Fréttir - Eyjafréttir - 18.07.1996, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 18. júlí 1996
Hópur erlendra háskólanema við rannsóknir í Eyjum:
Ahugavert að
rannsaka einan-
graða eg einfalda
náttúru við Eyjar
Hópur erlendra háskólanema var í
Eyjum í síðustu viku ásamt danska
próf'essornum Bo Lökkegaard sjáv-
arlíffræðingi og Guðrúnu Lansdótt-
ur hjá líffræðistofunun Háskólans.
Háskólanemendurnir rannsökuðu
ýmislegt í náttúru Eyjanna og voru
hér í viku og notuðu aðstöðu Há-
skóla Islands í Rannsóknasetrinu.
Heimsókn þeirra til Eyja var hluti
af sex vikna námskeiði og dvöl
þeirra á íslandi.
Að sögn Páls Marvins Jónssonar,
forstöðumanns Rannsóknasetursins, er
það dönsk stofnun á vegum Háskólans
sem hafði spurnir af umsókn Rann-
sóknasetursins til Evrópuskólans í
fyrra. Fulltúi Dana kom til Eyja sl.
sumar að líta á aðstæður og
þrátt fyrir að leiðinlegt veður hafi
verið mest allan tímann. Allar líkur
eru á því að þetta verði endurtekið
næsta sumar.
Að sjálf-
sögðu
er
þetta
mikil
okkar og
getur nýst
okkarí
næstu
umsókn
til að
Nemandi að rannsaka loðnu.
var settur á fundur um samstarfsflöt.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum á
móti svona hópi. Þetta gekk mjög vel
halda hér Evrópuskóla.”
Blaðamaður leit inn á Rannsókna-
setrið í síðustu viku og tók púlsinn á
Nemendurnir frá Bandaríkjunum, Kanada og Danmörku ásamt Bo Lökkegard, Guðrúnu Lansdóttur og Páli Marvin
Jónssyni, forstöðumanni Rannsóknasetursins.
háskólanemunum og prófessor þeina,
Dananum Bo Lökkegaard. Til Eyja
komu tólf nemendur, tíu bandarískir,
einn kanadískur og einn danskur. í
máli Bo og Guðrúnar kom fram að
þetta er samvinnuverkefni líffræðistof-
unar Háskólans og sjávarútvegsstofn-
unar Háskólans og var Guðrún hópn-
um innan handar. Flestir nemendumir
eru líffræðingar en með mismunandi
sérsvið, eins og í sjávarlíffræði, jarð-
fræði og þarna var einn mannfræð-
ingur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi
samvinna Dana, bandarískra háskóla
og íslendinga fer fram. Þetta sex vikna
námskeið felst aðallega í því að vinna
stutt verkefni í náttúmnni og í lok
hvers kúrs taka þau stutt próf og skrifa
ritgerð. Meðal þeirra verkefna sem
þau unnu í Eyjum voru rannsóknir á
plöntusvifum, kóngulóm, þömngum,
loðnu, lunda og einn nemandi tók að
sér hvalaskoðun en án árangurs því
enginn hvalur sást. Nemendumir vom
því um alla eyju, klifu björg og fjöll,
fóm út á sjó og gengu víða.
„Nemendumir rannsaka náttúmna
eins og hún kemur þeim fyrir sjónir.
Island er sérstakt að því leyti að hér
finnst nánast allt í náttúmnni sem vert
er að rannsaka. Og hér em and-
stæðumar miklar sem gerir þetta mjög
spennandi. Þau hafa lært um íslenska
menningu, farið á söfn og skoðuðu t.d.
íslensku handritin,” segir Bo.
Nemendumir voru mjög ánægðir
með heimsóknina til Eyja. Þeim fannst
áhugavert að rannsaka náttúmna við
Vestmannaeyjar því hún er einangmð
og einföld, eins og einn nemendinn
komst að orði. Nemendumir koma úr
öllum áttum Bandaríkjanna og svo
Kanada og Danmörku, með mismun-
andi bakgmnn og áhugasvið. Þau
sögðust hafa haft spumir af nám-
skeiðinu fyrir tilviljun, eiginlega í
gegnum foreldra þeirra sem eru pró-
fessorar eða kennarar við háskólana. I
raun eiga þau að vera í sumarfríi en
þar sem námskeiðið gefur þeim
einingar og er jafndýrt og að fara á
eitt-hvað svipað námskeið heima í
Bandaríkjunum, fannst þeim spenn-
andi tækifæri að koma til íslands og
stunda rannsóknir sínar í nýju og
framandi umhverfí.
ÞoGu
Foreldrar Loga Jes munu fylgjast með syni sfnum á Ólympíuleikununum í gegnum sjónvarpið:
Margra ára undirbúningur að
einnar mínútu sundi í Atlanta
Stærsti íþróttaviðburður heims,
Ólympíuleikarnir í Atlanta í
Bandaríkjunum, hefjast á morgun.
Þá munu þátttakendur þramma
inn á Ólympíuleikvanginn í Atlanta
en alls taka tíu þúsund íþróttamenn
þátt í leikunum. Þetta eru aldaraf-
mælis Ólympíuleikar, þeir 26. í
röðinni frá því að keppni í nútíma
ólympíugreinum hófst í Aþenu
1896. íslendingar senda 11 kepp-
endur (og 13 fararstjóra!). Meðal
keppenda er einn Vestmannaeying-
ur, Logi Jes Kristjánsson. Logi hélt
til Atlanta sl. mánudag og fór strax
í Ólympíuþorpið þar sem hann
mun gista næstu vikurnar. Ólym-
píuleikarnir standa til 4. ágúst.
Foreldrar Loga, Agústa Friðriks-
dóttir og Kristján Egilsson, eru að
vonum stolt af syni sínum. Þau
ákváðu að fara ekki út til Atlanta
heldur munu fylgjast með Loga af
sjónvarpsskjánum. Logi syndir 100
metra baksundið sitt þriðjudaginn 23.
júlí kl. á bilinu kl. 13.25 til 17.50.
Sundið verður í beinni útsendingu
íslenska Ríkissjónvarpsins.
„Eg talaði við Loga á sunnudaginn
og hann var þá að undirbúa sig fyrir
brottförina til Atlanta. Hann var
orðinn mjög spenntur. Það hlýtur að
vera toppurinn hjá hverjum íþrótta-
manni að komast á Ólympíuleika,
Stoltir foreldrar, Ágústa og Kristján.
lengra er ekki hægt að komast. Logi
var mjög jákvæður og ætlaði að gera
sitt besta. Það er óskandi að þetta verði
hans stund,” sagði Ágústa við Fréttir.
Logi hefur stefnt að því í nokkur ár
að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleik-
unum. Lágmarkinu náði hann í maí sl.
Móðir hans segir að hann sé raunsær
og stefni fyrst og fremst að því að
komast í undanúrslit. Það sé full mikil
bjartsýni að komast í úrslitin þar sem
16 bestu sundmennimir komast.
En hefur Ágústa, sem er menntuð
sem íþróttakennari, gefið syni sínum
einhver góð ráð?
„Nei, við höfum lítið gert af því að
ráðleggja honum í gegnum tíðina og
ekki hægt að taka upp á því þegar
hann er kominn á Ólympíuleika. Logi
er sjálfstæður strákur og hefur mjög
gaman af sinni iþrótt. Sund er erfið
einstaklingsíþrótt, það þekki ég sjálf. I
mörg ár æfði hann nánast einn og um
tíma fjarstýrði Magnús Tryggvason
sundþjálfari, sem reyndist Loga vel,
frá Selfossi. Logi er nú undir leiðsögn
eins virtasta sundþjálfara heims, Emie
Maglischo, og hann verður einnig í
Atlanta,” sagði Ágústa.
Hún býst við því að þau hjónin
muni sitja heima í taugaspennu þegar
sýnt verður í sjónvarpinu frá Loga á
Ólympíuleikunum. Allur undirbúning-
urinn, í mörg ár, tekur fljótt af hjá
Loga. Hundrað metra baksund tekur
um eina mínútu. Ef hann kemst í milli-
riðla fær hann annað tækifæi i til að
synda. Að öðmm kosti tekur Ólym-
píuævintýrið sjálft þá aðeins eina
mínútu! Og hvað mun Logi hugsa í
100 metra sprettinum? Það kemur í
ljós.
ÞoGu