Fréttir - Eyjafréttir - 13.02.2003, Blaðsíða 3
’Pravda
Women's Secrets
by Cleopatra
Jæja, nú er komið að því að lesa yfir
ykkur aftur. Þegar það styttist í árshátíð
þá er kominn tími til að taka sig til í
andlitinu, strákar fara kannski í Ijós,
klippingu og kannski að kíkja aðeins í
Smart eða Flamingó, þar er eflaust hægt
að fá nýjan topp fyrir gróðann úr bóka-
markaðnum. Og strákar, hvernig væri að
leggja aðeins íþróttagallanum sem þið
fenguð gefins frá ÍBV '97 og taka upp
eitthvað aðeins meira sexy og trendy,
Það eru til verslanir hér á landi aðrar en
þær sem selja íþróttafatnað. Skemmti-
legt væri ef einhvejir tækju nú upp á að
bjóða einhverjum á date á árshátíð eða
eitthvað annað, vera smá herralegir,
opna hurðir, draga stóla frá og sýna al-
menna kurteisi. Fyllerístal og typpa-
stærðir er ekki það sem við höfum
áhuga á. Það er ekki nóg að tala um að
vera góðir og stórir, heldur skiptir máli
að geta staðið við orð sín. Strákar, hætt-
ið svo að tala um hvað J-Lo er flott eða
ekki, það er ekki góð byrjun á sam-
ræðum, hún eyddi fleiri hundruð þús-
undum í að líta svona út og okkur gæti
ekki verið meira sama. Við erum allar
prinsessur innst inni og við vitum það
allar, en það væri stundum gott að heyra
það. Ef þið viljið eyða svona svipað í
okkur, þá er eflaust hægt að gera mesta
lúða dauðans að Britney Spears.
Hvernig væri svo að taka upp á því að
vera smá rómó án þess þó að vera of
væminn, rúnta um hraunið, kela og
knúsast án þess að heimta eitthvað
meira.... Því hverjum finnst gott að xxxx
í bíl fyrir utan allt vesenið sem því fylgir.
Þegar svo ykkur svo loksins dettur í hug
að fara að bjóða okkur á date þá þýðir
ekki að „baila" á því ef þið haldið að við
séum skotnar í einhverjum öðrum held-
ur láta á það reyna. Því þið fáið ekki
neitt nema að berjast fyrir því, þetta er
alveg eins og í boltanum, þið þekkið það
er það ekki? Sama mætti nú einnig
segja um sumar stelpurnar að þær
mættu nú fara að taka frumkvæðið ein-
staka sinnum. Við erum allar eins, við
viljum allar snerta en kunnum ekki við
það.
Love C
e.s. Sjáumst svo fersk og í rómó
stemmnipgu á Valentine's day ball með
DJ Páli Óskari.
Ritstjóra- og formannspistill
Samræmd stúdentspróf eru orðin að
veruleika og allt er það mennta-
málaráðherra að þakka. Það er ekki
nóg með að þessi próf séu ein mesta
tímaskekkja frá því að The Blair Witch
Project var gefið út á DVD heldur er
mjög erfitt að fá upplýsingar frá
ráðuneytinu um hvernig framkvæmdin
eigi að fara fram. Ráðuneytið, sem
hefur nú bent fólki á heimasíðu
ráðuneytisins, hefur gefið út þrjár
greinar um framkvæmdina og þegar
stórt er spurt verður oft fátt um svör.
Það er hins vegar Ijóst að þessi
framkvæmd er eflaust hugsuð til að
meta gæði skólanna. Þrátt fyrir að sú
ástæða sé eflaust góð og gild, þá er
mörgum spurningum ósvarað. Hugs-
anlegt er að ráðuneytið vilji með þessu
geta metið hvort þeir séu að verja fjár-
mununum vel í þessum eða hinum
skólanum. Framhaldsskólarnir, sem
búa við mikið fjársvelti, mega því
eflaust eiga von á því að fjárstreymi
verði enn minna eftir gæðum skólana.
Landsbyggðarskólarnir eiga hér undir
högg að sækja, fáir nemendur og
minna fjármagn leiðir til þess að færri
áfangar eru kenndir á hverri önn. Með
minnkandi námsframboði fækkar
nemendum enn frekar og hugsanlega
leggjast einhverjir landsbyggðarskólar
af. Stjórn nemendafélagsins hafnar
samræmdum stúdentsprófum algjör-
lega og telur framkvæmdina vera
tímaskekkju. Samræmd námskrá er
ekki orðin nægilega góð og er engan
veginn hægt að bera saman Fram-
haldsskólann í Vestmannaeyjum,
Menntaskólann á Akureyri og
Verslunarskólann, þar sem áherslur í
námi eru mjög ólíkar. Nemandi, sem
hóf nám fyrir ári, mun nú hugsanlega
fara að rifja upp setningafræðina um
næstu jól sem hann er þá ekki búinn
að koma nálægt í á annað ár. Fyrstu
prófin munu svo verða ansi leiðandi,
því skólarnir munu í kjölfarið á fyrsta
prófinu fara að einbeita síðustu
áföngum fyrir prófin eingöngu að
þessum prófum til að reyna að stand-
ast þann samanburð sem kemur í kjöl-
farið. Martröð hvers skólameistara
verður því að lenda sem fyrirsögn í DV
FÍV VERSTI SKÓLINN, öll vitum við því
til hvers prófin eru í raun og veru.
Flestum er það Ijóst að alltaf er ein-
hver hluti nemenda sem klárar ekki
skólann á þremur til fjórum árum,
heldur tekur sér eitt til tvö ár í frí.
Þessum nemendum verður nú gert
enn erfiðara að hefja nám að nýju, því
lengra sem líðurfrá setningafræðinni á
fyrstu önn og að samræmdu próf-
unum, þá verður væntanlega árang-
urinn í samræmda prófi þess einstak-
lings eftir því. Ég get ekki séð hvernig
þessi próf eiga að virka, hvernig sem
ég lít á dæmið og er nú búinn að sitja
umræðufundi um málefnið, það er
reyndar eitt sem ég sé í þessu og það
er það að við styttum nám í fram-
haldsskólum um eitt ár, hefjurm nám í
grunnskólum fimm ára og útskrifumst
því úr skylduskóla 18 ára. Við þennan
aldur er einstaklingurinn lögráða og
ætti því að vera orðinn nógu þroskaður
til að ákveða að einhverju leyti hvert
framhaldið verður. Námsframboð á
háskólastigi hefur verið að aukast
mikið á síðustu árum og mun verða
enn meira og verður auðveldara með
að sækja nám erlendis með inngöngu
íslands í ESB.
Úr heimi íþróttanna
• Jæja þá er komið að því að fréttir úr heimi íþrótt-
anna fari að líta dagsins Ijós eftir áramót
• Það sem ber helst að nefna eftir áramótin er að
hin árlega borðtenniskeppni Hríseyjar fór fram.
Framhaldsskólinn sendi stolt sitt í Ping Pong íþrótt-
inni, sjálfan Brynjar Smára Unnarsson, sem hefur
verið yfirburðamaður í greininni innan veggja
skólans undanfarin þrjú tímabil. Ferðin byrjaði á
því að Binni missti af rútunni norður og þurfti því
að labba alla leiðina, sem tók u.þ.b. þrjá daga með
stoppi á Blönduósi... En þegar Okkar maður var
búinn að taka ferjuna með Guðmundi bónda út í
Hrísey hófst sjálft mótið. Það er skemmst frá því að
segja að Okkar maður stóð sig með miklum sóma
og krækti meðal annars í verðlaun! Hann spilaði
þrjá leiki, einn við bændabýlið á Hofi og vaann þar
góðan sigur. Annan leikinn við heimasætuna frá
Kúlubæ og vann einnig, nauman sigur en beið svo
lægri hlut í þriðja og síðasta leiknum á móti Snata
frá Túni en þess má geta að hann hefur verið
óstöðvandi undanfarin þrjú ár á Hríseyjarmótinu!
En verðlaun Brynjars eru ekki af lakari kantinum,
því hann var verðlaunaður fyrir grófasta brotð
þegar hann rotaði Snata frá Túni eftir leikinn með
að taka annan helming Ping Pong borðsins og
fleygja því í hann! Sannarlega vel gert hjá Okkar
manni. Góð ferð að baki og vonum við að hann fari
aftur sterkur til leiks að ári fyrir hönd skólans.
■ Heyrst hefur að Guðrún kennari sé að farin að
leggja fyrir sig Dverga/Hobbitakast og hefur henni
gengið mjög vel. En hennar uppáhalds kastáhöld
eru þeir félagar Raggi Óskars & Róbert Húgó.
Útvarp skólans
komið í gang
Nemendafélagið hefur nú hafið útvarpsútsendingar frá
nemó-kompunni og er ætlunin að hafa útsendingar á
hverjum degi frá 18.00 nema á sunnudögum. Þetta
ætti að lyfta menningarlífi skólans á hærra stig og færa
nemendur nær hver öðrum. Nú verður hægt að fara á
rúntinn og hlusta á Kára Hi-C og Njalla níuþúsund, á
hverju kvöldi verður gríðarlega spennandi skemmti-
dagskrá og getur því aðdáendaklúbbur Kára Kristjáns
nú farið að hittast og dást að hans einskæru snilldar-
rödd. Kalli.is fetar í fótspor nafna síns Lú og verður
með þáttinn sætt og sóðalegt þar sem Kalli er sér-
fræðingur um málefnið. Hann er nú búinn að fá styrk
frá exxx.is þar sem hann mun hugsanlega gefa full-
orðinsleikföng og fræða okkur hin um leyndardóma
ástarlífsins. Víðir Róberts færir okkur svo yndislega
tóna inn í svefninn á nokkrum kvöldum í viku. En Víðir
er frægur orðinn fyrir svefn. Egill busi mætir svo í
studio með fræðilegar spekúlasjónir og fræðir okkur
um leyndardóma hins heimsins sem við flest ekki
þekkjum. Útvarpið fékk styrk frá bæjarráði og rétt að
þakka þeim herrum og frú sem samþykktu það þar
fyrir hjálpina. Það er þó ekki nóg þannig að ef þig vant-
ar flotta auglýsingu í besta útvarpi landsmanna og vilt
ná til unglinga bæjarins, þá er útvarp NFFÍV málið fyrir
þig, hafið endilega samband við Jóa formann, sími
699-5635.