Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 22. október 1998 Islandsbanki tók sig til og bauð öllum grunn- og leikskólabörnum í Vestmannaeyjum að heimsækja Keikó sem nú hefur dvalið í hálfan annan mánuð í kví sinni í Klettsvík. Börkur Grímsson, útibússtjóri, segir þetta eitt ánægjulegasta verkefnið sem hann hafi komið að eftir að hann kom til starfa hjá íslandsbanka. Farið var á ferðamannabátnum PH- Viking í þessar ferðir og fór síðasti hópurinn sl. fimmtudag og voru Fréttir með í ferð. Samtals var um 1000 krökkum boðið að heimsækja Keikó með þessum hætti og í síðustu ferðinni voru börn frá leikskólunum Betel og Kirkjugerði. I HEIMSÓKN HJ Börn og fullorðnir í Vestmannaeyjum hafa notið þeirra forréttinda umfram aðra íslendinga að fá að heimsækja Keikó. Keikó er forvitinn og fylgist vel með því sem er að gerast í og við kvína. Um leið og báturinn nálgaðist stakk hann upp hausnum og fylgdist með honum og farþegunum. Ekki vitum við hvað þessi unga dama er að hugsa en hún var komin til að sjá Keikó og vildi ekki missaaf neinu. KEIKÓ, KEIKÓ, KEIKÓ kvað við þegar PH-Viking nálgaðist kvína og eftirvænting skein úr hverju andliti. Með roða í kinnum í kuldanum sem herjaði á mannskapinn í ferðinni Komið að landi eftir velheppnaða ferð. Það var ekki verra að vera vel klæddur í heimsókninni til Keikó.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.