Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Síða 2
2 19. apríl 2013
Átök á stofnfundi Hollvinasamtaka Sólvangs:
Formaður bæjarráðs
sakaður um pólitísk afskipti
- markvisst farið fram með hálfsannindi segir Gunnar Axel
Stofnfundur Hollvinasamtaka Sólvangs var haldinn þriðju-dagskvöldið 9. apríl síðastliðinn.
Mikil átök voru á fundinum en ætl-
unin var að stofna samtökin formlega,
kjósa í stjórn og leggja fram lög um
starfsemi samtakanna.
Lovísa Árnadóttir var kjörin for-
maður samtakanna. Að hennar sögn
mættu um hundrað manns á fund-
inn og þar á meðal nokkrir fulltrúar
meirihluta bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar. Meðal þeirra var Gunnar
Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar. Gunnar Axel ræddi
um byggingu nýs hjúkrunarheimilis
í Skarðshlíð á Völlunum og kom auk
þess með breytingatillögur að nafni
samtakanna og lögum þess. Báðar
tillögurnar voru felldar.
„Pólitísk afskipti
meirihlutans komu á óvart“
,,Þessi pólitísku afskipti meirihluta
bæjarstjórnar komu okkur á óvart,‘‘
segir Lovísa og bætir við; ,,tilgangur
samtakanna er einfaldlega að standa
vörð um Sólvang og huga að upp-
byggingu svæðisins.‘‘
Lovísa segir að hjúkrunarheimilið
Sólvangur eigi sér langa sögu og sé
staðsett í hjarta Hafnarfjarðar þar sem
mikil uppbygging fyrir aldraða hafi nú
þegar átt sér stað. Á svæðinu sé meðal
annars heilsugæsla og íbúðir við Höfn.
,,Það væri því dapurlegt að horfa upp
á ef örlög Sólvangs yrðu þau sömu og
St. Jósefsspítala,‘‘ bætir hún við.
Framtíð Sólvangs ekki fjár-
hagslega tryggð
Lovísa segir að upphaf samtakanna
megi rekja til fundar sem haldinn var
fyrir aðstandendur heimilismanna á
Sólvangi í lok janúar síðastliðinn.
Þar var aðstandendum meðal annars
kynnt að væntanlegur væri tilsjónar-
maður frá heilbrigðisráðuneytinu til
að fara yfir rekstur Sólvangs í þeim
tilgangi að finna út hvernig mætti
hagræða í rekstrinum.
Á fundinum kom einnig fram að
bæjaryfirvöld hyggðust hefja byggingu
nýs hjúkrunarrýmis á Völlunum með
fimm nýjum rýmum án þess að fram-
tíð Sólvangs sem öldrunarmiðstöðvar
hefði verið fjárhagslega tryggð. ,,Auk
þess hefur ekki verið nýlega farið
fram heildarmat á hagkvæmni þess
að byggja við Sólvang og hefja endur-
bætur á honum þar sem margvísleg
stoðþjónusta er nú þegar til staðar,‘‘
segir Lovísa.
Því hafi verið ákveðið í framhaldi af
fundinum í janúar að skora á bæjaryf-
irvöld að láta þessa athugun fara fram
og í framhaldinu hófst undirbúningur
stofnunar samtakanna.
Fann sig ekki velkominn
á Sólvangi
Gunnar Axel Axelsson segir aðspurður
að boðað hafi verið til stofnfundarins
og sem bæjarbúi og formaður fjöl-
skylduráðs hafi hann mætt á fundinn.
,,Þetta er í fyrsta sinn sem ég finn mig
ekki velkominn á Sólvangi,‘‘ segir
Gunnar. „Mér hefur alltaf þótt mjög
vænt um Sólvang og tel mikilvægt að
við tryggjum eðlilega þróun og upp-
byggingu á því svæði til framtíðar.‘‘
Gunnar segir að ástæða þess að
hann tók til máls á fundinum var sú
að í inngangsorðum Lovísu kom fram
að einn megintilgangur samtakanna
væri að beita sér gegn byggingu nýs
hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð á þeim
forsendum að um ranga forgangsröðun
væri að ræða.
Fyrirfram búið
að velja í stjórn
,,Þannig var málum stillt upp að um
tvo gagnstæða valkosti væri að ræða,
annaðhvort að standa með Sólvangi
og um leið á móti annarri upp-
byggingu eða öfugt. Ég gerði við það
athugasemd, enda vil ég gjarnan fá að
vera áfram hollvinur Sólvangs án þess
að vera um leið settur í þá stöðu að
vera andstæðingur uppbyggingar nýs
þjónustusvæðis í nýjasta hluta bæjar-
ins þar sem yfir þriðjungur bæjarbúa
býr, það finnst mér einfaldlega ekki
vera líklegt til árangurs fyrir bæjarbúa
í Hafnarfirði.‘‘
Gunnar segir að hann hafi verið
beðinn um að ljúka máli sínu og kosið
hafi verið í stjórn sem fyrirfram var
búið að ákveða hverjir sætu í. Þrír
aðrir fundarmenn buðu sig fram en
var öllum hafnað. Að lokum var þó
ákveðið að allir sem gáfu kost á sér
myndu sitja saman í bráðabirgðastjórn,
samtals átta manns.
Hálfsannindi og rangfærslur
Gunnar Axel segir að þverpólitísk sátt
hafi verið um þessar tillögur þar til nú
nýlega. ,,Sinnaskipti virðast hafa orðið
hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og
það þykir mér miður.‘‘ Að Gunnars
sögn er farið markvisst fram með
hálfsannindi og beinlínis rangfærslur
um stöðu og framtíð Sólvangs. Ekkert
hafi breyst í stefnu Hafnarfjarðarbæjar
varðandi starfsemina og framtíð þess
svæðis, ekki heldur um uppbyggingu
hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð.
,,Áherslan hlýtur þó að vera á fólkið
sem þar býr og hvernig við getum búið
því og þeim sem þurfa á sértækri öldr-
unarþjónustu að halda í framtíðinni
viðunandi skilyrði og aðbúnað sem við
sjálf gætum sætt okkur við. Það gerum
við ekki með því að standa vörð um
óbreytt ástand,‘‘ segir Gunnar Axel að
lokum. LHÞ
Næstu
sýningar
Sunnudaginn
14. apríl kl. 14.00
Sunnudaginn
21. apríl kl. 14.00
Sunnudaginn
28. apríl kl. 14.00
Sýnt í Gaflaraleikhúsinu við Strandgötu
Bráðskemmtilegt
leikrit fyrir
alla fjölskylduna
Miðasala í síma 565 5900 og á
Hafnarfjarðarkirkja:
Sr. Þórhildur Ólafs
skipuð í starf prests
Biskup Íslands, Agnes Sigurðar-dóttir hefur skipað sr. Þór-hildi Ólafs í embætti prests í
Hafnarfjarðarprestakalli frá 1. maí
að telja.
Frestur til að sækja um embættið
rann út 18. febrúar sl. og sóttu ellefu
um embættið og einn dró umsókn
sína til baka. Valnefnd prestakallsins
sem skipuð er níu fulltrúum fjallaði
um valið en 6 atkvæði þarf til að
meirihluta sé náð. Niðurstaða náð-
ist ekki í nefndinni sem vísaði því
málinu til biskups. Biskup ákvað að
skipa sr. Þórhildi í embættið en hún
hefur starfað sem prestur við kirkjuna
eftir að sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir
prestur hætti störfum við kirkjuna
og ársleyfi sr. Þórhalls Heimissonar
sóknarprests hófst.
Þessir sóttu um embættið:
Arndís G. Bernharðsdóttir Linn guð-
fræðingur
Sr. Bryndís Valbjarnardóttir fv.
prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík
Davíð Þór Jónsson guðfræðingur
Eva Björk Valdimarsdóttir guð-
fræðingur
Sr. Gunnar Jóhannesson sóknar-
prestur á Hofsósi
Jóhanna Erla Birgisdóttir guð-
fræðingur
Sr. Jón Helgi Þórarinsson fv. sóknar-
prestur í Langholtskirkju
Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir fv. skóla-
prestur Akureyrarkirkju
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir hér-
aðsprestur Kjalarnesprófastdæmis
Sveinn Alfreðsson guðfræðingur
Sr. Þórhildur Ólafs starfandi prestur
við Hafnarfjarðarkirkju
Breytingar á frístundaheimilum:
Heilir dagar
í boði -ekki
klukkustundir
Sú breyting verður gerð á frí-stundaheimilum bæjarins að
ekki verður hægt að kaupa eins-
taka klukkutíma í vistun á frí-
stundaheimilum heldur einungis
heila daga. Þessi tillaga var lögð
fram á fundi íþrótta- og tóm-
stundanefndar á dögunum.
Þá verður opnað fyrir skráningar
á heimilin þann 15. maí sem auð-
veldar alla skipulagningu varðandi
mannahald og fleira.
Skráning hafin í
Hvítasunnuhlaup Hauka:
Hlaupið um
uppland
Hafnarfjarðar
Skokkhópur Hauka ásamt fjöl-mörgum samstarfsaðilum efnir
til eins af fyrstu utanvegahlaupum
sumarsins 2013. Hlaupið verður
um uppland Hafnarfjarðar annan
í Hvítasunnu, þann 20. maí 2013.
Mikil vinna hefur verið lögð í
hlaupið og er markmiðið að eitt
af glæsilegustu utanvegarhlaupum
á Íslandi verði haldið í Hafnarf-
irði – en hlaupið er haldið í fyrsta
sinn nú í ár. Hlaupaleiðin liggur
um einstaka náttúruperlu Hafnar-
fjarðar í nágrenni Hvaleyravatns
og hefur hlauparinn stórkostlegt
útsýni allt frá því að hann leggur af
stað og þar til hann kemur í mark.
Hlaupið er 17,5 km á lengd og er
lagt af stað frá Ásvöllum. Hlaupið
er um svæði skógræktar við Ás-
tjörn, Hvaleyrarvatn og Stór-
höfða. Þorri leiðarinnar liggur um
góða stíga. Tvær drykkjarstöðvar
verða á leiðinni þar sem boðið
verður uppá V íþróttadrykk frá
Ölgerðinni.
Opnuð hefur verið heimasíða
fyrir hlaupið http://www.hvita-
sunnuhlauphauka.com. Einnig
má finna hlaupið á facebook undir
“Utanvegarhlaup á Hvítasunnu”
og eru Hafnfirðingar eindregið
hvattir til að hjálpast að við að
dreifa viðburðinum sem víðast.
Eitt af markmiðum aðstandenda
hlaupsins er að út úr hlaupinu fáist
jákvæð kynning á Hafnarfirði og
því sem að bæjarfélagið hefur upp
á að bjóða.
Skráning í hlaupið er hafin á
www.hlaup.is og er skráninga-
gjald aðeins 2500 kr. fyrir þá sem
skrá sig fyrir 10. maí . Af þeim
þátttakendum sem skrá sig fyrir
10. maí verður einn dreginn út af
handahófi og mun sá vinna sér
inn hlaupaskó frá Brooks. Allir
þátttakendur hlaupsins eiga kost
á að vinna sér inn stórglæsilega
útdráttarvinninga að hlaupi loknu
Stutt og laggott
Sr. Þórhildur Ólafs.
Frá fundinum á Sólvangi sem var fjölsóttur.