Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 22.03.1988, Blaðsíða 6
Þriðjudaginn 22. mars 1988 — FRÉTTIR Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi skrifar: Að byggja skóla í nýafgreiddri fjárhags- áætlun Vestmannaeyjabæj- ar er gert ráð fyrir að verja 15 milljónum til uppbygg- ingár grunnskóla, þ.e.a.s. ríkið leggur fram 6,1 mill- jónir en bæjarsjóður 8,9 milljónir. Hvernig á svo að verja þessum peningum? 1. Hamarskólinn. í nýju álmuna eiga að fara 5 mill- jónir til að einangra, koma inn hita auk annars smálegs. Tilgangurinn er m.a. eins og bæjarstjóri komst að orði: „Að verja húsið skemmdum." 2. Barnaskólinn. Þar á að byrja að byggja við. Byggt verður í norður við næst yngsta hluta skólans. Áætl- aður teikni- og tæknikost- naður í ár er um 2 milljónir og fyrir 8 milljónir á að byggja 3ja hæða hús. Það hús á ekki að gera fokhelt í ár, heldur einhvern tíma seinna þegar peningarnir verða til. Rétt er að skjóta hér inn í að í ár verður byrjað að byggja við framhaldsskól- ann og að núverandi meiri- hluti í bæjarstjórn hefur marglýst því yfir að fram- kvæmdir við skólabyggingar ráðist af framlagi ríkissjóðs. Við sjáum því engan veginn fyrir endan á því hvenær þetta kennslurými sem er í byggingu, og á að fara að Syggja, kemst í notkun. Hamarsskóli Víkjum aftur að Hamars- skólanum og nýju viðbygg- ingunni þar. Á efri hæð verður vinnuaðstaða kenn- ara, en á neðri hæð kennslu- stofur handmennta og heimilisfræðslu. En nú fer öll heimilisfræðsla grunn- skólanna fram í 30 ára gömlu eldhúsi upp í Fram- haldsskóla og tekur auk þess dýrmætt kennslurými frá þeim skóla. Bæjartækni- fræðingur giskar á að það kosti um 15-20 milljónir að gera neðri hæð C-álmu klára • Helga Jónsdóttir. Yið sjáum engan veginn fyrir endann á því hvenær þetta kennslurými sem er ■ byggingu, og á að fara að byggja, kemst í notkun. fyrir kennslu. Mér sýnist því brýnt að neðri hæðin verði tekin í notkun sem allra fyrst, en ekki síður vinnuaðstaða kennara. Hún er vægast sagt slæm, ef frá eru taldar hinar stóru og björtu kennslustofur. Bætt aðstaða kennaranna gæti e.t.v. hamlað gegn örum kennaraskiptum í Hamars- skólanum. Barnaskóli Snúum okkur þá að B.V. Aðstöðumunur nemenda og kennara þar og í Hamars- skólanum er óþolandi. Það er skoðun mín að þrátt fyrir þrengsli þá kæmu endurbæt- ur á Barnaskólanum bæði nemendum og kennurum strax til góða. Þriggja hæða bygging á skólalóðinni yrði Barnskólanum í óhag. Hve- nær yrði hún fokheld, hve- nær tekin í notkun og hve- nær yrðu þá endurbætur gerðar á skólanum. Áætlað- ur heildarkostnaður við endurbætur á B.V., sem sumar yrðu gerðar jafnhliða fyrirhugðum viðbyggingum er um 27 milljónir, en við- byggingarnar um 55 milljón- ir. Samtals eru þetta um 82 milljónir. Hluti af endurbót- um er viðgerð á rafkerfi, en Rafmagnseftirlitið hefur gert athugasemdir við alvar- lega ágalla á því og það þarf að laga strax. Hvers vegna ætlar því meirihluti bæjarstjórnar að ráðast í að byggja hús sem mun standa hálfkarað inni á skólalóð og yrði auk þess slysagildra. Svarið er PEN- INGAR. Ríkið er lögbund- ið til að leggja til fjármagn til skolabygginga, til helm- inga við bæjarfélög. Ef frumvarp um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga tekur gildi um næstu ára- mót, þá losnar ríkið undan þessari kvöð. En það eru fordæmi fyrir því að endur- bætur á eldri skólum hafi skapað 50 % endurkröfurétt á ríkið. Endurkröfuréttur okkar skýrist á næstu 2 mán- uðum. Verði sú raunin á, að farið verði eftir teikningum Páls Zóphoníassonar og byggt við Barnaskólann, þá finnst mér skynsamlegra að verja einu sumri til að byggja sökkla og því næsta til að byggja upp hús og gera fokhelt áður en skólastarf hefst að hausti. Þröng lóð Barnaskólans skapar svo mikla hættu að ég tel það ábyrgðarleysi að byggingarframkvæmdir séu í fullum gangi á skólatíma. Ég vil með þessari grein minni, bæði sem foreldri og bæjarstjórnarkona, mót- mæla forgangsröð verkefna við B.V. og vinnulagi sem fyrirhugað er við uppbygg- ingu Barnaskólans. Helga Jónsdóttir. Gjöf til Hraunbúða Þessir ungu menn Andrés Berg Sigmundsson 8 ára, Einar Jóhann Jónsson 7 ára og Einar Örn Þórsson 8 ára gáfu Hraunbúðum kr. 1120, sem er ágóði hlutaveltu sem þeir héldu. Eyjamaðurinn Arnar Jónsson, efsti maður á lista Vöku í kosningunum til studentaráðs: „Stúdentapóli- tíkin er óvenju- lega rætin“ í síðustu viku fóru fram kosningar í Háskólanum til stúdentaráðs. Tveir listar buðu fram. Annars vegar Röskva, sem var sameinaður listi tveggja fylkinga á vinstri vængnum, og hins vegar Vaka, listi lýðræðissinnaðra stúdenta. Vaka bætti við sig 9% fylgi í kosningunum og einum fulltrúa, og sú sérkennilega staða er komin upp í stúdentaráði að þar hafa báðir listar jafn marga fulltrúa, eða 15 hvor. Efsti maður á Iista Vöku er Eyjamaðurinn Arnar Jónsson. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum I Eyjum 1986. Hann er nú á 2. ári í stjórnmálafræði í Háskólanum, og að eigin sögn, óflokksbundinn eins og stendur og þess má einnig geta að annar stúdent frá F.I.V., Kristrún Arnars- dóttir er á lista Vöku. FRÉTTIR slógu á þráðinn til Arnars. Hvemig stóð á því að þú helltir þér úr í stúdentapólitíkina og skipaðir efsta sæti á lista Vöku? Þetta æxlaðist smám saman eins og flest annað. Ég var beðinn um að taka þátt í starfinu. Eftir nokkra umhugsun lét ég til leiðast og þá var ekki aftur snúið. Ástæðan fyrir því að ég gekk til liðs við Vöku er sú að félagið hefur breyst nokkuð undanfarin misseri. Fólk er ekki lengur dregið í dilka eftir stjórnmálaflokkum og Vaka er ekki lengur tengd ákveðinni hugmyndafræði. Þar úir og grúir saman fólki með mismunandi áherslur í pólitík, t.d. er þar mikið um félagsmálafólk. Því er samt ekki að neita að hin hreyfingin, Röskva er meira í ætt við vinstri vænginn. En eins og ég segi, það eru breyttir tímar í stúdentapólitíkinni, áherslur hafa breyst mikið. Tekur stúdentapólitíkin mikinn tíma frá náminu? Að sumu leyti gerir hún það, samt lét ég óeðlilega mikið undir höfuð leggjast meðan kosningaslagurinn stóð sem hæst. En maður sleppir bara einhverjum öðrum óþarfa í staðinn. En á móti kemur að það er að vissu leyti mjög lærdómsríkt að standa í þessu. Ert þú framtíðar pólitíkus? Ég held að það þurfi margt að breytast til að maður leggi pólitíkina af alvöru fyrir sig. Það kom mér t.d. á óvart hve stúdentapólitíkin eróvenjulega rætin þótt það eigi einkum við þá sem eldri eru í hettunni. Annars virðist það í tísku núna að tala illa um stjórnmálamenn. Fólk talar illa um þá á svipaðan hátt og því finnst jafn sjálfsagt að tala um veðrið. Eins virðast stjómmálamenn engar áhyggjur hafa af þessu illa umtali heldur frekar af framkomu og orðspori í fjölmiðlum. Kjörsóknin í kosningunum var tæplega 50%. Er áhuginn á stúdenta- pólitíkinni ekki meiri? Það voru 4308 stúdentar á kjörskrá en sú tala er mjög villandi. Inn í henni eru allir nemendur sem skráðu sig í haust og allir nýskráðir nemendur um síðustu áramót. Það er ekki ólíklegt að 25% þeirra sem eru á kjörskrá séu í litlu sem engu námi þannig að kjörsóknin í raun hafi verið um 70-80%. Hverju þakka Vökumenn sigurinn í kosningunum? Við bættum við okkur 9% fylgi og þess má einnig geta að við bættum við okkur 7% í fyrra. Nú er komin upp „patt“ staða í stúdentaráði, báðar hreyfingarnar hafa 15 fulltrúa og því reynir núna á samstarfsviljann. Þessi góði árangur okkar í kosningunum í síðustu viku má eflaust þakka mörgum samverkandi þáttum. í málflutningi okkar lögðum við áherslu á breyttar áherslur stúdentaráðs. Einnig kom aðildin að útvarpinu Rót þarna við sögu. Við höguðum málflutningi okkar þannig að við fórum þrjú og þrjú inn í kennslutíma og komum okkar málefnum þannig á framfæri. Röskva hinsvegar kom sínum málefnum á framfæri með fundum í kaffistofum, en ég held að það nái ekki eins vel til fólks. Einnig voru haldnir sameiginlegir framboðsfundir en áhugi fyrir þeim var mjög takmarkaður, það er aðeins innsti kjarninn hjá báðum aðilum sem aðallega mætir á þessa fundi,“ sagði Arnar Jónsson, efsti maður á lista Vöku í samtali við FRÉTTIR. KJALLARI - FRÉTTIR - KJAllARI - FRÉTTIR - KJALLARI - FRÉTTIR - KJALLARI - FRÉTTIR -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.