Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 4
4 JÓLflG]flFfiHflNDBÓK FRÉTTfi '98 Fimmtudagur 10. desember 1998 Bráðum koma blessuð jólin - bömin fara að hlakka til -Allir fá þá eitthvað fallegt: Fréttir í búðarápi Axel Ó er eins og alltaf fyrir jólin með mikið úrval af fatnaði á börnin. Hér er smá sýnishorn af því sem þau hafa upp á að bjóða og kom það í hlut Anitu Ársælsdóttur, Ársæls Sveinssonar og Júlíönu Sveinsdóttur að bregða sér í fötin. Svarti heilgallinn kostar 6.990 krónur, Adidas barnaúlpan 5.990 krónur, barnaskíðabuxurnar kosta 5.990, Tommi Hiltiger kostar 15.900 og Ozon skíðabuxurnar 10.980 krónur. Ecco goritex skórnir kosta frá 5.990 til 6.990, Moonboots barna 1.990 og X-18 skórnir á 7.990 krónur. Sjöfn á Kletti og stelpurnar hennar hafa í mörg horn að líta fyrir jólin. Á Kletti kennir margra grasa en fyrir jólin er konfektið í öndvegi. Það er á mjög hagstæðu verði og þeir sem vilja geta fengið því pakkað inn þannig að konfektið er tilbúið til að setja undir jólatréð. Palli í Bókabúðinni við Heiðarveg hefur jólabækur í miklu úrvali en hjá honum er líka að finna ýmislegt skemmtilegt til jólagjafa. Einn mögulcikinn er mynd eftir mynd þar sem hann hefur fengið Jóa listó til liðs við sig. Með nýjustu tölvutækni getur Jói lagfært gamlar myndir þannig að þær líta út eins og nýjar. Eins er hægt að breyta myndum að vild. Biggi og Lóa í Eðalsporti leggja áherslu á íþróttafatnað eins og nafnið á versluninni bendir til. Þau fengu Elísu til að sýna Manch. United galla sem kostar 4.990 krónur. Skórnir kosta 3.490 og sokkarnir 490 krónur. Gísli Valur er í Adispeed peysu sem kostar 4.290 krónur. Peysan sem er frá sama framleiðanda kostar 4.290, Adidas 4.490 og húfan 1.090. Silja Rós er klædd Adidas fötum, buxurnar kosta 3.490, peysan 3.690 og skórnir 5.990 krónur. Karen Ösp er í Nike galla sem kostar 4.990 krónur og Nike-skóm sem kosta 7.450 krónur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.