Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 03.04.2003, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. apríl 2003 Fréttir 9 Mayday - Mayday - Mayday -Er vonlaust að jákvæðar fréttir berist frá bæjarstjórn Vestmannaeyja? LÚÐVÍK, Guðrún og Stefán brostu breitt á fyrsta bæjarstjórnarfundi í meirihluta. Eiga Eyjanienn mikið undir störfum þeirra næstu misserin. -Þetta var eitthvað sem við þurftum ekki á að halda, var viðkvæði margra þeg- ar fréttist af upphlaupi Andrésar Sigmundssonar, bæjarfulltrúa Framsóknar og óháðra. Hann tók upp meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum eftir sveitarstjórnarkosningarnar sl. vor en hefur nú flutt sig um set í fang V-listans. Aðrir sögðu; -er ekki kom- ið nóg af leiðinlegum og neikvæðum fréttum úr bæjarstjórn og einn sagði, -þegar upp er staðið erum við sennilega sjálfum okkur verst. Það er hægt að taka undir þetta allt þvf gæfu- leysi bæjarstjórnar síðasta tæpa árið hefur verið þyngra en tárum taki. Upp og niður metorða- stigann Þegar litið er til atburða síðustu daga er rétt að líta eitt ár aftur í tímann og á aðdraganda kosninganna 2002. Þá klauf Andrés sig frá V-listanum og hóaði saman lista Framsóknarmanna og óháðra. Framsóknarflokkurinn hafði ekki boðið fram til bæjarstjómar einn og sér síðan 1990. Þá var Andrés reyndar oddviti flokksins sem fékk heldur hraklega útreið. Sagt var að óánægja framsóknarmanna með Andrés hafi ráðið þar mestu, þeir hafi snúið við honum baki. Sjálfur var Andrés ekki ánægður með úrslitin og kærði kosningamar og tókst með því að draga að sér töluverða athygli. Lítið fór fyrir Andrési næstu árin en hann fylgdi sínu fólki í Framsóknar- flokknum inn í Vestmannaeyjalistann sem upphaflega santanstóð af Fram- sókn, Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi og bauð fyrst fram 1994. Samstarfíð skilaði ekki meirihluta og áfram hélt Sjálfstæðisflokkurinn um stjómartaumana með Guðjón Hjör- leifsson á toppi listans. I kosningunum 1998 var Samfylkingin að fæðast og tók hún við hlutverki forvera sinna, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, í Vestmannaeyjalistanum. Það dugði þó ekki til og áfram héldu Guðjón og Sjálfstæðisflokkurinn sínu. Þama fer vegur Andrésar vaxandi innan Vestmannaeyjalistans og verður hann formaður bæjarmálafélags flokksins. Upp úr þessu slitnaði fyrir síðustu kosningar og Andrés fór fram með lista Framsóknar og óháðra. Andrés fékk margt gott fólk til liðs við sig og var með nokkm stolti að hann kynnti listann. Var þetta bæði í þökk forystunnar í Eyjum og í henni Reykjavík. Eins og hrein mey Sjálfur kom Andrés fram eins og hrein mey í pólitíkinni, minntist ekkert á gamlar erjur og brosti framan í kjósendur. Uppskeran var um 450 atkvæði og Andrés var kominn í odda- aðstöðu í bæjarstjórn. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði misst meirihluta og eðlilegt var að Framsókn og V-listi mynduðu meirihluta en ekki var að sjá að menn þar á bæ hefðu mikinn áhuga á samstarfi við Andrés því litlum tíma var eytt í viðræður við hann. Sjálfur mat Andrés það þannig að sér hefðu verið settir afarkostir og reyndar sögðu V-listamenn að hann hefði sett þau skilyrði fyrir samstarfi að ekki hefði verið nokkur vegur að verða við þeim. Bæjarbúar vildu breiðfylkingu Athyglisverðastur var sá áhugi V-list- ans að taka upp samstarf við sjálf- stæðismenn og mynda með því breiðfylkingu í bæjarstjóm, sex gegn Andrési. Bæjarbúum leist almennt vel á þessa hugmynd, töldu að með þessu yrði hægt að snúa vöm í sókn fyrir bæjarfélagið í heild. Illu heilli vom oddvitar sjálfstæðismanna ekki inni á þessu, báru fyrir sig óvæginni kosn- ingabaráttu þar sem m.a. biðlaun Guðjóns Hjörleifssonar, fráfarandi bæjarstjóra og oddvita flokksins, vom gerð tortryggileg. Þetta er kannski ábending til manna í pólitík að ganga ekki of langt í að sverta andstæð- ingana, það getur komið seinna í bakið áþeim. Draugar frá fyrri tíð Það þarf svo sem ekki að fara mörgum orðum um það sem síðan hefur gerst. Framsókn og sjálfstæðismenn mynd- uðu meirihluta í bæjarstjóm Vest- mannaeyja og réðu Inga Sigurðsson, tæknifræðing og framkvæmdastjóra byggingafyrirtækisins Steina og Olla, sem bæjarstjóra. Ráðning Inga var gæfuspor fyrir bæjarfélagið en fátt annað hefur verið okkur í hag. Ráða þar mestu draugar frá fyrra kjör- tímabili, Þróunarfélagið, Hallar- og Hressómálin sem enn em að þvælast í kerfinu og hafa þau kostað allt of mikla orku og tekið of mikinn tíma í bæjarstjóm. Ekki var að sjá annað en að sam- starfið gengi vel en þó var augljóst að Andrési fannst hugmyndir hans og Hjálmars Amasonar alþingismanns um háhraðafeiju fá dræmar undirtektir í samgönguhópi samgönguráðherra þar sem Amar Sigurmundsson og Guðjón Hjörleifsson áttu sæti. Þar með er líka komið að dauða- teygjum meirihlutasamstarfs Fram- sóknar og sjálfstæðismanna og sorg- legasta hluta þess sem verið hefur að gerast í bæjarstjóm Vestmannaeyja síðasta árið. Þar opinberaðist líka svo freklega að þegar svo ber undir skipta hagsmunir Vestmannaeyja engu máli. Þrátt fyrir allt kom það eins og sprengja inn í bæjarráð þegar Andrés lagði fram tillögu um að bæjarstjóm hafnaði skýrslu samgönguhópsins sem handónýtu plaggi sem þjóni engan veginn hagsmunum Vestmannaeyja. Stefán Jónasson á V-lista stökk á þetta með Andrési og þar með var meiri- hlutinn allur. Nú ætla ég ekki að halda því fram að eftirsjá hafi verið í þessum meiri- hluta en augljóst var að sjálf- stæðismenn vildu hanga á honum meðan stætt var. Til að bera klæði á vopnin sendi Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, bréf til bæjar- stjómar þar sem óskað er eftir tilnefningu í þriggja manna nef'nd sem átti að fara yfir skýrsluna og koma með tillögur. Sjálfstæðismenn vildu fylgja þessu eftir með tillögu um að lögð yrði áhersla á tafarlausar úrbætur í flugi og fleiri ferðir með Herjólfi sem var reyndar krafa Vestmannaeying- anna í samgönguhópnum. Hvers eiga Eyjamenn að gjalda? Þetta var borið upp á bæjarstjómar- fundinum í mars þegar endanlega slitnaði upp úr samstarfi Framsóknar og sjálfstæðismanna. Tillögu sjálf- stæðismanna var vísað frá með atkvæðum V-lista og Andrésar og þar með var síðasti naglinn rekinn í kistu samgönguskýrslunnar og hætt er við að þar með hafi úrbótum í sam- göngum Vestmannaeyja verið skotið á frest um minnst ljögur ár. Það er með ólíkindum að bæjar- fulltrúar skuli voga sér að fóma mesta hagsmunamáli Eyjanna á altari pólitískra hagsmuna. Þó skýrslan sé ekki gallalaus, frekar en önnur mann- anna verk, er þar margt athyglisvert að finna og augljóst að menn hafa unnið vel. Veikasti hlutinn var flugið, því þar ætluðu menn að bíða næstu áramóta. Hvað sem má segja um Sturlu ráð- herra var hann tilbúinn til að skoða hvað mætti betur fara. Það hefur kannski ekki verið af eintómri góðmennsku því nú fara kosningar í hönd og því lag að beita þrýstingi og fá úrbætur strax. Einhvem veginn er það svo að Vestmanna- eyjum verður flest að ógæfu þessa dagana og kannski erum við sjálf okkar verstu óvinir. Allavega kemur það þannig út í bæjarstjóm þar sem við saklausir bæjarbúar getum ekkert að gert þegar hagsntunir okkar em að engu hafðir eins og þama gerðist. Það var ekkert auðveldara lyrir listana þrjá en að sameinast um þetta mál, koma á framfæri gagnrýni á það sem menn töldu að betur mætti fara og mynda svo nýjan meirihluta. Fyrst blæs hann að vestan og svo að austan Andrés hefur borið sig illa undan gróusögum sem nú em komnar inn í fréttir stóm fjölmiðlanna. Það er ekki nýtt að kjaftasögur séu notaðar í pólitískum tilgangi og fáir em þeir stjómmálamennirnir sem bera and- stæðingunum vel söguna, sérstaklega þegar kemur að kosningum. Því verður ekki á móti mælt að Andrés hefur fengið sinn skammt af kjafta- sögum síðasta árið eða svo. En það athyglisverða er að þær koma úr sín hverri áttinni. Fyrir kosningarnar í fyrra og eftir að ljóst var að Andrés var ekki fáanlegur til samstarfs við V- listann gustaði köldu úr þeirri áttinni en veðraskil geta verið skörp við Vestmannaeyjar. Það þekkjum við öll og það gerist líka í pólitíkinni og því fær Andrés nú að kynnast því nú blæs á hann úr hinni áttinni. Ekki ætla ég að reyna að réttlæta kjaftasögur en mér segir svo hugur um að Vestmannaeyjar þurfi ekki á slíku að halda næstu mánuði og misseri. Það var ills viti þegar sjálfstæðismenn og V-listi náðu ekki saman eftir kosningamar í fyrra og það er líka vont þegar hagsmunum samfélagsins er fómað fyrir skammtímahagsmuni eins og gerðist með samgöngu- skýrsluna. Staðan er sú að áfram heldur Andrés á fjöreggi bæjarins, sem oddamaður í bæjarstjóm. Rétt er að hafa í huga að hann hefur einu sinni farið í fýlu út í V-listann og það getur gerst aftur. Þeir félagamir, Andrés og Lúðvík, ætla sér tvo mánuði í að meta stöðu bæjarins (hvað hafa þeir verið að gera undanfarið?) og Lúðvík boðar að nú eigi að horfa til framtíðar en láta það liðna ekki vera að þvælast fyrir. Það hefði hann mátt hugsa fyrr því sjálfur hefur hann velt sjálfstæðis- mönnum upp úr axarsköftum þeirra frá síðasta kjörtímabili. Þar má m.a. nefna Þróunarfélagsmálið sem er þó komið í ákveðinn farveg í félagsmála- ráðuneytinu. Það var honum ekki nóg eins og Vestmannaeyingar hafa fylgst með undanfarið. Ég held því blákalt fram að fréttir úr bæjarstjóm Vestmannaeyja undan- fama mánuði hafi skaðað þetta sam- félag stórlega. Eina jákvæða fréttin, samgönguskýrslan, var aflífuð með offorsi og verður núverandi meirihluti að standa að ábyrgð gerða sinna í þeim efnum, því hverjum dettur í hug að kröfur Vestmannaeyinga um bættar samgöngur verði teknar alvarlega? Það sem nú tekur við er að byrja á núllpunkti og vona að fyrir al- þingiskosningar 2007 takist að fá stjómmálamenn og ekki síst emb- ættismenn til að taka upp þráðinn á ný. Já, embættismönnunum, sem unnu launalaust í samgönguhópnum, finnst sennilega að Vestmannaeyingar eigi ekki mikið inni hjá þeim. Lái þeim hver sem vill. Þegar gos hófst á Heimaey fyrir rétt unt 30 ámm gerðist það í fyrsta skipti hér á landi að heilt bæjarfélag sendi út neyðarkallið Mayday - Mayday sem Hjáhnar Guðnason, þá símritari, kom út á öldur ljósvakans. Nú ætla ég ekki að líkja hamfömm Heimaeyjargossins við það sem er að gerast hjá okkur í dag en sendi engu að síður út neyðar- kall og nú til bæjarstjórnar Vest- mannaeyja. Það var mikill skaði þegar sjálf- stæðismenn neituðu samstarfi við V-listann en þeir telja sig ömgglega hafa sínar ástæður fyrir því. Það er líka búið og gert en nú er svo komið að ekki verður lengur við unað. Ég ætla mérekki að gefa bæjarfulltrúunum sjö einkunn en held því blákalt fram að nú sé svo komið fyrir Vestmannaeyjum að þeir verði að sameina krafta sína bæjarfélaginu til heilla. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Þeir verða að láta af persónulegum deilum og einbeita sér að því sem þeir vom kosnir til, að stjóma bænum með hagsmuni bæjar- búa að leiðarljósi. Og enn og aftur vara ég þá Guðjón og Lúðvík við að ætla að færa slaginn fyrir alþingis- kosningamar inn á borð bæjarstjómar. Og það á líka við langsóttar sam- særiskenningar í ætt við þá sem birtist í Fréttablaðinu á mánudaginn. Þar var því haldið fram að kjaftasögur, sem nú ganga í Eyjum, séu hannaðar í Val- höll. Það er algjörlega út í hött því Vestmannaeyingar em, eins og reynd- ar öll íslenska þjóðin, fyllilega sjálf- bjarga á þessu sviði. omar@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.