Harmoníkan - 28.02.1989, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 28.02.1989, Blaðsíða 18
Með mági frænda og systir, í fanginu Hohner Morino 6 M. 185 bassa 6 lcóra þungt og mikið hljóðfœri sem keypt var í Þýskalandi 1963. Lék á harmoníku í fangabúðum rússa. Nýkominn frá Síberíu 1950 byrjaður aö spila. Werner Tessnow Það mun ekki vera einsdæmi að fólk hafi sloppið betur gegnum hörm- ungar síðari heimstyrjaldar ef það gat leikið á hljóðfæri og not væru fyrir kunnáttu þess. í greininni sem hér er skrifuð segir Werner Tessnow frá reynslu sinni í fangabúðum rússa í lok stríðsins, um tíma bjargar harmon- íkukunnátta hans honum frá þrælkun og vosbúð er samfangarnir urðu að þola. Verner er Þjóðverji að uppruna en hefur dvalið lengi á íslandi. Hér segir hann frá ýmsu sem á dagana hef- ur drifið m.a. sérstakri reynslu sinni af harmoníkuleik í fangabúðum rússa í Reval í Eistlandi. Ég er fæddur i Lubeek 7. febrúar 1916. Byrjaði að vinna sem kokkur á sjó 14 ára. Árið 1931 er ég á bát sem hét Ken Tid, ætluðum að veiða rauð- sprettur við Vestmannaeyjar, en þá bilaði vélin og togari frá Eyjum dró okkur inn. Eftir það lágum við inni í 6 vikur kauplausir og matarlitlir. Elsti hásetinn fór í land og kvartaði við þýska konsúlinn. Hann sagði okkur að við skyldum allir fara í land og búa á hóteli, og bíða þar eftir skiprúmi til Þýskalands, ég hafði þá eignast ágæta íslenska vini sem reyndu að halda í mig og hvetja mig til að vera. Svo fór að ég talaði við konsúlinn og er skip- verjar mínir stigu um borð í Goðafoss var ég mættur á bryggjunni að veifa í kveðjuskyni, ég ílentist næstu fimm árin á íslandi. Ég fór á bát frá Eyjum sem var á lúðuveiðum við norðurland en lítið fískaðist og einn daginn varð ég eftir á Nýhöfn sem er sveitabær á Langa- nesi og dvaldi eitt sumar þar. Eftir það fór ég að vinna á ýmsum stöðum á austur og norðurlandi, Raufarhöfn, Kópaskeri, Heiði, Bakka, Presthól- um, Sauðanesi og Þórshöfn. Því næst réði ég mig til bónda að Galtafelli í Hrunamannahrepp, Vilhjálms Ein- arssonar, var þar í ár, síðan til Kefla- víkur á bát. Frá Keflavík til Arnar- fjarðar, og var þar um sumarið, þaðan til Reykjavíkur haustið 1935. Frá því ég fyrst kom til Eyja hafði ég alltaf leikið á harmoníku, hún var með í fyrstu ferðinni þangað, og var tvöföld, seinna valdi ég píanó- harmoníku. Árið 1935 lék ég i íslenska ríkisút- varpið, beinni útsendingu á tvöfalda 3—4 lög, meðan ég beið eftir rauða Ijósinu sat ég skjálfandi inni í upp- tökuklefanum, 20 krónur voru greiddar fyrir. Á Laugaveg 28 lék ég all oft fyrir matargesti. í febrúar 1936 fór ég aftur til Þýskalands (Hamborgar) og lenti þar í þegnskylduvinnu í hálft ár, þegar henni lauk fór ég að leika á harmon- íku á börum þar, þá iðju stundaði maður næstu tvö árin eða þangað til ég var kallaður í herinn 1939. í sjóhernum siglandi á púöurtunnu Ég lenti í sjóhernum á tundurspilli, fyrst í Austursjó síðar í Norðursjóinn. Upp frá þessu sigldi maður nánast á púðurtunnu og undir miklu álagi. Sem betur fer lentum við ekki í sjó- orustu sem teljast verður heppni, einu sinni skall þó hurð nærri hælum, við vorum í Norðursjónum að leggja tundurdufl, vaktin mín var nýfarin að sofa, það var svo gott veður að ég tímdi því ekki heldur tók sjónaukann minn og fór að kíkja útyfir sjóinn, þá rek ég allt í einu augun í sjónpipu kaf- báts, ég kalla þegar til skipstjórans, allt var sett á fulla ferð og sigldir krákustígar. Skyndilega kemur sjón- pípa bátsins upp rétt hjá okkur, hent var út djúpsprengjum og eftir skamma stund birtist olíuflekkur á sjónum, þá þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Eftir þetta var farið til Hamborgar í viðgerð, þar var ég sæmdur fyrstu gráðu járnkrossi sem aðeins er veittur fyrir sérstök afrek í stríði. í lok stríðsins var ég í Grikklandi, þaðan fórum við til Lins í Austurríki, ýmist gangandi í uxakerrum eða lest- um, þaðan til Vínar og gáfum okkur fram við bandaríkjamenn, hjá þeim dvöldum við næstu tvo sólarhring- ana. Framhald í næsta blaði 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.