Hafnarfjörður - Garðabær - 19.04.2013, Page 14
14 19. apríl 2013
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242
Allan sólarhringinn
Komum heim til
aðstandenda ef óskað erSverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
NÝTT Vefst fjarðlægðin fyrir þér
Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
Bæj ar blað ið Hafn ar fjörð ur og Byggða safn Hafn ar fjarð ar birta mynd ir í hverju tölu blaði úr
safni Byggða safns ins. Til gang ur inn er
að leita lið sinn is íbúa bæj ar ins við að
nafn greina fólk ið á mynd un um. Átak
stend ur yf ir hjá Byggða safn inu við að
skrá mynd ir í eigu safns ins en Ljós-
mynda safn Byggða safns Hafn ar fjarð ar
varð veit ir í kring um 140 þús und film ur,
mynd ir og gler plöt ur. Ef þú þekk ir
fólk ið á mynd un um, vin sam leg ast
hafðu sam band við Byggða safn ið með
því að senda tölvu póst á net fang ið:
ro sak ar en@hafn arfj ord uris, senda
bréfa póst til safns ins á heim il is fang ið
Strand götu 4, eða hringdu í síma 585-
5780.
ÞEKK IR ÞÚ FÓLK IÐ?
Árni Snæbjörn Valdimarsson
Árni Snæbjörn Valdimarsson (f. 06.12.1923, d.16.05.2004) fæddist
á Völlum í Ytri-Njarðvík og ólst þar
upp fyrstu u.þ.b. 12 æviár sín en þá
flutti hann til Keflavíkur. Hann lærði
rennismíði í iðnskólanum í Keflavík
en að iðnnámi loknu hóf Árni nám við
Vélskólann í Reykjavík og lauk þaðan
námi úr rafmagnsdeild 1949. Eftir
útskrift úr Vélskólanum vann Árni á
togurum og kaupskipum en 1951 réðst
hann sem vélstjóri við raforkuver Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og þar vann
hann til starfsloka. Árni bjó öll sín
fullorðinsár í Reykjavík.
Foreldrar Árna voru Björn Valdimar
Björnsson útgerðarmaður í Keflavík,
f. 31.12. 1893, d. 1972 og kona hans
Sigríður Árnadóttir húsfreyja, f. 27.7.
1892, d. 1977. Árni var elstur fjögurra
barna þeirra Sigríðar og Valdimars.
Systkini hans voru: Gunnar Hörður, f.
20.1. 1925, d. 1998, Margrét Katrín, f.
6.6. 1926 og Birna Fjóla, f. 19.3. 1932,
d. 19.08.2006. Árni kvæntist 26. febrúar
1949, Dómhildi Á. Guðmundsdóttur,
f. 3.8 1924, d.08.11.2011 og áttu þau
þrjú börn.
Helstu tengingar Árna við Hafnar-
fjörð, svo vitað er, eru í fyrsta lagi að
móðursystir hans Sigrún Geira Árna-
dóttir, rak verslun með vinkonu sinni
hér í bæ, verslun Geiru og Leifu. Í
öðru lagi flutti systir hans til Hafnar-
fjarðar um 1948 er hún giftist Guðjóni
Steingrímssyni hæstaréttarlögmanni
(f.05.02.1924, d. 27.06.1988) hún býr
enn í Hafnarfirði.
Bói í Strýtu og Jón Gunnar
Þorleifur Jónsson er skráður fyrir myndinni sem hér birtist og er
hann til vinstri á myndinni .Hægra
megin er frændi hans Jón Gunnar Jó-
hannsson. Þorleifur var fæddur 1933
og lést 2006, flestir þekktu hann sem
Bóa í Strýtu.
Jón Gunnar er fæddur 1933 og rekur
vélaverskstæði föður síns, Vélaverk-
stæði Jóhanns Ólafssonar á Reykja-
víkurvegi ásamt bræðrum sínum.
Móðir Þorleifs, Svanhildur Margrét
(Magga) og móðir Jóns Gunnars, Krist-
jana Júlía (Sjana) voru systur, dætur
Jóns Þorleifssonar grafar í Strýtu,
Selvogsgötu 4.
Hrefna Markúsdóttir Suðurgötu 40 er skráður eigandi
þessarar myndar sem sýnir tvær ungar stúlkur. Myndin
er tekin í maí 1939
Eyjólfur Kristjánsson, verslunarmaður, er skráður fyrir
myndinni af karli og konu. Hún er tekin í maí 1939
LESENDUr ÞEKKTU FÓLKIð
LESENDUr ÞEKKTU FÓLKIð
NÝ MYND NÝ MYND
HVAÐ VEISTU UM BÆINN ÞINN?
Árið 1987.Svar: