Harmoníkan - 01.10.1989, Blaðsíða 22

Harmoníkan - 01.10.1989, Blaðsíða 22
Úr viðtali við Walter Eriksson Walter Eriksson er fæddur í Brooklyn af álensku foreldri, en þeir höfðu flutt til Bandaríkjanna ungir að árum. Faðir Walters lék á fiðlu og mundi mörg sænsk lög og þar fékk Walter áhugann fyrir sænskri tónlist. Hann hlustaði, safnaði og spilaði og það er senni- lega ekki ofmælt að fáir kunni fleiri sænsk lög en hann. Hann er búsettur í New York og byrjaði að læra á harmoniku 5—6 ára gamall, en var aðeins 4 ára þeg- ar hann fór að læra á píanó. Hann leikur oft í sænska sendiráðinu í New York og svíar sækjast mjög eftir því að panta hann til að leika við hin ýmsu tækifæri. Sömuleiðis hefur hann þátt í út- varpinu sem heitir „Skandinavíu bergmál“ og hefur þessi þáttur nú verið í 52 ár með ýmsum stjórn- endum. Þátturinn er á laugardags- morgnum og leikur Walter gömul sænsk, finnsk og dönsk lög. Það Molar í bréfi frá Walter Eriksson til „Dragspel Nytt“ skrifar hann um þá ánægjulegu þróun, að harmon- íkan sé sífellt meira notuð í auglýs- ingum. Skrifar hann m.a. að harmoníkuleikari sem heitir Domenic Cortese, sérhæfí sig í að spila í auglýsingum og noti þá gjarnan harmoníku með franski (musette) stillingu. Annar harmoníkuleikari Michael Kania, spilaði í auglýs- ingu þar sem Kodak var að auglýsa nýja filmu. í sama bréfi er greint frá fyrir- tæki. „The Petosa Accordion Company“ í Seattle sem hefur gef- ið út yfir 50 hljómsnældur með harmoníkuleik „til ánægju fyrir harmoníkuleikara" eins og stend- ur í blaðinu, og einnig hefur það gefið út myndbönd þar sem Galla Rini kynnir ýmsa þekkta harmon- íkuleikara. eru u.þ.b. 200 þúsund hlustendur sem fylgjast með þessum þætti. Hann kynnir á ensku, en talar dá- lítið sænsku inn á milli. Hann tal- ar um lögin og höfunda þeirra og útskýrir vandlega fyrir hlustend- um sínum. Er harmoníkan vinsælt hljóð- færi í Ameríku í dag? Hér svarar Walter: „Nei, það er ekki hægt að segja að það sé neitt sérstaklega gott ástand í þeim mál- um núna. Áður fyrr var ég með harmoníkuskóla hér og var með 65 nemendur á biðlista til að kom- ast í kennslu hjá mér, en ég held að áhuginn sé að vakna og komi til með að aukast í framtíðinni. Dótt- ir mín hefur stofnað harmoníku- félag og nú á að leika gömul lög sem fólk hefur gaman af. Það eru fáir í New York sem leika á nikku. Walter segist hafa komið fram á tónleikum með Frosini, sem einhverju sinni kom í afmælisveislu hjá Walter og kom fólki rækilega á óvart með því að taka lagið. Síðar kynntist hann Pietro Diero og var ráðinn sem kennari í 3 ár við harmoníkuskóla hans. Eru margir góðir harmoníku- leikarar í Ameríku í dag, fyrir ut- an sjálfan þig? Og Walter svarar: „Það er einn sem er mjög vinsæll hér og heitir Myron Floren, en hann lék áður með Laurence Welk í sjónvarpi í 25 ár. En núna tekur hann þátt í um 200 tónleikum yfir árið og ég var með honum nú í október síðast- liðnum þar sem við gerðum saman þátt í Norður-Dakóta. Ég vil halda því fram að hann sé þekktastur af öllum harmoníkuleikurum í dag. Kona Andrew Walters kom til mín 1950 frá Svíþjóð og spurði hvort ég væri fáanlegur til að semja nokkur lög fyrir harmon- íkublaðið þeirra og þá skrifaði ég 3 lög og eitt þeirra heitir „Ame- rískur jularbo vals“ og þremur ár- um seinna kom Andrew Walters hingað og við spiluðum saman og Walter Eriksson. uppgötvuðum strax að okkar „stíll“ féll saman og hann tók mig með til Svíþjóðar 1955 þar sem við stöldruðum við í 3 mánuði í senn. Ég og Andrew Walters lékum sam- an í 23 ár og gerðum margar stórar hljómplötur. Við lékum eitt sinn „seríu“ á 9 plötum, sem eru gefnar út í Ameríku ennþá, en þó aldrei í Svíþjóð, þrátt fyrir að þetta væru sænsk lög. Meðal annarra „Afton Pá Solvik“ eftir Andrew Walters. Eftir lát A.W. kynntist ég dug- legum manni sem heitir Hasse Tel- mar og við höfum leikið saman inn á 4 stórar plötur. Hann kemur hingað í nóvember á ári hverju og heilsar upp á okkur og er án efa besti vinur minn.“ Hefur þú nokkurn tíma hugsað þér að flytjast til gamla heima- landsins, Svíþjóðar? Walter svarar: „Já mörgum sinnum hef ég hugleitt það, en hér er fjölskylda mín og bamabörn svo það gæti orðið erfitt, en við höfum rætt um að hugsanlega gætum við búið hálft árið í Sví- þjóð og hálft árið hér í Bandaríkj- unum. Hér eru sænskar myndir á öllum veggjum í íbúðinni og við borðum sænskan mat. Sömuleiðis hlusta ég á sænskt útvarp dags daglega til að vita hvað gerist í Sví- þjóð. Við heimsækjum Svíþjóð á hverju ári, en sem sagt, það er erf- itt þegar fjölskyldan og atvinnan em hér, en mitt annað heimili er í Svíþjóð.“ Tekið úr sjónvarpsviðtali. Hermóður. 22

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.