Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Page 1
23. árgangur • Vestmannaeyjum, 18.júlí 1996 • 29. tölublað • Verðkr. 130,- • Sími: 481 3310 • Myndriti:481 1293
SÓLBRÚNIR VANGAR, SIGLANDI SKÝ. Þessa mynd í Ijós-
myndakeppninni tók Sigríður Högnadóttir.
Bærinn féllst á kröfur Starfsmannafélagsins:
Lmm hpptmna lækka ekki
Ekki verður af því að flestir topparnir
hjá bænum lækki í launum eins og
bæjarráð samþykkti á fundi sínum 28.
desember sl. Starfsmannafélag Vest-
mannaeyjabæjar, fyrir hönd Nönnu
Þóru Askelsdóttur forstöðumanns
Safnahúss, höfðaði prófmál fyrir hönd
sinna umbjóðenda sem flestir eru í
BHMR. Málið fór fyrir Félagsdóm 8.
júlí sl. þar sem varð sátt um málið því
Vestmannaeyjabær féllst á kröfu
Starfsmannafélags Vestmannaeyja-
bæjar. Því ganga uppsagnir á launa-
liðum flestra æðstu embættismanna
bæjarins til baka. Alls fengu 16 manns
uppsögn á launaliðum um síðustu
áramót og þýddi þetta launalækkun
fyrir suma upp á um 20 þúsund kr.
Þorgerður Jóhannsdóttir, formaður
Starfsmannafélagsins, sagði í samtali við
Fréttir að bæjarráð hefði á sínum tíma
samþykkt að lækka grunnlaun þessara
starfsmanna. Þess vegna hefði Starfs-
mannafélagið ákveðið að höfða prófmál
þar sem niðurstaðan varð sú að bærinn
féllst á kröfur Starfsmannafélagsins. „Þetta
er ekki ósvipað mál og hjá starfsmönnum
sjúkrahússins fyrir nokkrum misserum.
Niðurstaðan er einfaldlega sú að ekki er
hægt að bjóða starfsfólki lakari kjör en
kjarasamningar kveða á um.”
Uppsagnir Vestmannaeyjabæjar á
sínum tíma voru vegna almennrar
aðgerðar til samræmingar á launakjörum
starfsmanna Vestmannaeyjabæjar sem
höfðu gert einstaklingsbundna ráðningar-
samninga. Ekki var um uppsögn á starfi að
ræða heldur uppsögn á launalið ráðningar-
samninga. í uppsagnarbréfi Vestmanna-
eyjabæjar til starfsmannanna kom m.a.
fram að ástæðan fyrir uppsögninni væri sú
að skapast hefði mikið misræmi í launa-
breytingum hjá ýmsuni starfsmönnum
bæjarins á hvaða kjarasamningum við-
komandi var á. Hefði þetta skapað óvissu
og því væri ekkert annað viðunandi en að
Sumarlokanir frystihúsa í landinu
verða óvenju niiklar að þessu sinni og
er hráefnisskorti kennt um. Nýr flötur
kom upp á þessu máli í síðustu viku
þegar Grandi náði samningum við
verkalýðsfélögin í Reykjavík um að
fastráðið starfsfólk fari á atvinnuleysis-
bætur. I Vestmannaeyjum hefur það
tíðkast mörg undanfarin ár að frysti-
húsin hafa boðað sumarleyfislokanir
með löglegum fyrirvara og er þeim
alltaf lokað í ágúst.
Linda Hrafnkelsdóttir, formaður Verka-
kvennafélagsins Snótar, segir að sumar-
leyfislokanir vegna hráefnisskorts og
hefðbundnar sumarlokanir, eins og hér
hafa tíðkast, vera gjörólíkar. „Þegar um
allir starfsmenn bæjarins sitji við sama
borð hvað varðaði almennar launa-
breytingar. Einnig hefðu verið vandkvæði
við túlkun á kjarasamningum einstakra
félaga innan BHMR. I sömu bréfum voru
umræddum starfsmönnum boðin önnur
launakjör að uppsagnarfresti loknum, sem
fólu ýmis í sér lakari eða betri kjör fyrir
starfsmennina.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, vildi
ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál.
hráefnisskort er að ræða nægir að tilkynna
lokun til Vinnumiðlunar með þriggja
sólarhringa fyrirvara og þá á starfsfólkið
rétt á atvinnuleysisbótum. Þegar fyrir-
tækjum er lokað vegna sumarleyfa þarf
samkvæmt orlofslögum að boða það með
þriggja mánaða fyrirvara. Þá fer
starfsfólkið í frí en á ekki rétt á bóturn,"
segir Linda. „Þessi aðferð Granda er nýr
flötur á þessu máli og nú erum við að
kanna hvar okkar fólk stendur."
Linda segir að ísfélagið hafi boðað lokun
með löglegum fyrirvara frá 1. til 18. ágúst
og Vinnslustöðin frá 31. júlí til 30 ágúst.
„Um leið og við heyrðum af samningum
Granda við verkalýðsfélögin fórum við að
kanna rétt okkar fólks,“ sagði Linda.
Þórarat
vilja fresi
Enn hangir allt í lausu lof'ti með tilboð
bæjarins um kaup á eignum íþrótta-
félaganna. Týrarar hafa samþykkt til-
boðið, sem hljóðar upp á 52 milljónir,
en Þórarar fara fram á frest til að taka
ákvörðun fram í september. Bera þeir
við önnum vegna þjóðhátíðar en ótrú-
legt er að bæjarstjórn veiti þann frest.
Tilboð bæjarstjómar stóð til dagsins í
dag og á mánudaginn barst jákvætt svar
frá Tý en félagsfundur samþykkti tilboðið.
Stefán Agnarsson, formaður Þórs segir
að bæjarstjóm hafi verið sent bréf þar sem
farið var fram á frest til mánaðamótanna
ágúst september. I svarbréfi var gefinn
frestur til klukkan 16:30 næsta mánudag,
„Við emm að senda annað bréf þar sem
við ítrekuðum fyrri beiðni," sagði Stefán í
gærmorgun. „Við emm á fullu að
undirbúa þjóðhátíð og treystum okkur
ekki til að halda fundinn núna. Við emm
hræddir við að splundra félaginu nú þegar
við þurfum á öllum að halda,“ sagði
Stefán ennfremur.
Elsa Valgeirsdóttir, formaður bæjar-
ráðs, segir að málið verði tekið fyrir á
bæjarstjómarfundi í dag. „Mér finnst
ótrúlegt að fresturinn verði lengdur meira
en orðið er,“ sagði Elsa.
Stærsti íþróttaviðburður ársins á íslandi:
Landsmótið í
golfi hefsl á
sunnudaginn
Stærsti íþróttaviðburður í íslensku
íþróttalífi, fer fram í Vestmanna-
eyjum alla næstu viku. Landsmótið
í golfí hefst á sunnudaginn og
stendur til laugardagsins 27. júlí.
Alls hafa 252 keppendur skráð sig
til leiks, þar af 40 frá Golfklúbbi
Vestmannaeyja.
Mótsnefnd GV hefur staðið í
ströngu undanfamar vikur við undir-
búning. Hana skipa Kristján Ólafsson
formaður, Gunnlaugur Axelsson og
Gunnar K. Gunnarsson.
Allir bestu kylfmgar landsins mæta
til leiks. Keppni í 2. og 3. flokki hefst
á sunnudaginn en í meistaraflokki
karla og kvenna nk. miðvikudag.
Stöð 2 er með einkarétt að sýna frá
mótinu í sjónvarpi og verður sagt frá
mótinu í sérstökum þætti á hverjum
degi- , ,
- SJA NANAR A BLS. 13.
LANDSMÓTSNEFND
Golfklúbbs Vestmannaeyja.
F.v. Kristján Ólafsson,
Gunnlaugur Axelsson og
Gunnar K. Gunnarsson.
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉWNGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 481
Sumaráætlun Herjólfs
Eyiii
Fra Þorl.nöfn: Kl 12.00
Uerjóitur hf.
BRUAR BILIÐ
Simi 481 2800 Fax 481 2991
Aukafcrd a Fimmtu- Fostu
Sunnudogum
Fra Eyjum i b.3U
Frá Þorl.nöfn 19.00