14 tonn af aflanum
og Farsæll GK 10 tn í einni löndun.
Annars er framundan maí
mánuður og í honum gerast tveir
merkilegir hlutir. Fyrri er að strand-
veiðitímabilið byrjar 5 maí og svo 11.
maí. Hvað gerist 11.maí?? jú þá er
lokadagurinn. Lokadagurinn var
eitt sinn merktur inná dagatöl enn
er það ekki lengur. Lokadagurinn
yfir vetrarvertíðina. Hún er reyndar
ekki tekin hátíðileg lengur enda mjög
svo breyttar aðstæður og vertíðar-
stemmingin er löngu horfin. Þó svo
að kappið um að fiska meira enn
næsti bátur sé nú enn við lýði.
Gísli R
Aflafréttir