Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.12.2000, Blaðsíða 8
8 ]nong [ Klö+"r ársins í tilefni áramótanna hefur tónlistar- ráöunautur nong ákveöiö aö setja saman lista meö uppáhaldsplötum ársins, þ.e. allar þessar plötur hafa komiö út á þessu ári. I fýrsta sæti listans er Radiohead meö Kid A og eins og dyggir lesendur nong hafa tekiö eftir er nong mikill aðdáandi Radiohead og tel ég að Kid A sé byltingar- kennd skífa og þó Radiohead ætli sér ekki að halda áfram á þessari braut heldur gefa út plötu f anda Bends snemma á næsta ári þá mun Kid A vera áhrifavaldur á hljómsveitir um ókomin ár. Breska hljómsveitin Coldplay er í ööru sæti og er það einfaldlega vegna þess aö þessir strákar eru aö gera fráþæra hluti á sinni fyrstu plötu. ðll lög plötunnar eru þægileg og gott á þau aö hlusta. Greinilegt er aö þessi plata hefur fariö vel í landann því fyrstu tvær smáskífur plötunnar fóru á topp íslenskra vinsældalista. f þriðja sæti er platan Douglas Dakota meö Botnleöju og þykir mér hún með eindæmum góö og ein besta íslenska rokkplata sem út hefur komið. Botnleöja hefur þróast frá því að vera hrátt bflskúrs- band úr Hafnarfirði sem semur lög þar sem söngurinn byggist á öskri og í þaö aö vera fáguö rokkhljómsveit á heimsmælikvaröa. Fjóöa sætiö skipar trúbador sem kallar sig Badly Drawn Boy. Hann kom, sá og sigraði í Mercury tónlistarverölaununum og maðurinn kann greinilega sitthvaö fyrir sér í lagasmíö og textagerö. Gömlu jálkarnir f Oasis skipa fimmta sætiö meö plötu sfna Standing on the Shoulders of Giants. Platan sækir I sig veöriö eftir því sem maður hlustar oftar á hana og útvarpsstöövarnar hafa verið duglegar aö tfna af henni smellina. Hin bandaríska hljómsveit The Dandy Warhols eru f sjötta sæti meö plötu sína Thirteen Tales From Urban Bohemia. Björk skipar sjöunda sæti listans með plötunni, Selma Songs, sem inniheldur lög úr myndinni Dancer in the Dark. Björk okkar fer á kostum í myndinni og á hún öll sín verölaun fylliiega skilin. Lögin f myndinni eru hvert öðru betra og eftir að hafa horft á mynd Lars von Trier, DitD, og túlkun Bjarkar á Selmu í henni skilur maöur hvers vegna hún er heimsfræg, og ekki aðeins á fslandi. f áttunda sætinu eru svo amerísku rokkararnir í Grandaddy. Platan heitir the Sophtware Slump og er ádeila á tölvusamfélagiö sem viö lifum í, f dag. U2 eru í níunda sæti með All That You Can't Leave Behind sem nýlega kom út. frarnir sýna þaö og sanna enn einusinni aö þeir geta þrumaö saman frábærum popp/rock lögum eins og aö drekka vatn. Tfunda sætið skipar svo mamma poppsins, Madonna. Konan er búin aö vera á toppnum í tæp 20 ár og er ekkert aö hætta. Hún er reyndar á leiö í hnapphelduna með Guy Richie, breskum leikstjóra sem hefur getiö sér góðs orös meö myndir eins og Lock, Stock and Two Smoking Barrels, Snatch (meö Brad Pitt) o.fl. En þaö er önnur saga... Radiohead Kid A 3 Coldplay Parachutes Nr. 2 Oasis Standing on the Shoulders of Giants Nr. 5 Grandaddy The Sophtware Slump Nr. 8 Botnleðja Douglas Dakota mamsm Nr. 3 1 wM i The Dandy Warhols 13 Tales From Urban Bohemia Nr. 6 - tk U2 All That You Can't Leave Behind Nr. 9 Badly Drawn Boy The Hour Of Bewilderbeast Nr. 4 Björk Selma Songs Nr. 7 Madonna Music Nr.10 Radiohead = Snilld Þegar Thom var í skóla hugsaöi hann um lítið annað en tónlist og segir hann að hann hafi eytt mestum tíma í hljóöeinangruöu herbergi skólans og spilaði í pönkhljómsveit skólans, TNT. Þar spilaði Colin á bassann endrum og eins en þegar TNT lagði upp laupana bauð Thom Colin að spila á bassa í nýrri hljómsveit sem hann var að stofna með gæja sem leit alveg út eins og Morrissey; Ed O'Brien. Öðrum gæja, sem var ekkert líkur Morrissey, var einnig boöið að spila meö þar sem hann spilaði á trommur og voru fyrstu orð Thoms til Phils eftirminnileg: „Getur þú ekki spilað hraðar??’’ Yngri bróður Colins langaði líka að vera með og hann var þvílíkur tónlistarsnillingur að hann gat kreist tóna úr Camenbert osti. Það voru þessir snillingar sem þreyttu frumraun sína undir nafninu On A Friday á Jericho kránni í Oxford snemma árs 1987. Sjálfshaturs fyrirbærið Creep Það var ekki fyrr en þeir félagar yfirgáfu æðri menntastofnanir sem tónlistin varð heilsdagsvinna. Þar sem þeir völdu úr aragrúa tónleika var spiliríið einskorðað við heimahaga þeirra sem samt olli þvf að útsendarar plötufyrirtækja hrúguðust til þeirra í Oxford. Um síðir skrifuðu þeir undir samning hjá Capitol plötufyrirtækinu og 1993 gáfu þeir út Pablo Honey, sína fyrstu skífu. Radiohead voru fyrstir að markaðssetja sjálfshaturs fyrirbærið Creep og voru góðu ári á undan Loser með Beck. Smáskífan skaust á toppinn bæði í heimalandi þeirra Bretlandi og í Bandaríkjunum. En eftir aö lagið féll niður vinsældalista og vartekið úr spilun á Ijósvakamiðlum gerðu margir þau mistök að stimpla Radiohead sem eitt af „One hit wonder” hljómsveitum, skamm skamm! Árið 1995 þegar The Bends kom út ávann hljómsveitin sér þann heiður og viröingu sem þeir áttu löngu skiliö. Gagnrýnendur lofuðu verkið sem dýpri og þroskaðari lagasmíðar og hljómsveitin fór f tónleikaferðalag með REM um Evrópu. En jákvæð gagnrýni er ekki’ það eina sem selur plötur, heldur var það því aö þakka að þeir spiluðu stíft og einnig hlaut myndbandið við lagiö Just gríðarlega athygli. Platan lenti á fjölmörgum listum yfir bestu afurð ársins og í byrjun árs 1996 fór hún aftur á topp 10 lista í Bretlandi og varð gullsala í Bandaríkjunum. Þess má geta að á Bends tónleikaferðalaginu hitaði hljómsveitin einu sinni upp fyrir Alanis Morrisette sem er ekki í frásögur færandi, nema að á tónleikunum var staddur fjöldi unglinga og barna með mæðrum sínum og brast í grát við hamfarir snillinganna á sviðinu. Ok computer En snemma árs 1996 fóru Radiohead að semja efni fyrir Ok computer í æfingastúdíósínu Cannel Applause í Oxford. f september sama ár fluttu þeir sitt hafurtask til St. Catherine's Court, sem er hefðarsetur í eigu leikkonunnar Jane Seymour (Dr. Quinn) Þar luku þeir við plötuna í fjarlægð hávaða og þrýstings stórborgarinnar. Þrátt fyrir hið tyrfna sex og hálfs mínútu lag Paranoid Android, er Ok computer hugsanlega rómaðasta plata hljómsveitarinanr til dagsins í dag. Hún var tilnefnd til tveggja Grammy- og fjögurra Brit veðlauna. Þegar Thom var spurður út í velgengni plötunnar svaraði hann: „Það er hægt að bregðast við á tvennan hátt, annaðhvort að halda Ríkharös III stellingunni, eða að stíga á brimbretti og láta sig berast með...” Kid A Fyrir nokkru gaf Radiohead út sína fjórðu plötu sem ber nafnið Kid A. Má segja að hún sé hrein og klár snilld. Það sem er skemmtilegast við hljómsveitina er það að maður veit aldrei viö hverju má búast á næstu plötu. Þeir eru alltaf aó breytast og það er það sem gerir þá svona sérstaka, frumlega og hreinlega bara sjúka. Sem sagt Radiohead fær klárlega 10 fyrir Kid A. f| -- Texti: Ólafur Kr. Guðmundsson Myndir: Ýmsir - (c) Radiohead

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.